Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 66

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 66
Náttúrufræðingurinn ALDUR í MILLJÖRÐUM, MILLJÓNUM OG ÞÚSUNDUM ÁRA (109, 106, 103) | í 4,55 x 109 Myndun jarðar 4,4 x 109 Vatn þéttist í höfunum FORKAMBRISKUR TIMI - I 3,8 x 109 Elstu efnafræðileg merki um líf 3,5 x 109 Elstu steingervingar (blábakteríur) 2,7 x 109 — Elstu efnafræðileg merki um kjörnunga I— 2,6 x 109 Bakteríur nema land 1,8 x 109 Elstu steingervingar af fjölfmmungum f ; 'v \ ARCHAEA EUKARYOTES 7. mynd. Ættartré h'fheimsins í upphaflegri útgáfu Woeses. Allar skýringar á myndinni eru ópýddar. KJÖRNUNGAR 8. mynd. Endurskoðuð mynd af ættartré lífheimsins. Líklega hafa hinar elstu örverur ekki myndað aðgreindar tegundir, heldur skipst á genum af algeru lauslæti. Samkvæmt því væru meginstofnar lífheimsins sprottnir af allsherjarsafni dreifkjörnunga. Eftir áð þrír meginstofnar eða fylki lífheimsins skildust að hafa lítt skyldar tegundir eða stofnar enn runnið satnan, við það að bakteríur runnu inn í frumur annarra lífvera. Tvö mik- ilvægustu dæmin um slíkan samruna eru sýnd á myndinni, þegar bakteríur urðu að grænukornum og hvatberum. Þessi flokkun er góð til hversdags- brúks og verður sjálfsagt lengi notuð. Hins vegar fellur hún afleitlega að hugmyndum okkar um þróunar- skyldleika lífveranna. Bandarískur líffræðingur, Carl Woese, uppgötvaði kringum 1970 að með aðferðum sam- eindaerfðafræðinnar er hægt að skipta dreifkjörnungum í tvær meg- indeildir, verulega ólíkar að gerð erfðaefnis og efnaskiptum. Annars vegar eru hinar „venjulegu" bakterí- ur eða gerlar, Bacteria, hins vegar líf- verur sem margar lifa við sérkenni- legar aðstæður, svo sem í heitum hverum eða í mikilli seltu. Þessar ör- verur nefndi Woese Archaea, eigin- lega „hinar fomu". Þær hafa á ís- lensku verið nefndar fornbakteríur eða fyrnur. Woese skipti lífheiminum í þrjár megindeildir eða fylki, bakteríur, fyrnur og kjörnunga. Til kjörnunga teljast fjögur af fimm ríkjum hins hefðbundna flokkunarkerfis: dýr og plöntur, svifþörungar, sveppir og slímsveppir og ýmsar gerðir fmm- dýra. A 7. mynd er upphaflegt ættar- tré Woeses sýnt. Þar er gert ráð fyrir einum stofni sem allar lífvemr séu komnar af. Lengd einstakra lína á myndinni gefur til kynna hve mikill munur er á erfðaefni (DNA) þeirra líf- vemstofna sem línurnar tengja. Því lengri sem þessar línur era, þeim mun lengri tími má ætla að liðið hafi frá því að stofnarnir greindust að. Takið eftir því að samkvæmt ættar- trénu standa fyrnur í þróun nær okk- 66 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags \ % <106 dýrin lacara) 500 x106 Plöntur þróast á landi Tí O. 16. A \ \ \ 360 x106 Ferfætt hryggdýr nema land 320 x106 Skriðdýr koma fram ^ o: v \ O' OOO o o % •i> •pp ýs 4* t 65 x 106 Risaeðlur deyja út, spendýr verða ríkjandi 5 x 106---------- 535 x106 Kambríska byltingin 450 x106 Skordýr og aðrir hryggleysingjar nema land Forfeður manna og simpansa 225 x 106 greinast aö Spendýr og risaeðlur koma fram 150 x103 Menn með nútímasniði koma fram í Afríku ur og öðmm kjörnungum en hinum eiginlegu bakteríum. Hér er átt við það að greining á erfðaefni bendir til þess að styttra sé síðan leiðir skildi í sögu lífsins með fyrnum og kjörn- ungum en síðan bæði þessi fylki, fyrnur og kjörnungar, greindust frá bakteríum. í plöntum og dýrum tryggir kynæxlun arfgenga fjölbreytni, auk þess sem stökkbreytingar leggja þró- uninni til hráefni. En plöntur og dýr koma fram fremur seint í sögu lífsins. Sú saga snýst lengst af um örverur, einkum dreifkjörnunga. Bakteríur og fyrnur geta flutt