Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 51
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hdrbrúða nefnist holtsóley stðsumars þegar blómgun er lokið og aldinið hefur þroskast. Smáaldinin eru með langri hærðri trjónu eða svifhala. Meðan aldinin eru að þroskast eru svifhalarnir snúnir saman en breiðast út rétt fyrir aldinvarpið. Ljósmynd Hörður Kristinsson. Linnaea borealis, og gáfu henni fræði- nafn eftir frægasta grasafræðingi sín- um. Annars eiga Svíar 25 mismun- andi héraðsblóm. A svipaðan hátt hafa verið valdar einkennisplöntur fyrir einstök ríki í Bandaríkjunum. í Asíu eru ýmsar tegundir af lótus- blómum í hávegum hafðar og marg- ar þjóðir Suður-Ameríku, Afríku og Kyrrahafseyja eiga sér þjóðarblóm og nota þau sem einkenni og sem merki á söluvaming sinn. Hvað okkur Islendinga varðar virðumst við ekki eiga neina sér- staka einkennisplöntu og ekki hef ég í fljótu bragði komið auga á að ein planta sé öðmm fremri í þeim efnum eða hafi öðlast neinn sérstakan þjóð- arframa. Og varla er nokkur ein teg- und sérstæð fyrir Island. Samt hafa fáeinar tegundir plantna verið kenndar við landið. Fræðiheitið is- landica hefur t.d. naflagrasið, Koenigia islandica, hlotið, en sú planta þykir mér lítið ásjáleg og er varla mikið hægt af henni að státa í skjald- armerki. Þá kenna erlendar þjóðir fléttuna fjallagrös, Cetraria islandica, við Island, svo sem fræðiheitið og nöfnin „Iceland moss" og „Islandsk Mos" bera með sér. Fæstum þykja grösin neitt ljómandi fögur þó að þau hafi þótt góð til átu og verið hér áður til búdrýginda í mjölskortin- um, en nú þætti þessi flétta vafalaust hafa lítið auglýsingagildi. Plöntur sem em algengar hér á landi og hafa skrautleg blóm em til dæmis fífill og sóley og þykir fólki vænt um að sjá þessar plöntur blómstra fyrst á vorin, en sá er þó hængur á að þessar plöntur em al- gengar víða um heim og því varla neitt sérstæðar fyrir okkur. Þá em fjólur, blágresi og lambagras tegundir sem lofaðar em í ljóðum okkar fyrir fegurð sína, en ekki sé ég neina þeirra samt fyrir mér sem þjóðargersemi. Ein er sú planta sem kennd er við landið af erlendum mönnum og má teljast fögur og frambærilegur plöntuþegn. Er það melasól, Papaver radicatum, af ætt draumsóleyja, köll- uð „Iceland poppy" á ensku. Þar væri ef til vill kominn góður fulltrúi fyrir þjóðarblóm. Samt finnst mér það galli að tegundin er varla nógu algeng og vel þekkt meðal almenn- ings þótt fögur sé og fínleg. Onnur planta sem myndi sóma sér vel er eyrarós, Epilobium latifolium, undur- fögur og nokkuð sérstæð fyrir Island þar sem hún er ein fárra plantna vestrænnar ættar en á ekki uppmna að rekja til Evrópulanda eins og flestar plöntur eiga í íslensku gróð- urríki. Enn ein planta sem til greina kæmi er svo blóðberg, Thymus praecox ssp. arcticus, sem er einkum aðlaðandi vegna ilmsins. Samt sem áður - þegar er litið yfir þær tegundir háplantna sem hér vaxa með þetta val í huga kemur mér ein tegund sérstaklega í hug, fagurblóma, harðger og nægjusöm. Er það holtasóley, Dryas octopetala. Hún hefur auk þess nöfnin rjúpna- lauf og hárbrúða, sem vísa til sí- grænna blaða og hærðra aldina hennar. Holtasóley hefur þótt ein- kenna gróðurfar heimskautasvæða og við hana er kennt skeið á jökul- tíma en á því tímabili hefur borið mikið á vexti og viðgangi holtasól- eyjar. Er eðlilegt að Island einkenni sig með plöntu sem er annáluð fyrir að dafna í svölu og hreinu, norðlægu umhverfi. Utlit holtasóleyjar er það sérstætt að hún hentar vel í mynd- rænni kynningu. Blórnin em stór, með átta hvítum krónublöðum sem umlykja ljósgular frævur og fræfla, og gæti blómið bæði verið tákn hreins umhverfis og minnt á and- stæður íss og elds eða miðnætursól og jökla. Rjúpnalaufin em með fag- urskertum röndum, eins og vog- skorið land, og hárbrúðan er undin upp í vöndul líkt og kveikur eða ull- arvaf. Hugvitssamir teiknarar hafa þar nægan efnivið til þess að gera úr þjóðleg merki sem gætu einkennt ís- lenskan varning. Væri ekki vel til fundið að við kæmum okkur saman um að velja þjóðarblóm rétt eins og þjóðarfjall? Einnig gætum við valið sérstakar fjórðungs- eða héraðsplöntur. Slík tákn myndu efla samheldni innan sveita, auka byggðarstolt og vera áhugavert augnayndi fyrir ferða- menn. Þessu máli er hreyft hér til umhugsunar fyrir landsmenn. UM HÖFUNDINN Sturla Friðriksson (f. 1922) lauk BA-prófi frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum 1944 og MS-prófi frá sama skóla 1946. Þá hlaut hann PhD-gráðu frá Saskatchewan-háskólanum í Kanada 1961. Hann var sérfræðingur á sviði jurtakynbóta við Atvinnudeild Háskólans frá 1951 og Rannsóknastofnun landbúnaðarins frá 1965, en deildarstjóri jarðræktardeildar Rala frá 1970. Hann var formaður Náttúrufræðifélagsins 1956-57 og Vísindafélags íslend- inga 1965-67. Hann var einn af stofnendum Erfðafræðinefndar Háskólans, Surtseyjarfélagsins, Lífs og lands og Landverndar. Sturla hefur starfað sem erfðafræðingur og vistfræðingur hér á landi og í erlendum samtökum. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.