Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 63

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 63
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3. tnynd. Loftsteinsgígurinn í Arizona, Meteor Crater, er far eftir loftstein sem féll fyrir 50 púsund árum. Aldursgreining á loftstein- inum hefur leitt í Ijós að sólkerfið, og þnr með jörðin, varð til fyrir 4,55 milljörðum ára. 2. mynd. 1 Acasta-leirsteininum, á Norð- vestursvæðum Kanada, er að finna rúm- lega fjögurra ármilljarða gamalt berg, Itið elsta sem þekkt er á jörðinni. annars staðar. Samt vita jarðfræðing- ar að jörðin er enn eldri. Jarðskorpan er gerð úr flekum sem eru á hægu reki, fljótandi ofan á möttlinum sem gerður er úr þyngra efni. Sums staðar, til dæmis hér á landi, kemur bráðin berg- kvika upp við eldgos, ýtir sundur flekum og bætir við jarðskorpuna, en á öðrum stöðum mætast skorpuflekar og þrýstast niður í jörðina, þar sem þeir bráðna. Við þessa hringrás hefur elsta berg jarð- skorpunnar eyðst. Til að greina aldur jarðar þurfa menn að leita fanga út fyrir hana. Ljóst virðist að sólkerfið hefur allt orðið til samtímis, og margir loft- steinar geyma upplýsingar um aldur þess. Árið 1953 mældi bandarískur jarðfræðingur, Claire Patterson, hlut- fall úrans og blýs í leifum loftsteins í Arizona sem féll fyrir 50.000 árum og skildi eftir sig gíg, 1,2 km í þver- mál (3. mynd). Samkvæmt mælingu Pattersons er sólkerfið - og þar með jörðin - 4,55 milljarða ára. ELSTU STEINGERVI NGARN IR Fleira vafðist fyrir Darwin en ungur aldur jarðar. Á hans tímum þekktu menn steingerðar leifar ýmissa plantna og dýra, margar af tegund- um sem nú eru aldauða. Því eldri sem jarðlögin eru, þeim mun fram- andlegri verða þær lífverur sem í þeim hafa varðveist. Eftir gerð steingervinga í jarðlögunum, eink- um af dýrum, var sögu lífs á jörð skipt í þrjú meginskeið eða aldir, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld, og þessi skipting er enn notuð. Old- unum er svo skipt í tímabil. Á 19. öld höfðu menn engin tök á að greina aldur þessara fornu tímabila, en nú er vitað að fornlífsöld hófst fyrir einum 535 milljón árum, mið- lífsöld tók við af henni fyrir um 250 ármilljónum og nýlífsöld tekur yfir síðustu 65 milljón árin. Frá elsta tímabili fornlífsaldar, kambríumtímabilinu, þekktu menn á dögum Darwins fulltrúa lang- flestra fylkinga dýra sem þá höfðu verið skilgreindar. En í eldri jarð- lögum greindust engir steingerv- ingar. Tíminn fyrir fornlífsöld - for- kambríski tíminn - virtist sem sagt lífvana. Um þennan vanda ritar Darwin: Ef kenning mín [um þróun við nátt- úruval] er rétt... hlýtur ... á þessum gífurlega tíma [sem leið fyrir kambríumtímabilið] að hafa verið krökkt af lifandi verum á jörðinni ... Við þeirri spurningu hvers vegna ekki finnast jarðlög, auðug af steingerving- um, frá þessum fyrstu skeiðum, fyrir 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.