Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 33

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 33
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags sem enn getur að líta allar þær gras- tegundir sem venja hefur verið að rækta í sáðsléttum. Ekki er vitað til þess að hjartapuntur hafi verið ræktaður í görðum hér á landi utan þess að í spjaldskrá Grasagarðs Reykjavíkur kemur fram að þangað hafi á 7. áratug 20. aldar komið plöntur frá Þýskalandi en þær hafi dáið út eftir nokkur ár. Samkvæmt upplýsingum frá dr. Herði Kristins- syni mun hjartapuntur hafa verið ræktaður í Lystigarði Akureyrar, m.a. 1970 og 1994-1995; hann hafi hinsvegar ekki verið þar að stað- aldri heldur hafi verið sáð til hans nokkrum sinnum, sem bendir til þess að ekki hafi verið auðvelt að halda honum í ræktun. Hjartapuntur getur dreift sér með stuttum jarðrenglum en út- breiðsla hans um þetta stórt vaxtar- svæði hefði tekið aldir, eða jafnvel þúsaldir, ef hann hefði átt að dreifast um svæðið á þann hátt. Út- breiðslan er heldur ekki samfelld, t.d. vex hann beggja vegna við bæði Grafarlæk og Alalæk. Allt bendir því til þess að plöntur vaxnar upp af fræi eigi langstærstan þátt í ný- liðun innan venslahópsins. Fræi var safnað af plöntum við Grafar- voginn haustið 2001 og reyndist það vel frjótt í spírunartilraun sem gerð var í mars 2002. Ungplöntur eiga jafnan erfitt uppdráttar í full- mótuðum gróðursamfélögum og ganga kynslóðaskipti þar hægt fyr- ir sig. Því hníga öll rök að því að afar langt sé síðan hjartapunturinn barst á þennan stað og að hann hafi hafst þar við öldum saman. Eins og getið var hér að framan vex hjartapuntur gjarnan við sjáv- arstrendur (Lagerberg 1939). Leir- urnar í Grafarvogi eru einn af mik- ilvægum viðkomustöðum farfugla, einkum vaðfugla, þegar þeir koma til landsins (Náttúruverndarráð 1981). Hugsanlegt er að farfuglar hafi borið með sér fræ frá seinustu dvalarstöðum sínum á sjávarflesj- um í vestanverðri Evrópu. Megin- útbreiðsla nokkurra hitakærra plantna, sem enginn vafi leikur á að numið hafi hér land eftir að ísöld lauk, er við Faxaflóa. Má þar nefna plöntur eins og fitjasef, ]uncus ger- ardii Loisel., sandlæðing, Glaux maritima L., blátoppu, Sesleria al- bicans Schultes, og blóðkoll Sangu- isorba officinalis L. Ekki er ólíklegt að hjartapunturinn hafi borist til landsins á svipaðan hátt og ein- hverjar framanskráðra plantna. Vangaveltur af þessu tagi verða þó aldrei annað en tilgátur sem hvorki verða sannaðar né hraktar. Hins- vegar má benda á að hjartapuntur- inn vex eingöngu í óröskuðu landi, í náttúrlegu gróðurlendi, og engar vísbendingar eru um að hann hafi borist þangað af mannavöldum. Þetta eru meginforsendur þess að tegund teljist innlend (native) sam- kvæmt vinnureglum grasafræð- inga, en þær eru m.a. skilgreindar í ritinu Flora Nordica (Jonsell 2000). Það er því full ástæða til að telja hjartapunt, Briza media L., með inn- lendum tegundum í flóru Islands. SUMMARY Briza media L. (Poaceae) a new species in the Icelandic flora A population of Briza media L. has recently been found in the Reykjavík area. It grows along a creek and a broo- klet in the bottom of the Grafarvogur inlet. It occurs within natural vegeta- tion and is only found