Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 15
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Jón Geir Pétursson og Kristín Lóa Ólafsdóttir í HEIMSÓKN HJÁ FJALLAGÓRILLUM Ferðasaga frá Mið-Afríku Við ókum eftir hlykkjóttum vegunum gegnum fjalllendi SV-Uganda með stefnuna á landamæri Austur-Kongó (hét þá Zaire). Þetta er afar þéttbýlt svæði þar sem landið er þaulræktað hátt upp hlíðarnar. Frjósamur eldfjalla- jarðvegur og jöfn úrkoma gerir það að verkum að ræktunarskilyrðin eru hagstæð og með því að byggja stalla í hlíðarnar geta bændurnir ræktað snar- bratt landið. Síðasti viðkomustaður í Uganda var landamærabærinn Kisoro og eftir nokkurt stapp við landamæraverðina fengum við að halda inn í Austur-Kongó. Ferðinni var heitið upp í fjöllin í Virunga-þjóðgarðinum til að leita að fjallagórillum sem þar halda til í skógunum. Nánustu ættingjar okkar manna í dýraríkinu eru mannapar (Pongidae) sem telja fjórar tegundir. Þær eru órangútan (Pongo pygmaeus) sem lif- ir í SA-Asíu, tvær tegundir simpansa (Pan troglodytes og P. paniscus) og górillur (Gorilla gorilla) sem eiga heimkynni í Afríku. Górillustofninn er talinn vera um 120-140 þúsund dýr. Honum er skipt í þrjár undirtegundir, sem eru fjallagórillur (G. g. beringei) og tveir hópar sléttugórilla (lowland gorilla), annars vegar austurafbrigði, svarta górilla (G. g. graueri) og hins vegar vesturafbrigði, ljósa górillu (G. g. gorilla). Stofnar undirtegundanna eru hins vegar afar misstórir. Stofn fjallagórilla er langminnstur og telj- ast þær í bráðri útrýmingarhættu, en fjöldi þeirra er nú einungis um 600 dýr. Þær lifa á takmörkuðum svæð- um í fjalllendunum Virunga og Bwindi, í 2500-3700 m hæð, á landa- mærum Úganda, Rúanda og Aust- ur-Kongó. Alíka stórir hópar lifa í Virunga og Bwindi, eða um 300 dýr á hvorum stað. Sumir vísindamenn hafa reyndar haldið því fram að stofninn í Bwindi tilheyri frekar svörtu górillu í (G. g. graueri) eða eigi jafnvel að teljast sérstök undirteg- und. Stofnar sléttugórillu eru hins veg- ar mun stærri en fjallagórillu. Stærð vestari stofnsins (ljósu górillu) er tal- in vera nærri 100.000 dýr í regnskóg- um nokkurra landa í Mið- og Vestur- Afríku, aðallega þó Vestur-Kongó, Austur-Kongó, Gabon, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldinu og Miðbaugs- Gíneu. Austari stofninn (svarta gór- illa) er mun minni og greinist frá hinum af þéttu frumskógaþykkni Kongólægðarinnar og Kongófljót- inu. Telst hann vera um 10.000 dýr, sem lifa í austurhluta Austur-Kongó. Rétt er þó að taka fram að tölur um stofnstærð sléttugórilla eru nokkuð á reiki. ÓTRYGG TILVERA Löndin þar sem fjallagórillurnar lifa, Úganda, Rúanda og Austur- Kongó, hafa verið reglulega í frétt- um undanfarin ár og yfirleitt ekki af góðu. íbúar þessara landa búa flest- ir við mikla fátækt, auk þess sem þar hefur ríkt mikill pólitískur óstöðugleiki og styrjaldir. Astandið í Úganda fer reyndar batnandi eftir áratuga borgarastyrjöld og harð- stjórn einræðisherranna Idi Amin, Milton Obote og Tito Okello. í Rú- anda ríkir upplausn eftir einhver hrikalegustu fjölda-morð mann- kynssögunnar fyrir nokkrum árum og Austur-Kongó er á barmi borg- arastyrjaldar og stjórnleysis. Einnig er þetta afar þéttbýlt svæði, fólks- fjölgun ör og hlíðar fjallanna frjósamt og eftirsótt ræktunarland. Mjög mikið hefur því verið gengið á skógana í fjöllunum. Skógarnir eru búsvæði fjallagórillanna og er eyð- ing þeirra ein alvarlegasta ógnunin við tilveru þeirra. í ofanálag eru eld- gos einnig tíð í Virunga-fjöllunum; nú síðast varð gos í fjallinu Nyira- gongo sem lagði borgina Goma nán- ast í rúst. Því er tilvera fjallagórill- anna ótrygg og í raun spurning hvort þær geti átt nokkra framtíð fyrir sér. Það sem orðið hefur górillunum til bjargar, að minnsta kosti tíma- bundið, er sú ferðamennska sem byggst hefur upp í kringum þær. Það er að mörgu leyti kaldhæðnis- legt, en margir fullyrða að án ferða- mannanna væri líklega búið að út- rýma fjallagórillunum fyrir löngu. Þetta snýst um einfalda hagfræði - vegna þess að górillurnar eru verð- mætari lifandi en dauðar er nú lagt kapp á að vernda þær. Sökum þeirr- ar athygli sem górillunum er sýnd hafa þær orðið einskonar þjóðarstolt í viðkomandi löndum. Sem dæmi má nefna að myndir af þeim prýða peningaseðla og eins urðum við vör við að hótel, skólar og fótboltalið væru nefnd eftir þekktustu gór- illukörlunum. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.