Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. mynd. Veiðivefur sortulóar í túnsverði sem kom í Ijós eftir slátt á túni á Möðruvöll- um 1997. - Prey-catching web of Erigone atra emerging after mowing of a hayfield at Möðruvellir 1997. Ljóstn. Þóroddur Sveinsson. liggur sem teppi eða voð yfir jarð- vegsyfirborðinu og því er þessi köngulóaætt nefnd voðköngulær (2. mynd). Veiðivefur einstaklings hefur mælst um 5,4 cm2, en sortulóin veið- ir einnig dýr utan vefsins (Ald- erweireldt 1994). Hún þarf að minnsta kosti 10°C meðalhita í nokkurn tíma til fjölgunar (De Keer og Maelfait 1988a), en það hitastig næst oft hérlendis er sól skín á jarð- veg og gróður. í Bretlandi og Belgíu eru tvær kynslóðir, sú fyrri að vori og sú síðari að hausti og flestir ein- staklingar veiðast því vor og haust. Sortulóin lifir veturinn, aðallega sem egg en einnig sem fullvaxið kvendýr (De Keer og Maelfait 1988b), og mökun fyrstu kynslóðar fer fram í lok vetrar eða um vorið. Seinni kyn- slóðin makast svo að haustinu og verpir eggjum annaðhvort fyrir vet- ur eða fyrir vor. Kerlurnar halda sig við veiðivefinn en karlamir flækjast um í makaleit og em miklu hreyfan- legri en kerlurnar og veiðast því fremur í fallgildrur. Á mökunartím- anum eru karlarnir virkastir um miðjan dag, en þá veiðast nær engar kerlur því þær bíða biðilsins í vefn- um (De Keer og Maelfait 1988b). Vænglaus vespa (Gelis festinans) lifir sem sníkill á eggjum sortulóar (Baar- len o.fl. 1996), en þessi vesputegund hefur ekki fundist hérlendis. Rann- sóknir á verkun varnarefna (skor- dýraeiturs) á sortuló sýna að karl- arnir em viðkvæmari en kerlurnar, enda em þeir bæði smærri og meira á ferðinni og komast því í snertingu við meira af efninu (Dinter og Phoel- ing 1995). Minna er vitað um fæðuval lítilla voðköngulóa en stærri tegundanna, en mest munu þær nærast á mordýr- um og blaðlúsum og er vöxtur og frjósemi betri við blandaða fæðu en einhæfa. Rannsókn á fæðu sortulóar sýndi að hún nærðist mest á eftirfar- andi dýrahópum (Alderweireldt 1994) : 39% blaðlýs (Aphididae), 39% stafmor (Isotomidae), 10% svarðmý (Sciaridae), 5% knattmor (Sminthuri- dae), 5% Cloropidae-flugur og 2% tít- ur (Cicadellidae og Delphacidae). Ger- flugur (Drosophila spp.) eru betri fæða fyrir sortulóna en blaðlýs (Toft 1995) . I samanburðartilraun valdi sortulóin frekar stafmor (Isotomidae) en kengmor (Entomobryidae) og vildi fremur stór mordýr en smá (Ald- erweireldt 1994), og af tveimur staf- morstegundum þreifst hún betur á Isotoma anglicana en Folsomia fimet- aria. Báðar þessar síðastnefndu teg- undir em algengar í kornökmm og er F. fimetaria mest í jarðveginum en 1. anglicana á jarðvegsyfirborðinu. Geta menn sér þess til að F. fimetaria hafi komið sér upp efnavörnum gegn áti en I. anglicana, sem hefur sterklegan stökkgaffal, hafi ekki sömu þörf fyrir slíkar efnavarnir (Marcussen o.fl. 1999). I langtímatilraununum í Rotham- sted á Englandi var sortulóin næst- algengasta köngulóartegundin og var hún algengust þar sem uppskera var mikil, gróðursamfélagið einhæft, sýmstig lágt og jarðvegur fosfór- og kolefnisríkur. Þar fjölgaði einungis einni annarri tegund hryggleysingja með aukinni tegundafæð gróðurs, og var það stafmorið Isotoma viridis (Edwards o.fl. 1975). Rannsóknir í Skotlandi, þar sem bornar vom sam- an tvær Erigone-tegundir í ræktar- landi, sýndu að sortulónni fjölgaði eftir því sem ræktunaráhrifin vom meiri. Líkt og í Rothamsted fjölgaði henni hlutfallslega þegar gróður- samfélagið varð einhæfara, gróður hávaxnari og gisnari og jarðvegur fosfórríkari og þurrari. Ofugt við rannsóknina í Rothamsted virtist sortulóin í skosku rannsókninni kunna betur við sig við hátt sýmstig (Downie o.fl. 2000). köngulær í ÍSLENSKUM TÚNUM Ein aðferð til söfnunar á smádýmm sem ferðast um jarðvegsyfirborðið er að nota svonefndar fallgildmr (pitfall traps), sem em lítil glös með vökva í botninum, grafin niður þannig að efri brún þeirra nemur við yfirborð jarðvegsins (Erlendur Jónsson og Erling Ólafsson 1989, Bjarni E. Guðleifsson 1998b). Hlaupadýr detta niður í glösin sem eru svo tæmd með hæfilegu milli- bili og dýrin geymd til greiningar. Þetta er afar einföld aðferð sem gef- ur til kynna hvaða dýr eru mest á ferðinni. Aðferðin nær ekki til dýra sem lifa eingöngu í moldinni, hún gefur lélega mynd af tíðni dýra sem fljúga um, og minna veiðist af þeim dýrum sem eru hægfara eða lítið á ferðinni, og aðferðin sýnir ekki fjölda dýra á flatareiningu (Adis 1979). Engu að síður er þessi ein- falda aðferð mikið notuð til að fá gagnlegar upplýsingar um virkni og stofnstærð dýra í mismunandi 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.