Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 40
Náttúrufræðingurinn Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir Slímsveppur í E L DIVIÐARH LAÐA 2. imjnd. Slímsveppurinn Enteridium splendens var. juranum d berum viði, prjú hvít samfrymi að skreiðast um. Munkapvcrárstræti Akureyri 21.07.2001. Ljósm. GGE. Fyrir nokkru tók nýr forstöðu- maður við stjórn Akureyrarset- urs Náttúrufræðistofnunar ís- lands. Tók hann sig upp úr heimabæ sínum og flutti til Akureyrar og sett- ist að í húsi við Munkaþverárstræti. Þetta hús hafði ýmislegt sér til ágæt- is og var til dæmis í því arinn til að orna sér við á köldum vetrarkvöld- um. í garðinum, sem var vel gróinn og í uxu ýmis tré, var stafli af eldi- viði, viði sem einhvern tíma fyrir ekki svo mjög löngu hafði vaxið sem tré þarna í garðinum. Eldiviðarhlað- inn fylgdi með í kaupunum og var líklega hlaðinn nokkrum árum fyrr, því nokkuð var farið að bera á vexti fúasveppa á sumum bútunum, mest á ljósum aldinum gráskeljungs, Tra- metes ochracea. Það var svo um miðjan júlí 2001 að til stóð að umstafla viðnum og færa hann næsta áfangann í áttina að arninum en fyrst var mér boðið að skoða sveppina og safna þeim sem mér þætti ástæða til að hirða. Er ég var að færa viðinn til og líta í þá af- kima sem buðu upp á hvað stöðugastan raka, djúpt inni í hlað- anum, korn í ljós allstór, næstum hvítur slímsveppur á samfrymisstigi (plasmodium), og ekki bara einn heldur þrír einstaklingar (1. mynd). Þar sem fæstir þeirra slímsveppa sem ég hef safnað sem samfrymi hafa náð að þroska eðlilegar gró- hirslur, ákvað ég að leyfa þessum að þroskast án aðstoðar minnar og koma heldur seinna og leita að gró- hirslunum í sínu náttúrulega um- hverfi. Þegar ég mætti svo níu dög- um seinna voru ljósu slímhnúðarnir hættir að skreiðast um og höfðu um- breyst í þurrar, viðkvæmar gróhirsl- ur, sem brotnuðu reyndar í meðför- um og komu þá brúnn grómassi og dreifiþræðir í ljós (2. mynd). Þar með hafði ég það sem almennt þarf til greiningar slímsvepps og gat síðan skoðað gró og innviði gróhirslunnar í smásjá og borið niðurstöðurnar saman við einkenni mögulegra teg- unda. Botninn á gróhirslunni sat á rotn- andi viði, líklega af reynitré, og leif- amar af gróhirsluveggnum virtust vera glansandi og brúnar. Gróhirslan 40 Náttúrufræðingurinn 71 (1-2), bls. 40-41, 2002

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.