Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 63

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 63
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3. tnynd. Loftsteinsgígurinn í Arizona, Meteor Crater, er far eftir loftstein sem féll fyrir 50 púsund árum. Aldursgreining á loftstein- inum hefur leitt í Ijós að sólkerfið, og þnr með jörðin, varð til fyrir 4,55 milljörðum ára. 2. mynd. 1 Acasta-leirsteininum, á Norð- vestursvæðum Kanada, er að finna rúm- lega fjögurra ármilljarða gamalt berg, Itið elsta sem þekkt er á jörðinni. annars staðar. Samt vita jarðfræðing- ar að jörðin er enn eldri. Jarðskorpan er gerð úr flekum sem eru á hægu reki, fljótandi ofan á möttlinum sem gerður er úr þyngra efni. Sums staðar, til dæmis hér á landi, kemur bráðin berg- kvika upp við eldgos, ýtir sundur flekum og bætir við jarðskorpuna, en á öðrum stöðum mætast skorpuflekar og þrýstast niður í jörðina, þar sem þeir bráðna. Við þessa hringrás hefur elsta berg jarð- skorpunnar eyðst. Til að greina aldur jarðar þurfa menn að leita fanga út fyrir hana. Ljóst virðist að sólkerfið hefur allt orðið til samtímis, og margir loft- steinar geyma upplýsingar um aldur þess. Árið 1953 mældi bandarískur jarðfræðingur, Claire Patterson, hlut- fall úrans og blýs í leifum loftsteins í Arizona sem féll fyrir 50.000 árum og skildi eftir sig gíg, 1,2 km í þver- mál (3. mynd). Samkvæmt mælingu Pattersons er sólkerfið - og þar með jörðin - 4,55 milljarða ára. ELSTU STEINGERVI NGARN IR Fleira vafðist fyrir Darwin en ungur aldur jarðar. Á hans tímum þekktu menn steingerðar leifar ýmissa plantna og dýra, margar af tegund- um sem nú eru aldauða. Því eldri sem jarðlögin eru, þeim mun fram- andlegri verða þær lífverur sem í þeim hafa varðveist. Eftir gerð steingervinga í jarðlögunum, eink- um af dýrum, var sögu lífs á jörð skipt í þrjú meginskeið eða aldir, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld, og þessi skipting er enn notuð. Old- unum er svo skipt í tímabil. Á 19. öld höfðu menn engin tök á að greina aldur þessara fornu tímabila, en nú er vitað að fornlífsöld hófst fyrir einum 535 milljón árum, mið- lífsöld tók við af henni fyrir um 250 ármilljónum og nýlífsöld tekur yfir síðustu 65 milljón árin. Frá elsta tímabili fornlífsaldar, kambríumtímabilinu, þekktu menn á dögum Darwins fulltrúa lang- flestra fylkinga dýra sem þá höfðu verið skilgreindar. En í eldri jarð- lögum greindust engir steingerv- ingar. Tíminn fyrir fornlífsöld - for- kambríski tíminn - virtist sem sagt lífvana. Um þennan vanda ritar Darwin: Ef kenning mín [um þróun við nátt- úruval] er rétt... hlýtur ... á þessum gífurlega tíma [sem leið fyrir kambríumtímabilið] að hafa verið krökkt af lifandi verum á jörðinni ... Við þeirri spurningu hvers vegna ekki finnast jarðlög, auðug af steingerving- um, frá þessum fyrstu skeiðum, fyrir 63

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.