Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 40

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 40
Náttúrufræðingurinn Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir Slímsveppur í E L DIVIÐARH LAÐA 2. imjnd. Slímsveppurinn Enteridium splendens var. juranum d berum viði, prjú hvít samfrymi að skreiðast um. Munkapvcrárstræti Akureyri 21.07.2001. Ljósm. GGE. Fyrir nokkru tók nýr forstöðu- maður við stjórn Akureyrarset- urs Náttúrufræðistofnunar ís- lands. Tók hann sig upp úr heimabæ sínum og flutti til Akureyrar og sett- ist að í húsi við Munkaþverárstræti. Þetta hús hafði ýmislegt sér til ágæt- is og var til dæmis í því arinn til að orna sér við á köldum vetrarkvöld- um. í garðinum, sem var vel gróinn og í uxu ýmis tré, var stafli af eldi- viði, viði sem einhvern tíma fyrir ekki svo mjög löngu hafði vaxið sem tré þarna í garðinum. Eldiviðarhlað- inn fylgdi með í kaupunum og var líklega hlaðinn nokkrum árum fyrr, því nokkuð var farið að bera á vexti fúasveppa á sumum bútunum, mest á ljósum aldinum gráskeljungs, Tra- metes ochracea. Það var svo um miðjan júlí 2001 að til stóð að umstafla viðnum og færa hann næsta áfangann í áttina að arninum en fyrst var mér boðið að skoða sveppina og safna þeim sem mér þætti ástæða til að hirða. Er ég var að færa viðinn til og líta í þá af- kima sem buðu upp á hvað stöðugastan raka, djúpt inni í hlað- anum, korn í ljós allstór, næstum hvítur slímsveppur á samfrymisstigi (plasmodium), og ekki bara einn heldur þrír einstaklingar (1. mynd). Þar sem fæstir þeirra slímsveppa sem ég hef safnað sem samfrymi hafa náð að þroska eðlilegar gró- hirslur, ákvað ég að leyfa þessum að þroskast án aðstoðar minnar og koma heldur seinna og leita að gró- hirslunum í sínu náttúrulega um- hverfi. Þegar ég mætti svo níu dög- um seinna voru ljósu slímhnúðarnir hættir að skreiðast um og höfðu um- breyst í þurrar, viðkvæmar gróhirsl- ur, sem brotnuðu reyndar í meðför- um og komu þá brúnn grómassi og dreifiþræðir í ljós (2. mynd). Þar með hafði ég það sem almennt þarf til greiningar slímsvepps og gat síðan skoðað gró og innviði gróhirslunnar í smásjá og borið niðurstöðurnar saman við einkenni mögulegra teg- unda. Botninn á gróhirslunni sat á rotn- andi viði, líklega af reynitré, og leif- amar af gróhirsluveggnum virtust vera glansandi og brúnar. Gróhirslan 40 Náttúrufræðingurinn 71 (1-2), bls. 40-41, 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.