Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 64

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 64
Náttúrufræðingurinn 4. mynd. Ediacarafánan var safn furðudýra sem uppi voru fyrir 575 milljón árum. Þau hafa verið botnföst eða á reki í sjó. Mönnum ber ekki saman um skyldleika þeirra við önnur dýr, en nú þykir líklegt að sum verði flokkuð með einhverjum fylkingum dýra sem nú lifa, en önnur virðast engum þekktum dýrum skyld. kambríumtímabilið, hef ég ekkert við- unandi svar. Meðan þessi vandi er óleystur er hann fullgild röksemd gegn þeim kenningum sem hér er haldiðfram. Steingerðar bakteríur Það hefur nú fengist staðfest, sem Darwin gerði ráð fyrir, að fyrir kambríumtímabilið var krökkt af lifandi verum á jörðinni. Lengi framan af voru allar þessar lífverur bakteríur, og er skiljanlegt að leifar þeirra hafi farið framhjá steingerv- ingafræðingum nítjándu aldar. Elstu steingerðu bakteríurnar sem þekkjast eru keðjur af frumum sem verða vart greindar frá núlifandi blábakteríum, er einnig kallast blá- grænþörungar. Þessir steingerving- ar fundust upp úr 1970 í vestan- verðri Astralíu og eru af örverum sem uppi voru fyrir 3,5 milljörðum ára. Fyrstu fjölfrumungamir Elstu þekktu steingervingar af fjöl- frumungum em um 1,8 ármilljarða gamlar. Þetta em eins konar gormar, um sentímetri á lengd, og staða þeirra innan lífheimsins er óþekkt. Elstu ákvarðanlegu fjölfmmungarn- ir sem varðveist hafa em rauðþör- ungar (skyldir sölvunum í fjömm okkar), sem lifðu fyrir um 1,2 millj- örðum ára. Edicarafánan Elstu dýrin sem leifar em af í jarð- lögum vom uppi fyrir um 575 millj- ón ámm, eða einum 40 milljón ámm áður en kambríumtímabilið hófst. Fyrsta safn þessara dýra, og jafn- framt það stærsta, fannst í Ástralíu þar sem heita Ediacarahæðir, og við það er þessi fána kennd, þótt síðar hafi svipuð kvikindi fundist í ýms- um hlutum heims (4. mynd). Þetta em furðuskepnur og menn hafa jafnvel dregið í efa hvort telja skuli þær til dýra. Sumir steingerv- ingafræðingar hafa reynt að flokka þessar lífvemr með plöntum, aðrir með fléttum (samsettum lífverum eins og fjallagrösum og hrein- dýrafléttu) og enn aðrir hafa litið á þær sem mislánaða tilraun náttúr- unnar til að þróa fjölfrumunga. Nú hallast fræðimenn helst að því að sum ediacaradýrin séu forfeður ým- issa meginstofna eða fylkinga dýra sem enn em uppi, en önnur hafi dáið út án þess að skilja eftir sig af- komendur. Kvikindin hafa verið botnföst og óhreyfanleg, ellegar á reki í sjó. Þarna má sjá kringlóttar skífur með Y-laga fellingu eða kamb út frá miðju, aflöng blöð með raufum er minna á rimlagluggatjöld, og sumar hafa þessar lífvemr skilið eftir sig för í sjávarsandi er helst líkjast risastór- um fingraförum. Fyrstu eiginlegu vefdýrin Fyrir kambríumtímabil hafa, samtírn- is ediacarafánunni, verið að þróast dýr er minna meir á þau sem við eig- um að venjast, en merki um þau em af skornum skammti. í 550 milljón ára bergi hafa fundist steingerð göng og slóðir sem hljóta að vera eftir dýr búin vöðvum, en ediacaradýrin gátu ekki hreyft sig úr stað. Árið 1998 fundu kínverskir og bandarískir vísinda- menn 570 ármilljóna safn af smásæj- um, steingerðum eggjum og nokk- urra frnrnna fóstmm þar sem skipan frnmna er eins og í fóstmm ýmissa vefdýra (5. mynd). Ekki verður ráðið hvers konar skepnur hefðu vaxið af þessum forkambrísku fóstmm. 5. mynd. Árið 1998 fund- ust 570 milljón ára smá- sæ, steingerð fóstur. Skip- an frumna í þeim er hin sama og í ýmsum núlif- andi dýrum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.