Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 30
Náttúrufræðingurinn Jóhann Pálsson HjARTAPUNTUR Briza media L. (Poaceae) NÝ TEGUND í FLÓRU ÍSLANDS Síðari hluta ágústmánaðar sumarið 2000 varð mér gengið upp með Grafar- læknum í Reykjavík, nokkuð ofan við þann stað þar sem hann rennur út í Grafarvoginn. Veitti ég því þá athygli að allmikið óx þarna af grastegund sem ég hafði ekki séð áður hér á landi. Þetta var tegundin Briza media L., sem nefnd hefur verið hjartapuntur á íslensku1. Hjartapunts var fyrst getið upp með Grafarlæk árið 1997 (Kristbjörn Egilsson o.fl. 1997) en þar er hann talin vera slæðingur á þessum stað. Eg tel hins vegar augsýnilega um að ræða áður óþekkta tegund í flóru Islands og hef ég því athugað betur nánasta urn- hverfi hennar, útbreiðslu og kjörlendi. Ættkvíslin Briza L. skiptist í um það bil þrjátíu tegund- ir (Gould og Shaw 1983). Fjórar þeirra eiga heimkynni sín í Evrópu (Tutin 1980), ein í Mexíkó og Mið-Ameríku en allar hinar í Suður-Ameríku. Þrjár evrópsku tegundanna eru einærar og vaxa þær um sunnanverða álfuna allt norður og vestur til Englands. Ein þeirra, Briza maxima L., sem er með sérstaklega stór og skrautleg smá- öx, er oft ræktuð í görðum, m.a. hér á landi, og þurrkuð stráin notuð til skreytinga. Sjálfur hjartapunturinn, Briza media, er hinsvegar fjölær. Vex hann nánast um alla álfuna að und- anskildum eyjum eins og Baleareyj- um, Asoreyjum, Færeyjum og Sval- barða (Tutin 1980, Hultén og Fries 1986) og nær útbreiðsla hans allt austur til Kákasus og fjalla í norð- austanverðu Tyrklandi (Tsvelev 1983). í Bandaríkjum Norður-Am- eríku er hann sjaldgæfur slæðingur í graslendi og á óræktar- svæðum (Hitchcock 1950). UMHVERFI OG ÚTBREIÐSLA Vaxtarstaður hjartapunts- ins er fyrir botni Grafarvogs, á um 160 metra löngu belti upp með Grafarlæk og á rúm- lega 110 metra belti upp með litl- um mýrarlæk sem nefndur hefur verið Alalækur. Kemur hann undan vesturenda Keldnaholts og úr Kot- mýri og rennur út í Grafarlækinn nokkuð ofan við ósa hans (2. mynd). Hjartapunturinn vex nær ein- göngu norðan Grafarlækjar en sunnan lækjarins ganga brattar brekkur og háir rofbakkar niður að læknum að undanskildum tveimur smáflatlendisblettum, en á þeim fundust nokkrar plöntur af hjarta- punti (3. mynd). Norðan Grafarlækj- ar og austan Alalækjar var land ræst 1. mynd. Hjartapuntur Briza media L. (2L). a = smáax (4/i). Teikning: Miranda Badtker (Nordhagen 1970). - Figure 1. Common Quaking-grass Briza media L. (2/s). a = spikelet (4/i). Drawing: Miranda Bodtker (Nordhagen 1970). 1 Nafnið hjartapuntur kemur fyrst fyrir í riti Ingólfs Davíðssonar og Ingimars Óskarssonar, Garöagróður (Ingólfur Davíðsson og Ingimar Óskarsson 1950), sem nafn á ættkvíslinni Briza. I því riti gefa þeir tveimur einærum tegundum ættkvíslarinnar, sem ræktaðar eru í görðum, nöfnin hjartaax (B. maxima L.) og sumarax (B. minor L.). Ingimar Óskarsson notar síðar nafnið hjartapuntur á tegundina B. media í bókinni „Villiblóm í litum" (Ingimar Óskarsson og Henn- ing Anthon 1963). Fer vel á því að bæði ættkvíslin og eina villta tegundin á ís- landi beri nafnið hjartapuntur, enda dæmi þess hér á landi að ættkvísl beri sama nafn og þekktasta tegund hennar, sbr. nöfnin hrafnaklukka og maríu- vöndur. 30 Náttúrufræðingurinn 71 (1-2), bls. 30-33, 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.