Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 18,0 16,0 U o 14,0 03 ÖJD fl3 12,0 xs 03 10,0 ‘öO 8,0 'u JX Tí 6,0 2 2 4,0 iO O) 2,0 s 0,0 4. mynd. Meðalhiti á Möðruvöllum sumarið 1996, þriggja daga meðaltal, og fjöldi sortulóa sem veiddist í gildru á dag, meðaltal þriggja túna og þriggja úthagaspildna. - Mean air temprature at Möðruvellir in summer 1996 and number of trapped Erigone atra, tnean of 3 Itayfields and 3 pastures. svo sem hávaxið og þétt gras með litlum lággróðri. Þá kunna að vera einhverjir efnafræðilegir þættir í túnunum, tengdir áburðargjöf, sem eru sortulónni hagstæðir (Curry 1994). Fremur ólíklegt verð- ur að teljast að slátturinn sé já- kvæður fyrir köngulærnar, því sláttur og umferð hlýtur að drepa eitthvað af stofninum. Köngulær eru rándýr sem lifa á öðrum smá- dýrum og líklegast er að það séu fæðuskilyrðin sem eru sortulónni hagstæð í túnunum; að einhver hópur smádýra eflist við slátt og áburð og einhæfan gróður og sortulóin lifi svo á þeim. Vel mætti þá hugsa sér að sortulóin héldi fæðutegundinni niðri, en líklegra er að köngulóin, sem hefur hæga nýliðun og lága frjósemi saman- borið við minni hryggleysingja, nái því ekki (Wise 1993, Curry 1994). Auk þess eru köngulær alhæf rán- dýr og halda því síður niðri einni tegund dýra svo sem sérhæf rán- dýr gætu gert. Því er eðlilegast að skoða hvaða hryggleysingjar og hugsanleg fæða eru í miklum mæli í sömu spildum og sortulóin. Við fljótlega skoðun á gögnunum frá Möðruvöllum 1996 (Bjarni E. Guð- leifsson 1998a) virðist helst að fjöldi mítla (Acarina) og mordýra (Collembola) fylgi fjölda köngulóa, enda var langmest af þeim í sýnun- um. Því var ákveðið að skoða hvaða flokkar rnítla og mordýra fylgdu fjölda sortulóa best. Mítlar höfðu í rannsókninni á Möðruvöllum 1996 verið greindir í fimm flokka; flosmítla (Prostig- mata), glermítla (Heterostigmata), ránmítla (Mesostigmata), brynj- umítla (Cryptostigmata) og fit- umítla (Astigmata). Mordýrum var einnig skipt í fimm flokka; blámor (Poduridae), pottamor (Onychiuri- dae), stafmor (Isotomidaé), kengmor (Entomobryidae) og knattmor (Smin- turidae). Gerð var einföld fylgni- mæling á því hvaða flokkar mítla og mordýra fylgdu helst fjölda sortulóar. Var það annars vegar gert með því að athuga hvort dýrin fylgdu hvort öðru í fjölda gegnum árið (en söfnunartímar voru 6 x 128 = 768) og hins vegar með því að skoða heildarfjölda þeirra dýra sem söfnuðust á hverri spildu (en þær voru 6 talsins). Ef öll gögnin, óflokkuð, bæði tún og úthagi, eru skoðuð saman og notaður fjöldi við hverja ein- staka söfnun allt árið, kemur í ljós að hvergi er sterk fylgni á milli fjölda sortulóa og einhvers flokks mítla og mordýra. Þó er veikt já- kvætt samhengi á milli fjölda sortulóa og flosmítla (r = 0,14"), en þeim flokki tilheyrir einmitt túnamítillinn (Penthaleus major). Virðist þetta einkum koma til af því að bæði sortuló og túnamítill eru að mestu bundin við tún en finnast nær ekki í úthaga, því ef gögnin eru flokkuð í tún og út- haga kemur þetta samhengi ekki fram. Ef lagður var saman heildarfjöldi þeirra dýra (mítla og mordýra) sem fundust yfir sumarið á hverri þess- ara sex spildna, og reiknuð út fylgni þeirra við sortulóarfjöldann á sömu spildum, kom í ljós að neikvætt samband var á milli sortulóar og knattmors (r = -0,95”), aðallega vegna þess að knattmor var miklu algengara í úthaga en túnum, öfugt við sortulóna. Þá var einnig í þessu tilviki jákvætt samband á milli sortulóar og flosmítla (r = 0,90*)- Þar sem augljóst samhengi var í báðum tilvikum á milli sortulóar og flosmítla, en þar er túnamítill- inn algjörlega ríkjandi, var ákveðið að athuga nánar hvort verið gæti að sortulóin lifði á túnamítli. LlFIR SORTULÓIN Á TÚNAMÍTLI? — LÍTIL ATHUGUN Túnamítillinn skefur upp yfirhúð plantnanna og sýgur úr þeim plöntusafann (Bjarni E. Guðleifsson 1996). Forstig fullvaxins túnamítils er gyðlan, sem einnig er mjög virk jurtaæta. Við fyrstu sýn og skoðun í víðsjá gæti túnamítillinn (jafnt gyðla sem fullvaxið dýr) virst ágæt fæða fyrir könguló sem er auk þess nokkuð stærri. Fullvaxinn túnamítill er um 1 mm langur og gyðlurnar eru um 0,5-0,7 mm en sortulóin 1,8-2,5 mm á lengd. Túnamítillinn er linur og laus við harða skel sem ránmítlar og brynjumítlar hafa (5. mynd). Túnamítillinn hefur fundist í ótrú- legum fjölda í túnum, allt að 400 ein- staklingar hafa safnast í gildrur á dag í eyfirskum túnum (Gudleifsson o.fl. 2002). Þar sem margt benti til þess að sortulóin, sem er dýraæta, gæti lifað á túnamítlinum, sem er jurtaæta, var gerð tilraun með að fóðra köngulær á mismunandi smá- 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.