Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 41

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 41
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. mynd. Innviðir gróhirslu (aethalium) Enteridium splendens var. juranum eftir að veggur hennar brotnaði og brúnleitur grómassinn og dreifibúnaðurinn kom í ljós. Ljósm. GGE. var 30 x 13 mm, sem er nokkuð stórt af slímsvepp að vera, en öllu lægri en samfrymið hafði verið. En þar sem veggurinn var svo viðkvæmur að hann brotnaði, mat ég hæð hennar 3- 5 mm. Samfrymið var ljóst, næstum hvítt, og var nokkurn veginn spor- baugótt að grunnfleti. Gróin voru næstum hnöttótt og 6,5-7,5 pm í þvermál, laus hvert frá öðru og vörtótt, með gisnum vörtum, en net- mynstur úr görðum þakti heldur meira en helming grósins, eitthvað nálægt 8 möskvar þvert yfir gróið. Sá rúmi helmingur (allt að 2/3 hlutar) grósins sem var með þessu net- mynstri var dekkri og virtist þykkari en afgangurinn, sem hafði þynnri vegg og var næstum sléttur, enda spírunarsvæði grósins. Grómassinn var rauðbrúnn og sat í því sem virtist vera flækja þráða sem fyllti gróhirsl- una, en var í rauninni það sem eftir var af þeim einingum sem gróhirsla á borð við þessa (aethalium) er gerð úr. Því voru þræðimir ekki eiginlegir dreifiþræðir þótt þeir gegndu því hlutverki að skilja að og dreifa gró- unum. Dreifibúnaðurinn líktist einna helst trefjum, sem greindust lítið sem ekkert, en á stöku stað víkkuðu þess- ar brúnu trefjar og minntu á flata borða. Ekki sáust neinir kristallar. Mér virtist nokkuð augljóst, eftir hafa þrætt gegnum greiningarlykil að ættkvíslum slímsveppa á Bret- landseyjum (Ing 1999), að þessi slímsveppur væri af ættkvíslinni Enteridium, en hvaða tegund þetta væri var öllu erfiðara að skera úr um. Það var eðli dreifibúnaðarins sem ekki var ljóst í upphafi. Þær trefjar sem ég skoðaði fyrst vom ein- kennandi fyrir jaðar og topp gró- hirslunnar en niðri undir botni hirsl- unnar fannst það sem máli skipti, eða kerfi stórgötóttra (göt mældust 120 pm í þvermál), linkulegra blaðkna. Þegar þetta einkenni var komið fram var ljóst að slímsvepp- urinn í eldiviðarhlaðanum, sýni AMNH-48892, væri Enteridium splend- ens (Morgan) T. Macbr. var. juranum (Meyl.) Hárk. Hann er lítt þekkt líf- vera hérlendis og hefur aðeins fund- ist á tveimur bútum af fúnum viði af birki í Hallormsstaðarskógi, þann 8. ágúst 1984, í rannsókn Henriks F. Gotzsche á íslenskum slímsveppum (Gotzsche 1987, 1990). Ing (1999) segir þetta afbrigði tegundarinnar vera algengt í Mið- og Norður-Evr- ópu, sérstaklega í skóglendi til fjalla, og er það reyndar kennt við Júra- fjöllin. Nú eru um 50 tegundir slím- sveppa skráðar hérlendis (Helgi Hallgrímsson og Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir), en um 800 tegundir þeirra eru þekktar í heiminum (Kirk o.fl. 2001). Slímsveppir eru ekki eig- inlegir sveppir heldur tilheyra þeir ríki frumdýra, Protozoa. Á vaxtar- stigi er dæmigerður slímsveppur teygjanlegt (þaðan kemur slímhluti nafnsins), oft nokkuð skærlitt sam- frymi sem getur skriðið um og étið bakteríur og fleira álíka smálegt, svona rétt eins og risavaxin amaba þótt hvorki fari það langt né hratt, en að lokum verður það nokkuð líkt sveppum er samfrymið breytist í þurra gróhirslu og gró. Þessi ólíku stig í lífsferli slímsveppa ollu því að þeir hafa í gegnum tíðina rokkað á milli dýraríkis, af því að þeir geta skriðið um, og jurtaríkis, vegna þess að gróhirslur þeirra eru kyrr- stæðar og líkjast sveppum (sem lengi vel töldust til jurtaríkis). Slím- sveppir fengu ekki inni í svepparík- inu eins og það er nú, heldur lentu með ýmsum öðrum lífverum í ríki frumdýra og eru þar einn af nokkrum flokkum sveppslegra frumvera (flokkurinn Myxomycetes í fylkingunni Myxomycota þegar not- aðar eru sveppaendingar á flokkun- areiningarnar en Mycetozoa ef dýra- ríkisendingar eru notaðar). Heimildir Gotzsche, H.F. 1987. Arktiske og subarktiske myxomyceter med særlig henblik pá Island og Gronland. Dokt- orsritgerð. Kobenhavns Universitet. Institut for sporeplanter. Kobenhavn. 148 bls. Gotzsche, H.F. 1990. Notes on Icelandic Myxomycetes. Acta Botanica Islandica 10.3-21. Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyj- ólfsdóttir. íslenskt sveppatal I. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar (í vinnslu fyrir útgáfu). Ing, B. 1999. The Myxomycetes of Britain and Ireland. An identification hand- book. The Richmond Publishing Co. Ltd. Slough. 374 bls. Kirk, P.M., Cannon, P.F., David, J.C. & Stalpers, J.A. 2001. Ainsworth & Bisby's dictionary of the fungi. 9th ed. CAB International. Wallingford. 655 bls. UM HÖFUNDINN Guðríður Gyða Eyjólfs- dóttir (f. 1959) lauk B.S.-prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1981 og doktorsprófi í sveppa- fræði frá Manitobahá- skóla í Winnipeg í Kanada 1990. Guðríður Gyða starfar á Náttúru- fræðistofnun Islands, Akureyrarsetri. PÓSTFANG HÖFUNDAR Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir gge@ni.is Náttúrufræðistofnun íslands Hafnarstræti 97 Pósthólf 180 602 Akureyri 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.