Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir Hvervar laumufarþegi í BLÓMVENDINUM? 1. mynd. Skálskurfur ryðsveppsins Puccinia punctata Linká blaði gulmöðru. Akureyri 16.07.2001. Ljósm. GGE. Það var um miðjan júlí 2001 og við vorum í sumarfríi. Til þess að hafa eitthvað almennilegt að lesa skrapp dóttir mín, þá nýorðin 5 ára, með föður sinn á Amtsbókasafnið. Á leið- inni heim gengu þau feðgin með- fram íþróttavelli bæjarins og ungfrú- in tíndi nokkur blóm og færði mér er þau komu úr leiðangrinum. Ég fór að leita að vasa undir blómin og koma þeim fyrir þegar ég tók allt í einu eft- ir því að á gulmöðrum voru sum blöðin gulflekkótt á köflum og var greinilegt að í þeim hafði ryðsveppur tekið sér bólfestu. Það var ekki ónýtt fyrir sveppafræðing að fá svona gjöf og gulmöðrur þær sem mest voru sýktar breyttust snarlega í sveppa- sýni sem nú er geymt í grasasafni Náttúrufræðistofnunar íslands á Ak- ureyri og ber númerið AMNH-48701. En hvaða ryðsveppur var þetta? Flestir ryðsveppir vaxa aðeins á sín- um ákveðnu hýsilplöntum og því er hægt að fletta upp og finna þær teg- undir sem koma til greina. Þessi myndar skálgró sín á gulmöðru og í flekkjunum blasa við appelsínugul- ar skálskurfur í röð neðan á blöðun- um (1. mynd). Niðurstaðan varð sú að þetta væri ryðsveppur sem vex hérlendis á gulmöðru og hvítmöðru og heitir á latínu Puccinia punctata, myndar öll sín gró (pelagró, skál- gró, ryðgró, þelgró og kólfgró) á sama hýslinum og er algengur um allt land. Þar sem hinn ryðsveppur- inn sem vex á möðrum hérlendis, Puccinia galii-verni, myndar einungis þelgró kom hann ekki til greina. Ég hafði ekki tekið eftir þessum ryðsveppi íýrr, en þegar ég var einu Stækkuð mynd afsýkta svæðinu. sinni búin að skoða hann sá ég hann víða í mólendi á Akureyri. Pelagró- stigið og skálgróstigið vaxa fyrri hluta sumars en þegar líða tekur á sumarið myndast ljósbrúnar ryð- skurfur og dekkri þelskurfur á blöð- um og stönglum hýsilsins. Upp á síðkastið hafa ryðsveppir sem sníkja á trjám valdið mönnum áhyggjum, enda nokkuð stórtækir og áberandi á sínum stóru hýslum. Minna fer fyrir ryðsveppum sem þessum, á smáum villtum jurtum sem margar hýsa einn eða jafnvel tvo ryðsveppi og virðast almennt séð þola þessa sníkjusveppi bærilega. UM HÖFUNDINN Guðríður Gyða Eyjólfs- dóttir (f. 1959) lauk B.S.-prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1981 og doktorsprófi í sveppa- fræði frá Manitobahá- skóla í Winnipeg í Kana- da 1990. GuðríðurGyða starfar á Náttúrufræði- stofnun Islands, Akur- eyrarsetri. PÓSTFANG HÖFUNDAR Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir gge@ni.is Náttúrufræðistofnun íslands Hafnarstræti 97 Pósthólf 180 602 Akureyri Náttúrufræðingurinn 71 (1-2), bls. 29, 2002 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.