Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 65
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Aldur jarðlífs Þegar elstu bakteríumar sem skilið hafa eftir sig steingervinga voru uppi, fyrir 3,5 milljörðum ára, átti líf- ið talsverðan tíma að baki. Vitneskju um þetta hafa menn sótt til Græn- Iands. Lifandi vemr skilja ekki að- eins eftir sig merki um líkamsparta, svo sem skeljar, tennur eða för eftir lauf. Þær setja líka mark sitt á efna- samsetningu, sem greina má í jarð- lögum. Kolefni er í öllum lífverum, uppi- staðan í þeim efnasamböndum sem við köllum lífræn. Algengasta form eða samsæta þessa frumefnis er 12C, með atómmassann 12. Annað af- brigði, sem mun minna er af, er 13C. Hvorug samsætan er geislavirk, svo þær standast tímans tönn og varð- veitast óbreyttar í jarðlögum. Geislavirkt kolefni, 14C, er notað við aldursgreiningu, eins og áður var vikið að. í kolefni sem berst úr iðrum jarð- ar við eldgos sem koltvíoxíð, C02, er ákveðið hlutfall 12C og 13C. Þegar planta myndar lífræn efni úr þessu koltvíoxíði við ljóstillífun tekur hún til sín meira af 12C, miðað við 13C, en er í gufuhvolfinu. Þetta lága hlutfall af 13C helst svo í plöntunum og í öllum dýrum sem taka til sín, beint eða óbeint, lífræna fæðu úr plöntunum - og í setlögum sem í eru lífrænar leifar. Setlög mynduð áður en líf kom fram á jörðinni ein- kennast aftur á móti af sama, háa 13C hlutfallinu og koltvíoxíð komið upp við eldgos. Árið 1996 hélt hópur bandarískra og ástralskra vísindamanna til suð- vesturstrandar Grænlands, en þar er að finna elstu setlög sem vitað er um á jörðinni. Af hlutfalli úrans og blýs í innskotum úr storkubergi mældist aldur bergsins 3,85 milljarðar ára, og kolefnið í setlögunum greindist með sama, lága hlutfallið af 13C og er í efni lífvera. Samkvæmt þessu er jarðlífið að minnsta kosti einum 350 milljónum ára eldra en elstu þekktir steingervingar. Frá því að jörðin varð til (fyrir 4,55 milljörðum ára) og fram að myndun grænlensku setlag- anna, með elstu menjum um líf, hafa þannig liðið um 700 milljón ár, vissu- lega langur tími en þó mun styttri en talið var til skamms tíma að liðið hefði áður en líf kviknaði hér á jörð. Jarðlífið gæti vissulega verið enn eldra, en eldri setlög hafa ekki varð- veist og raunar engin jarðlög eldri en um fjögurra ármilljarða. Fyrstu frumukjarnamir Elstu lífvemrnar hafa verið einfmrn- ungar, líkir bakteríum sem nú em uppi. Bakteríur em flokkaðar sem dreifkjörnungar. í þeim er enginn fmmukjarni. Aðrar lífvemr - dýr, plöntur, sveppir og frumverur (fmmdýr og svifþörungar) - eru kjörnungar, með kjarna, afmarkaðan frá umfrymi af kjarnahjúp. Ekki verður af steingervingum ráðið hvenær fmmur með kjarna þróuðust. En aftur kemur efnafræð- in okkur að liði. Meðal þeirra ein- kenna sem greina kjörnunga frá dreifkjörnungum er gerð frumu- himnanna. Himnumar sem umlykja frumur og einstaka frumuparta kjörnunga em styrktar steraefnum, en sterar koma ekki fyrir í fmmum dreifkjörnunga. Um miðjan síðasta áratug tuttug- ustu aldar bomðu ástralskir jarð- fræðingar 700 metra djúpa holu niður í 2,7 milljarða ára gamalt leir- set í Ástralíu. í olíu í setinu greindust steraefni og jarðfræðing- arnir ályktuðu að þau yrðu rakin til kjörnunga, hinna elstu sem heim- ildir em um. KAMBRÍSKA BYLTINGIN Þótt tekist hafi á 20. öld og upphafi hinnar 21. að greina merki um líf frá þeim 85 hundraðshlutum af sögu lífs á jörð sem liðu fyrir kambríum- tímabilið, er ljóst að þá verða veruleg þáttaskil. Á aðeins 10 milljón ámm fjölgaði tegundum dýra gífurlega, þannig að því hefur verið líkt við sprengingu, og í lok hennar vom komnir fram fulltrúar allra helstu fylkinga dýra sem nú em uppi. Öll þessi þróun fór fram í vatni. Þegar frá em taldar skánir af bakter- íum var allt þurrlendi lífvana auðn. Síðan námu fjölfrumungar land, fyrst plöntur, þegar grænþömngar þróuðu með sér vatnsþéttan hjúp fyrir um 500 milljón ámm. Á eftir þeim - fyrir um 450 milljón ámm - komu fyrstu landdýrin, margfætlur og fleiri hryggleysingjar, og nokkm síðar - fyrir einum 360 ármilljónum - skreiddust fyrstu ferfættu hrygg- dýrin á land. Hvers vegna finnast svona fáir steingervingar af lífvemm frá for- kambrískum tíma? Mikinn hluta þessa tíma voru allar lífvemrnar smásæjar og litlar líkur á að þær fyndust, jafnvel þótt þær varðveitt- ust. Þar við bætist að dýrin sem uppi vom fyrir kambríumtíma virðast öll hafa verið lin - án harðs stoðkerfis. Sérstök skilyrði þurfti til þess að steingervingar þeirra geymdust. Dýrin á Ediacarahæðum skoluðust til dæmis upp í fíngerðan sand. Þeg- ar sandurinn harðnaði - breyttist í sandstein - urðu eftir afsteypur af líkömum dýranna á mótum tveggja sandlaga. Hér verður ekki fjallað um sögu lífs á kambríumtímabili og síðar, en nokkrir áfangar, ásamt heitum á helstu tímaskeiðum, em sýndir á 6. mynd. ÞRÍSKIPTING LÍFHEIMSINS Á átjándu öld skipti Carl von Linné lífheiminum í tvö ríki, plönturíki og dýraríki. Þessi skipting hefur löngu gengið sér til húðar og ríkin em orð- in fimm. Bakteríur eða dreifkjörn- ungar (Monera eða Prokaryota), ein- frumungar án afmarkaðs kjarna, mynda fyrsta ríkið. Í því næsta em einfrumungar með kjarna, fmmver- ur (Protista), sumar grænar, fmm- þömngar eða svifþömngar, og aðrar líkari dýmm, fmmdýrin. Í þriðja rík- inu (Fungi) em sveppir, ýmist úr einni fmmu eða mörgum, með sér- kennilega fmmugerð og sérstæða Iífshætti. Til dýraríkis (Animalia) teljast nú aðeins vefdýr, úr mörgum og margs konar fmmum; aftur á móti em í plönturíkinu (Plantae) ein- göngu grænar vefplöntur. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.