Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 32
Náttúrufræðingurinn 4. mynd. Loftmynd af svæðinu fyrir botni Grafarvogs. Útbreiðslnsvæði hjartapuntsins skástrikað. - Figure 4. An aerial photograph of the bottom land of thc Grafarvogar inlet. The distribution area of Briza media is hatched. (Timm.) Koeler, klófífa, Eriophorum angustifolium Honck, og fergin, Equisetum fluviatile L., uxu aldrei með hjartapuntinum. Það svæði sem hjartapunturinn vex á er í landi jarðanna Keldna og Grafar sem áður töldust til Mos- fellssveitar en eru nú í Reykjavík. Liggur girðing sem skilur jarðirnar að á norðurbakka Grafarlækjar. A meðan hefðbundinn búskapur var á báðum jörðunum var allt land þeirra nýtt til beitar eins og kostur var. I meira en hálfa öld hefur hrossum verið hóflega beitt á land- ið Keldnamegin við girðinguna. Grafarmegin hefur engin beit verið í nokkra áratugi og er gróður þar orðinn mjög vöxtulegur. Smáflög sem einkenna oft jaðarinn eru nær horfin en ekki verður annað séð en hjartapunturinn haldi velli í sam- keppni við annan gróður í sínu gamla kjörlendi. Aldur venslahópsins Hjartapunturinn hefur greinilega vaxið lengi þarna fyrir botni Graf- arvogs þó að honum hafi ekki ver- ið veitt athygli fyrr en nýlega. Vaxt- arstaðurinn er votlendur og að hluta innan girðingar Tilrauna- stöðvar Háskóla íslands í meina- fræði svo að almenningur á ógjarn- an leið þar um. Punturinn er áberandi um blómgunartímann, en ekki er auðvelt að koma auga á plönturnar fyrr en stráin eru skrið- in um miðjan júlí. Eftir að fræ er tekið að falla í september ber minna á puntinum og þá er hann fljótt á litið ekki ósvipaður punti á vallar- sveifgrasi. Það er því ekki nema um rúmlega tveggja mánaða skeið sem hjartapunturinn vekur athygli, og á árum áður, þegar beitarálag var mun meira, er ólíklegt að borið hafi mikið á honum. I skýrslu Náttúrufræðistofnun- ar Islands, Náttúrufar með Sund- um í Reykjavík, (Kristbjörn Egils- son o.fl. 1999), er þess getið að hjartapuntur vaxi við Grafarlæk- inn og er hann þar talinn slæðing- ur, þ.e.a.s. planta sem hefur slæðst út frá ræktun. Líklega er sú stað- hæfing byggð á því að hjartapunts hafði til þess tíma ekki verið getið í íslenskum flórum. Hjartapuntur er ekki kunnur að því að hafa til- hneigingu til að berast út frá rækt- un. Þótt þess séu dæmi frá N-Am- eríku eru þau sárafá og hann virðist ekki hafa borist út í náttúr- leg gróðursamfélög (Hitchcock 1950). Plöntur sem berast út frá ræktun eða spretta upp af fræi, sem á einhvern hátt hefur dreifst af mannavöldum, setjast oftast að í röskuðu landi eða þar sem gróð- urfar er ekki í jafnvægi. Við Graf- arvog vex hjartapunturinn ein- göngu í gróðurlendi sem virðist ekki hafa breyst öldum saman, en ekki ein einasta planta fannst í því fjölbreytta raskaða landi sem er þar í nágrenninu, svo sem í veg- köntum, túnum, skurðbökkum og framræsluskurðum. Ekki er vitað til þess að hjarta- puntur hafi nokkurn tíma verið ræktaður þarna í grenndinni. Þá hefur fræ hjartapunts aldrei verið notað í grasfræsblöndur, svo vitað sé, enda er hann bæði uppskerulít- ill og gerir sérhæfðar kröfur til jarð- vegsraka og sýrustigs. Enda finnast engar hjartapuntsplöntur í gömlu túnunum þarna í nágrenninu þar 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.