Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 54
Náttúrufræðingurinn frá einum bát á einum sólarhring á Faxaflóa. Einn bátur fékk 500 svart- fugla eftir nóttina á Breiðafirði í maí 1985. Vorið 1985 drápust 1000-2000 fuglar, mest langvía Uria aalge, í einni gráslepputrossu undir Rauða- núpi. A einum sólarhring árið 1990 drápust um 10 þúsund svartfuglar í þorskanetum Grímseyinga og allt að þrjár langvíur komu í einu á hand- færin við Grímsey í desember 1976. Og í apríl 2001 fyllti einn bátur 16 fiskkör af svartfuglum sem komu í net á Faxaflóa í eitt og sama skipti. Eitt fiskkar rúmar um 500 fugla svo alls hafa drepist um 8000 fuglar í net- um eins báts þetta skiptið. Aðumefnd dæmi em sláandi en einnig ljóst að undantekning er fremur en regla að hundmð eða þús- undir fugla drepist á einum og sama tíma. Hins vegar er ekki talið óal- gengt að 20-40 fuglar fáist í róðri þegar fuglar ánetjast á annað borð (Fiskifréttir 24. 5. 2002). Kunnugt er að sjófugladauði er mjög breytilegur eftir tegund veiðarfæra, árstíma og fuglategundum (Ævar Petersen 1998a). Raunveruleg áhrif fugla- dauða í veiðarfæmm á viðkomandi stofna hafa aldrei verið metin. Fjöldi fugla sem drepast segir ekki endi- lega alla söguna, þótt hættan á nei- kvæðum áhrifum á stofna aukist eft- ir því sem fleiri fuglar drepast. Jafnvel þótt í ljós kæmi að dauðs- föll í veiðarfæmm hefðu óvemleg áhrif á fuglastofna væri engu að síð- ur um fugla- og dýraverndarmál að ræða, enda má segja að fuglarnir drepist á fremur ómannúðlegan hátt og mestmegnis að óþörfu. Af þeim ástæðum einum er nauðsynlegt að leita leiða til að draga úr slíkum dauðsföllum. Kannski er það hægt með tiltölulega einföldum, ódýmm breytingum á fiskibátum ef vilji er fyrir hendi. Að auki er hér um hags- munamál sjómanna að ræða. Dauðir fuglar geta eyðilagt veiðarfæri og dregið úr afla. Stundum er dýrmæt- um tíma eytt í að stugga fuglum frá veiðarfæmm eða losa dauða fugla úr þeim. Stundum em fuglar drepnir með skotvopnum, t.d. til að koma í veg fyrir að þeir nái beitu af línu eða halda þeim frá fiskeldiskvíum. Þau veiðarfæri sem helst virðast eiga í hlut em þorskanet, grásleppunet og lína. Fuglar hafa einnig drepist í laxa- og silunganetum, netleiðumm við laxagildmr, síldarnótum, kola- netum og trolli, sem og komið í skel- plóg eða önglast á færi. Líklega drepast langflestir fuglar í þorska- netum, eins og áðurnefnd dæmi benda til. Þó er nokkuð ljóst að mis- jafnt er eftir veiðarfærum hvaða fuglategundir þau drepa. Þorskanet- in drepa mestmegnis svartfugla, einkum langvíur, grásleppunet teist- ur og æðarfugla en lína fýla Fulmar- us glacialis. Árið 1997 var reynt að meta hve margir fuglar drepast á ári hverju í veiðarfæmm. Giskað var á að allt að 70 þúsund langvíur og stuttnefjur Uria lomvia (fyrri tegundin í yfir- gnæfandi meirihluta) drepist ár hvert í netum landsmanna (Guð- mundur A. Guðmundsson, Ævar Petersen og Arnþór Garðarsson 1997). Þá hefur verið áætlað að þús- undir ef ekki tugþúsundir fýla drep- ist árlega við línuveiðar Islendinga (Dunn og Steel 2001). Eins og þessar tölur benda til em dauðsföllin meiri en svo að unnt sé að láta sem ekkert sé og getur fugladauði af þessum ástæðum hæglega verið meiri. Dauðsföll teistna í NETUM Lengi hefur verið þekkt að teista er í hvað mestri hættu á að lenda í grá- sleppunetum (Ævar Petersen 1998 b). Sumarið 1977 vom áhrif grá- sleppuneta á varpstofn teistu í Flatey á Breiðafirði metin á veiðitímanum, sem stóð frá maí og fram eftir júlí (Ævar Petersen 1981). Fjöldinn allur af fullorðnum teistum drapst í net- unum þetta sumar, en niðurstaða rannsóknanna var sú að dauðsföll í netum námu 10% af árlegum dauðs- föllum í teistustofninum. Áhrif neta á teistustofninn vom talin lítil, eða aðeins um helmingur af meðal- dauðsföllum hvers mánaðar ársins. Enda kom í ljós að árleg dauðsföll meðal fullorðinna teistna breyttust lítið sem ekkert á tímabilinu 1975- 1995 þótt grásleppuveiðar margföld- uðust á svæðinu (Frederiksen og Ævar Petersen 1999). Varpstofn teistu í Flatey fór engu að síður ört minnkandi um árabil og þess vegna hljóta aðrir þættir en dauðsföll varpteistna hafa verið að verki (Ævar Petersen 2001). Grásleppunet geta haft áhrif á teistustofninn á annan hátt en að drepa fullorðnu fuglana. Ef varp- teista drepst getur eftirlifandi maki ekki ungað út eggjum né alið einn önn fyrir ungum í hreiðri og því mis- ferst varp það árið. Einnig drepast margar ungar, ókynþroska teistur (2-4 ára) í grásleppunetum. Nú er ein af ástæðunum fyrir minnkandi varpstofni álitin sú að grásleppunet hafi áhrif á lífslíkur ungra teistna og endurnýjun í varpinu verður því ekki sem skyldi. Seinni tíma rann- sóknir hafa rennt stoðum undir þá niðurstöðu, þótt enn frekari rann- sókna sé þörf (Ævar Petersen í undirbúningi). DAUÐSFÖLL ÆÐARFUGLA í NETUM Árið 1982 var kannað hve mikið af æðarfuglum og öðmm tegundum dmkknaði í grásleppunetum á ver- tíðinni, sem stóð frá febrúar fram í júlí. Stuðst var við skýrslur um auka- afla, en þær vom leiðréttar með sam- anburði við gögn frá aðilum þar sem aukaafli var þekktur (Ævar Petersen og Jón Guðmundsson, í handriti). Niðurstaðan var sú að um 400 æð- arfuglar vom taldir hafa drepist í grásleppunetum á vertíðinni 1982, eða um 0,06% af heildarstofni æðar- fugla við ísland (Asbirk o.fl. 1997, Ævar Petersen og Jón Guðmunds- son, í handriti). Niðurstaðan var ekki talin gefa tilefni til aðgerða til varnar íslenska æðarstofninum. Engu að síður er full ástæða til að draga úr dánartíðni í netum eins og kostur er. Dauðsföll æðarfugla voru rann- sökuð að nýju fimm árum síðar (á Breiðafirði 1987) og níu árum síðar (á Húnaflóa 1991) með nokkuð öðr- um aðferðum (Vilhjálmur Þor- steinsson og Guðrún Marteinsdótt- ir 1992). Niðurstöður gáfu lítið eitt hærri tölur en fyrsta könnunin, þ.e. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.