Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 26
Náttúrufræðingurinn kálfs innan í - vitnar Jón í Sturmius (1676-1685) um að alllíklegt sé um flugur og orma innan í rafi að kvik- indin hafi sest í slíka materíu fyrr en hún harðnaði, en að kálfsmynd- in verði ekki skýrð með því móti. I 7. kafla lýsir Jón efasemdum um sitthvað sem haldið er fram um nátt- úrur steina, en telur annað senni- legra. „Til dæmis, ósatt er, að nokkur steinn sé í arnarhreiðri, eður í maríöltu höfði eður kviði, ei heldur lásahnútur í hennar hreiðri. A slík- um og fleiri þess háttar hlutum er ei að henda neinar reiður nema menn sjái og reyni sjálfir." Hins vegar trúir hann því að steinar geti vaxið fram úr kletti smám saman - það kalli menn Bergfæðinga - en almennt grjót vaxi hins vegar ekki þannig. Hér er Jón að tala um efni, eins og kísil- eða kalkhrúður sem fellur út úr vatnslausn. Þá telur hann eðlilegt að útlenskir steinar og skeljar séu litfeg- urri en íslenskir vegna þess að sólin kunni betur að verka með sínum hita í suðrænum löndum en á norður- slóðum. Allt er þetta skynsamlegt hjá honum. 8. kafli fjallar um mineralia, „það er, þeirra málmanna vökva sem úr jörðu eru uppgrafnir". Jón segir: „Mineralia falla fáir á íslandi. Helst er það saltpétur, brennisteinn, stein- kol, victril, hvera-alún, hverakalk, hveralímleir og hveralitleir. En þó salt heyri til sjóvar, og surtarbrandur til viðar, get ég þó hveru tveggja hér, því saltið er þornaður sjóar vökvi, en surtarbrandur er uppgrafinn hlutur úr jörðu, trékyns." Síðan lýsir hann þessum efnum stuttlega hverju um sig en telur loks upp framandi mineralia sem til Is- lands færast: Rafur, kvikasilfur, alún, sínaber, eirgrænka, cadmia, arsenik eður rottukruð, tin, berggula, blyant, krít, rauða, blýhvíta, bórax. Lokakaflinn, Um málmana, de metallis, hefst þannig: „Um þá [málmana] er ei heldur margt að segja. Ég hygg það mála sannast sem sagt er að Herra Þorkell Arngríms- son hafi svarað Christiano Quinto kóngi þá hann sendi hann sem chymicum til Islands að rannsaka um málma, að þar væri að sönnu allra handa málmar en svo lítið að það væri ei ómaksins vert." Þorkell þessi sýndi sig þarna vera skynugri en margir síðari tíma menn, því hug- myndir um gullnám, títannám, kop- arnám o.fl. koma reglulega upp hjá þingmönnum vorum og öðrum, með tilheyrandi upphlaupum og rannsóknaferðum. Jón Olafsson nefnir hins vegar járnvinnslu, með vísan til Egils sögu Skallagrímsson- ar, en segir meinið vera hve litlir skógarnir séu og langt frá. Þá segir hann menn halda að við laugar og hveri mætti fá marga góða málma, kannski gull og silfur, ef menn vissu chymice að útlokka þá úr grjóti og sandi. Loks segir hann frá gylltum og málmlitum steinum sem víða finnist en Danskir kalli svovelkís og segi það verði að reyk þá eldur kem- ur, og sé enginn málmur í - og er allt þetta orð að sönnu. „Sökum þeirrar málmaeklu í landinu," segir Jón, „eru þeir al- mennu málmar tilfluttir íslenskum af framandi sem eru: gull, silfur, járn, stál, kopar, messing, eir, tin, blý, svo vel som pjátur og printzmetall." Jón Olafsson hefur vitneskju sína einkum úr þremur áttum, frá eigin athugunum og reynslu, frá sann- fróðum löndum sínum, og úr riturn lærðra manna. Sýnilega hefur hann velt ýmsu fyrir sér og virðist raunar ekki vera sérlega hjátrúarfullur - lít- ur á sig nánast sem skrásetjara hind- urvitna, þegar um slíkt er að ræða, en reynir að leita náttúrlegra skýr- inga á fyrirbærum sem virðast vera yfirnáttúrleg. SUMMARY On Stones, Minerals, and Metals Jón Ólafsson (1705-1779), son of a coun- try parson in northwest Iceland, is best known nowadays as the model for an eccentric and superstitious scribe in Halldor Laxness' novel Islandsklukkan (The Bell of Iceland). Jon spent almost all his adult life in Copenhagen copying old Icelandic manuscripts and writing learned treatises about various subjects. Only a small fraction of his prodigious writings was published during his life- time, but today a society, The Friends of Jón from Grunnavík, aims to resurrect his reputation and publish his works. These include a 16-page manuscript "On stones, minerals, and metals", written in 1737, which is the subject of this article. In it the author (Jon Olafs- son) attempts to describe and classify the Mineral Kingdom of Iceland accor- ding to the Aristotelian manner, divi- ding stones first into "ordinary" and "extraordinary" stones; the former then into nature-made and man-made sto- nes, and the latter into precious stones, and stones having a mysterious nature such as medicinal powers or the ability to make a person invisible. He then goes on to describe these different class- es of stones in some detail, based on his own observations (for the ordinary sto- nes), hearsay, and the works of interna- tional scolars. Notably, Jon omits in his work the two types of minerals that Iceland is best known for, Iceland spar and zeolites. The former was already well known to scientists (including Newton) and mineral collectors in Europe at the time when Jon Olafsson wrote his treatise, the King of Denmark having expressly sent a lapidarian to Iceland a century earlier to mine the crystals. Jon's work does, however, contain the first known description of the calcite-filled shells from Tjörnes, north Iceland, which have found their way to many mineralogical museums. Zeolites in Iceland were "discovered" and described shortly afterwards (Egg- ert Olafsson 1772). Jon Olafsson, despite living in a superstitious age and being educated mostly in the Classics and old Nordic literature, was not entirely untouched by the spirit of the renaissance science revo- lution. In his treatise On stones, miner- als, and metals he frequently expresses scepticism regarding some outrageous tales of mineral powers or natures, and sometimes suggests more rational ex- planations. He also wrote about the fish species of Iceland, the birds, and the vegetation - of these the latter two are lost. These writings, and in fact much of his work, he may have envisaged as ma- terial for a future encyclopedia which would be continued and completed by unborn generations. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.