Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 72

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 72
Náttúrufræðingurinn s Leifur A. Símonarson og Olöf E. Leifsdóttir JÖKULTODDA Á ÍSLANDI Englendingurinn John E. Gray lýsti fyrstur samlokutegundinni Portlandia arctica árið 1824 og nefndi hana Nucula arctica. Hún tilheyrir undirflokkn- um jafntönnungum (Taxodonta) og trönuskeljaætt (Nuculanidae), en Gray taldi tegundina að vísu til hnytluættar (Nuculidae) þegar hann gaf henni nafnið. Árið 1857 gerði Daninn Otto A.L. Morch grein fyrir ættkvíslinni Portlandia og síðan hefur tegundin oftast verið talin til hennar. í eldri ritum hefur hún hins vegar alloft verið talin til ættkvíslarinnar Yoldia, sem annar Dani, Hans P.C. Moller, lýsti upphaflega árið 1842. Á íslensku hefur teg- undin verið nefnd jökultodda, en Guðmundur G. Bárðarson varð líklega fyrstur til að nota það nafn árið 1919. Jökultodda er allbreytileg og lýst hefur verið nokkrum afbrigðum og jafnvel undirtegundum (sjá 1. töflu). Nánar verður fjallað um nokkur þessara afbrigða eða undir- tegunda í þessari grein. Meg- intilgangur hennar er hins vegar sá að rekja sögu jökultoddu á íslandi, en hér hefur hún einungis fundist í jarðlögum. TEGUNDARLÝSING Skelin er með frekar framstætt nef, rétt framan við miðju og bogadreg- inn framenda (1. mynd). Afturend- inn er dreginn út í stutta trjónu og neðan við hana er áberandi bugur inn í afturröndina. Aftari bakrönd er bein og einnig kviðröndin hjá fullvöxnu dýri. Frá nefi og niður á trjónuenda er glöggur kjölur. Skelin er frekar þunn og kúpt, með allgreinilegum vaxtarbeltum. Hýð- ið er þunnt og lítið eitt gljáandi, með hrukkóttar línur sem liggja eins og vaxtarbeltin. Hjörin er jafntennt, með tennur í röðum beggja vegna við nefið, oftast 12-17 framtennur og 9-14 aftur- tennur. Lensulaga tengslagróp er undir nefi á innri brún bakrandar- innar (inntengsli). Alldjúpur mött- ulbugur er á innra borði skeljarinn- ar og einnig för eftir tvo jafnstóra dráttarvöðva. Að minnsta kosti tveimur undirteg- undum (subspecies) og fjórum af- brigðum (varieties) hefur verið lýst hjá jökultoddu (1. tafla). L. Reeve lýsti annarri undirtegundinni árið 1855 og nefndi hana siliqua (Portland- ia arctica siliqua). Hún verður frekar stór og kúpt, með breiða og áberandi trjónu á afturenda. Hýðið er brúnt eða dökkgrænt, með greinilegum fínum gárum mynduðum úr litlum punktum. Hlutföll í skelinni eru þannig að hæð / lengd er á bilinu 0,61-0,67 og breidd / lengd er 0,47-0,53. Dæmigerð jökultodda (Portlandia arctica arctica) er einnig frekar stór, en flatari og með styttri trjónu. Hýðið er frekar þykkt, all- breytilegt á lit allt frá ljósgulu yfir í svart, en brúnrauðir litir eru oft áber- andi. í skelinni er hlutfallið hæð/ lengd 0,57-0,61 og breidd/lengd 0,39-0,45. Hinu er ekki að leyna að fundist hafa eintök sem eru millistig þessara tveggja í formi og hlutföll- um í skel. I Norður-Kanada finnst P. arctica siliqua á afmörkuðum svæð- um í Baffinsflóa, við Labrador og í Foxeflóa vestan við Baffinsland, og Tegundarheiti Species Undirtegund Subspecies Afbrigði Variety Höfundur og ártal Author and year of pubJication Portlandia arctica Jökultodda P. a. arctica J.E. Gray, 1824 P. a. var. portlandica P. a. var. inflata P. a. var. ovata P. a. var. nux L. Reeve, 1855 W. Leche, 1883 N. Mossewitsch, 1928 W.C. Brogger, 1900-1901 P. a. siliqua L. Reeve, 1855 PortJandia aestuariorum Ósatodda N. Mossewitsch, 1928 Upphaflega lýst sem unairtegund jökultoddu 1. tafla. Jökultodda og ósatodda ásamt undirtegundum og afbrigðum sem lýst hefur verið - Portlandia arctica and P. aestuariorum with subspecies and varieties. 72 Náttúrufræðingurinn 71 (1-2), bls. 72-78, 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.