Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 44
Náttúrufræðingurinn kvæmd en aðrar mælingar og henta vel sem fyrstu mælingar yfir sjó eða landi. Ef kortleggja á bergsegulsvið ákveðins svæðis er heppilegast að mæla heildarsegulsviðið úr flugvél úr nokkurri hæð. Þar er jarðsegul- sviðið reyndar langstærsti mæliþátt- urinn, en það má reikna og draga frá þannig að eftir situr bergsegulsviðið - ásamt minni háttar truflunum sem rafstraumar í háloftunum og mæli- farartækið sjálft valda. Margir segulsviðsmælar, þar á meðal sá sem notaður er í flugsegul- mælingum Raunvísindastofnunar, mæla eingöngu styrk segulsviðsins (lengd segulvektorsins) en ekki stefnu þess. Er það mun einfaldara og vel réttlætanlegt á þeim svæðum þar sem jarðsegulsviðið stefnir nær lóðrétt. Segulfrávik (S) er skilgreint á 3. mynd en í orðum er það því sem næst lóðrétti þáttur bergsegulsviðsins. Mælingaryfir REYKJAVÍ K — AÐDRAGAN DI Haustið 1993 tók Raunvísindastofn- un Háskólans að sér að mæla segul- sviðið yfir vinnslusvæði Hitaveitu Reykjavíkur vestan Hengils. Þær mælingar skyldu vera almennt inn- legg í þekkingu á jarðfræði svæðis- ins. Þetta voru þó ekki fyrstu segul- mælingar yfir og í grennd við Reykjavík: Árið 1959 kostaði Hitaveita Reykja- víkur segulmælingar kana-dísks flugbáts á þéttum línum (500 m) í 150 m hæð yfir jörðu á 14x24 km2 svæði yfir og austur af Reykjavík. A kortum, sem ekki hafa verið gefin út opinberlega (Walcott 1963), má sjá brött segulfrávik nálægt Laugar- nesi og í Sundunum sem hafa verið tengd megineldstöð þar (Haukur Jóhannesson 1985) eða misgengi (Guðmundur Omar Friðleifsson 1990). Mælingar Kanadamanna frá 1959 eru nægjanlega þéttar til jarð- fræðilegrar túlkunar á því svæði sem þær ná yfir, en þeim fylgdu engar upplýsingar um nákvæmni staðsetninga né heldur hvaða leið- réttingar hafa verið gerðar á þeim. 3. mynd. (a) í venjulegri mæliflughæð er jarðsegulsviðið ( J ) mun stærri vektor en bergsegulsviðið ( B). Miðað við lengdina á B þyrftu ]-vektorarnir reyndar að vera fimmfalt lefígril (b) Það sem segulmælir Raunvísindastofnunar nemur og skráir er lengd vektorsins M , sem er summa J og B ; frá því er dregin lengdin á jarðsviðsvektornum svo eftir situr stærðin S sem við skilgreinum sem segulfrávik. Auk J og B inniheldur mæligildið minni háttar segultruflanir. - (a) At normal flight altitude the geomagnetism vector (J) is niuch larger than the rock magnetism vector (J ). Actually, the J vectors should be 5 times longer than shown! (b) The proton precession magnetometer reads the length of M (i.e. I M I). The residual magnetic field is defined as: I J I - I J I. As the inclination is very high in Iceland this can be expressed as: the vertical component of the rock magnetic field. Mælisvæðið sjálft lendir þar að auki á skjön við sumar þær jarðmyndan- ir sem áhugi var á að skoða. Haustið 1975 mældi Þorbjörn Sigurgeirsson segulsviðið úr 400 m hæð á allstóru svæði (25x30 km2) yfir og umhverfis Reykjavík eftir línum með 600 m millibili. Úr- vinnslu var aldrei lokið. Segulsviðið yfir Reykjavík var einnig mælt úr 900 m hæð eftir flug- línum á 3-4 km bili 1968 og síðar 1985-1986 og var það hluti af skipu- legum segulmælingum yfir Islandi og landgrunninu (Leó Kristjánsson 1987, Leó Kristjánsson o.fl. 1989). Mælingarnar voru svo gisnar að lit- ið er á þær sem yfirlitsmælingar frekar en að þær gefi heildstæða mynd af segulsviðinu. Þær nýttust hins vegar vel til að ákvarða út- mörk þess svæðis sem nú var mælt. Ýmsir aðilar hafa mælt segul- sviðið eftir línum af jörðu niðri, en þótt þær mælingar sýni vel berg- myndanir rétt við yfirborð eru þær ekki heppilegar til kortlagningar svæða. Mælitæki og MÆLINGAR Farartæki Cessna Skymaster II, TF-BMX í eigu flugmannsins Úlfars Henningsson- ar, er tveggja hreyfla, í bak og fyrir á vélinni, og með tvö stél, sitt hvorum megin við búk vélarinnar. Ákvörðun staðsetninga GPS-búnaður með leiðréttingu (DGPS) var fenginn að láni frá Kerfis- verkfræðistofu Verkfræðistofnunar Háskólans. Reynsla manna þar sýn- ir að 95% mælinga með þessu tæki í kyrrstöðu lenda innan við 5 m frá staðsetningu loftnets (Sæmundur Þorsteinsson 1992). Segulmælir Geometrics G856AX, róteindamælir sem nemur og skráir styrk sviðsins með ákveðnu millibili. Skynjari mælisins er festur aftan við vinstra stél flugvélarinnar í grind úr áli og 44 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.