in the transition zone between mire and grassland, where it is frequently accompanied by Ecjuisetum palustre L. and Carex nigra (L.) Reichard. No specimens were found on cultivated ground or distur- bed habitats. There are no known records of the species being cultivated in the country except sporadically in botanical gardens. Therefore, there are good reasons to suppose that Briza tnedia is a new species in the Icelandic flora. I’AKKARORÐ Athugun þessi var unnin fyrir Umhverfis- og tækjasvið Reykjavíkur, Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Landupplýsingakerfi Reykjavíkur vann loft- mynd með afmörkun útbreiðslusvæðis hjartapuntsins. Dr. Hörður Kristins- son hjá Akureyrarsetri Náttúrufræðistofnunar Islands las yfir handrit og kom með ýmsar gagnlegar ábendingar. Þórarinn E. Benedikz, skógfræðingur, las yfir enska útdáttinn og myndatexta. Öllum þessum aðilum færi ég bestu þakkir. Heimildir Gould, F.W. & Shaw, R.B. 1983. Grass Systematics, sec. ed. Texas A&M University Press, Texas. Bls. 170. Hansen, K. 1985. Dansk feltflora, 3. oplag. Gyldendal, Copenhagen. BIs. 658. Hitchcock, A.S. 1950. Manual of the Grasses of the United States. United States Govemment Printing Office Washington. Bls. 140. Hubbard, C.E. 1968. Grasses. Penguin Books. The Chaucer Press, Suffolk. Bls. 215. Hultén, E. & Fries, M. 1986. Atlas of North European Vascular Plants.Koeltz Scientific Books, Köningstein. Bls. 102. Hylander, N. 1953. Nordisk karlváxtflora I. Almqvist & Wiksell, Stockholm. Bls. 274. Ingimar Óskarsson & Henning Anthon, 1963. Villiblóm í litum. Skuggsjá, Reykjavík. Bls. 62. Ingólfur Davíðsson & Ingimar Óskarsson 1950. Garðagróður. ísafoldarprent- smiðja, Reykjavík. Bls. 100. Jonsell, B. 2000. Flora Nordica, Vol. 1. The Royal Swedish Academy of Sci- ences, Stockholm. Bls. xxi. Kristbjöm Egilsson, Kristinn H. Skaiphéðinsson, Guðmundur Guðjónsson, Haukur Jóhannesson &Jóhann Ó. Hilmarsson 1999. Náttúrufar með Sundum í Reykjavík, NI - 9909. Náttúmfræðistofnun íslands. 73 bls. Lagerberg, T. 1939. Vilda váxter i norden. Natur och kultur, Stockliolm. Bls. 1284 -1285. Lid, J. & Lid, D.T. 1994. Norsk flora, 6. utgáve. Det Norske Samlage, Oslo. Bls. 878. Mabey, R. 1996. Flora Britannica. Reed Intemational Books, London. Bls. 396. Náttúruvemdarráð 1981. Höfuðborgarsvaiðið, náttúmvemd, Fjölrit nr. 13 (26). Nordhagen R. 1970. Norsk flora, Illustrasjonsbind, del 1. Oslo. (215) Steindór Steindórsson 1964. Gróður á íslandi. Almenna bókafélagið, Reykja- vík. Bls. 114 - 116. Tsvelev, N.N. 1983. Grasses of the Soviet Union. Oxonian Press. Ptv. Ltd.,New Delhi, Calcutta. Bls. 787 - 791. Tutin, T.G. 1980. In Flora Europaea, Vol. 5. Cambridge University Press, Cambridge. Bls. 173. Um höfundinn Jóhann Pálsson (f. 1931) er líffræðingur að mennt og lauk kand.fil.-prófi frá Uppsalaháskóla 1973. Hann stundaði doktorsnám við grasafræðideild Uppsalahá- skóla á árnnurn 1978-1979, viðfangsefni Poa glauca/ tiettioralis á íslandi og í nágrannalöndunum. Hann var forstöðumaður Lystigarðsins á Akureyri 1978-1985 og garðyrkjustjóri Reykjavíkur 1985- 2001. PÓSTFANG HÖFUNDAR / ÁUTHOR’S ADDRESS Jóhann Pálsson Logafold 88 IS-112 Reykjavík jop@mmedia.is 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.