Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 47
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 7. mynd. Segulsviðið er sýnt með lit á samn hátt og á 5. mynd og pyngdarsviðið með jafnsviðslínum eins og á 6. mynd. Þrjú bogadregin form ísegulsviðinu eru dregin fram með þykkum slitnum ferlum. Þau eru túlkuð sem merki um þrjár öskjur eða megineld- stöðvar. Sýndar eru sprungureinar gamalla eldstöðvakerfa, sem kennd eru við Stardal (S) og Kjalarnes (K), og einnig virkra kerfa, Trölladyngju (T) og Brennisteinsfjalla (B). Auk þess er bent á tvö staðbundin jákvæð frávik, yfir Mosfelli (M) og álverinu í Straumsvík (Á). Um þversniðið yfir norðvesturbarm nyrstu öskjunnar erfjallað í texta. - Composite image: Colours show the magnetic field as in Fig 5, and the contour lines show the gravity as in Fig 6. Three semi-circular forms are interpreted as caldera rims. S and K: fissure swarms from the extinct Stardalur and Kjalarnes volcanic centres. Sim- ilarly T and B are swarms from the active Trölladyngja and Brennisteinsfjöll centres. Tivo iocat positive anomalies shown: M at Mosfell and Á over, and possibly related to, the aluminium smelter at Straumsvík. Tillaga að túlkun Varla leikur vafi á að segul- og þyngdarfrávikin tengjast eldstöðv- um þeim á Sundunum sem fyrr er frá greint. Svipuð frávik eru algeng yfir öðrum þekktum megineld- stöðvum á landinu; segulfrávikin eru jákvæð eða neikvæð, háð því hver stefna sviðsins var við kólnun. Segulmögnun venjulegra hraun- laga af þessum aldri er of veik til að þau komi til greina. Til þess að verða einhvers vísari um orsök segulfráviksins á Reykja- víkursvæðinu höfurn við safnað um 90 sýnum úr berggrunni svæð- isins við Sundin í Reykjavík, í Við- ey og á strönd Kollafjarðar. Þau voru almennt öfugt segulmögnuð, með um 65° meðalhalla og mjög misjafnan segulstyrk, allt frá 1 A/m upp í 30-60 A/m. Sýni með segul- styrk yfir 10 A/m eru helst úr fín- kornóttu, þéttu bergi, svo sem eitl- um í móbergi og í sumum inn- skotum. Sterkast segulmögnuð voru sýni sem tekin voru yst úti á Kjalar- nesi. Er þetta í samræmi við eldri mælingar (Leó Kristjánsson 1970) um að sterkust segulmögnun fæst í inn- skotum eða keilugöngum, gabbró- hleifum eða bergi sem hefur hrað- kólnað í vatni. Þótt um ólíka eðliseiginleika sé að ræða fer yfir- leitt saman sterk segulmögnun og há eðlisþyngd þess bergs sem storknar undir þrýstingi niðri í jörðinni. Höfundum finnst allt benda til þess að það séu innskot eða kleggj- ar í móbergi sem valda þessu mikla fráviki og regluleg lögun frá- vikanna bendir til að þarna hafi myndast askja og eitt eða fleira af þessu hafi gerst: (i) innskot hafa myndast við öskjusigbarminn, (ii) öskjuvatn hefur fyllst af sterkt seg- ulmögnuðu bólstrabergi eða (iii) keilugangar eru í rót eldstöðvar- innar og ná upp undir yfirborð. Síðari tvær orsakirnar virðast þó ólíklegri, því bólstraberg er ekki nógu eðlisþungt til að valda svo miklu þyngdarfráviki og keilu- gangar varla nógu efnismiklir til þess. í segulsviðinu má sjá þrjú sam- tengd form og eru norður- og vest- urbrúnir þeirra greinilegri en suður- brúnir, eins og ný eldstöð hafi aflagað eða ummyndað aðra eldri. Þyngdarsviðið bendir hixis vegar til tveggja forma frekar en þriggja, en það þarf ekki að vera í mótsögix við hitt, því þyngdarmælingar endur- spegla ástandið neðar í skorpunni en segulsviðið. Höfundum finnst því trúlegast að þarna sé í rauninni urn samfellda eldvirkni að ræða, sé til langs tíma litið, og hafa eldstöðvar kulnað eftir því sem þær hefur rekið út af gosbeltinu. Af lengd fráviksiixs í rekstefnu skorpunnar má þá ráða að sú eldvirkni hafi varað í 1,2-1,5 milljónir ára, sem samsvarar stór- unx hluta Matuyama-segulskeiðsins (0,8-2,6 millj. ár). Bæði þyngdar- og segulsviðið enda í skarpri brún til norðvesturs, sem bendir til tiltölulega skarps upphafs eldvirkni í þessari megin- eldstöð, en þyngdarsviðið sýnir hala til suðausturs sem má túlka þannig að innskotavirkni hafi haldið áfram eftir að gosvirkni eldstöðvanna lauk. Austan Hafnarfjarðar og Reykja- víkur liggur sprungurein sem er tal- in virkt eldstöðvakerfi og tengt Trölladyngju og Krýsuvík á Reykja- nesskaga. Á jarðfræðikorti af íslandi (Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson 1998) má sjá að þetta virka eldstöðvakerfi liggur rétt um skarpan suðurbotn segulfráviksins, 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.