gen milli einstak- linga, bæði innan tegundar og milli þeirra. I mörgum þeirra em til dæm- is gen í litlum slaufum, plasmíðum, sem geta borist á milli einstaklinga. Eins taka veirur stundum þátt í flutn- ingi erfðaefnis, DNA, úr einni örvem í aðra. Woese hefur endurskoðað ættartré líflieimsins og gerir nú ráð fyrir því að í upphaflegum stofni trésins, áður en hann skiptist í megingreinarnar þrjár, hafi erfðaefni færst óhindrað á milli einstaklinga, þannig að á þess- um tíma hafi lífvemrnar ekki skipst í tegundir. Þetta er sýnt á 8. mynd, endurskoðaðri útgáfu Woeses af lífs- trénu. Neðst em í stað eins stofns margar línur sem skerast, í bláum lit á myndinni. Ofar má sjá tvær bláar línur. Önnur tengir blábakteríur við plöntur, hin liggur frá purpurabakt- eríum til sameiginlegs stofns kjörn- unga. Hér skulu þessi tengsl skýrð. Ljóstillífun í frumhafinu, sem umlukti fyrstu frumurnar, er talið að hafi verið ýmis lífræn efni sem frumurnar notuðu jafnt sem hráefni í líkama sína og sem orkugjafa. Gufuhvolf þessa tíma hefur verið frábrugðið því lofti sem við öndum að okkur. 1 því var til dæmis ekkert óbundið súrefni. Eftir því sem lífverunum fjölgaði gekk á fæðuna í sjónum. Þá öðluðust sumar örverurnar hæfni til að binda orku sólarljóssins og virkja hana við starfsemi sem nefnd er ljóstillífun, til að breyta koltví- oxíði og vatni í lífræna fæðu, sykur, og úr honum önnur lífræn efni sem frumurnar þurftu, svo sem fitu, prótín og kjarnsýrur. Þessar frumur urðu frumbjarga, það er sjálfum sér nægar um orku og lífræn fæðuefni. Við ljóstillífunina gekk af óbundið súrefni sem safnaðist fyrir í gufu- hvolfinu. í frumum plantna og annarra grænna kjörnunga eru afmarkaðir frumupartar, grænukorn, þar sem ljóstillífun fer fram. Grænukornin eru furðulík ákveðnum frumbjarga bakteríum, blábakteríunum. I þeim er til dæmis DNA í hringlaga litn- ingum sem eru eins að gerð og með mjög áþekk gen og litningar í blá- bakteríum. Þróunarfræðingar telja að grænukornin hafi upphaflega verið blábakteríur sem hafi runnið inn í frumur plantna, báðum til hagsbóta. Ttrangt til tekið er rangt að nota hugtakið lífefni um þœr sameindir sem einkenna lífverur og lífsstarfsemi til að lýsa þróun efnisins áður en líf var komið fram. 6. mynd. Tafla er sýnir nokkra áfanga i fjögurra milljarða ára sögu lífs á jörðinni. Fornlífsöld tekur yfir tímabilin kambríum til perm; trías, júra og krít eru tímábil miðlífsaldar og paleósen til pleistðsen eru á nýlífsöld. Siðasti hluti mjlífsaldar, nú- tíminn eða hólósen, er ekki á töflunni. Loftháð öndun Margar þær lífvemr sem nú em uppi vinna orku úr lífrænum fæðu- efnum, svo sem sykri, með því að sundra fæðunni í hægum bmna (í súrefni). Þessi starfsemi, loftháð öndun, gat ekki hafist fyrr en fram voru komnar frumbjarga lífverur sem losuðu súrefni út í gufuhvolfið við ljóstillífun. Öndunin fer í fmm- um kjörnunga fram í afmörkuðum fmmuhlutum, hvatbemm eða fest- arkornum („mítókondríum"). Líf- fræðingar telja að hvatberarnir hafi, eins og grænukornin, upphaflega verið bakteríur sem hafi þróað með sér loftháða öndun og þar með náð mun meiri orku úr fæðunni en áður var hægt. Eins og grænukornin em hvatberarnir með DNA í hringlaga litningum og minna á ákveðnar bakteríur, í þessu tilviki purpura- bakteríur. Fyrstu lífverurnar Nú á tímum einkennist lífið af þrem- ur gerðum stórsameinda, DNA (de- oxíríbósakjarnsýru), RNA (ríbósa- kjarnsým) og prótíni. Verkaskipting þeirra á milli er í stómm dráttum sú að DNA er erfðaefnið, sem ræður röð byggingareininga (kirna eða núkleó- tíða) í öllum kjarnsýmm (DNA og RNA) sem í frumunni myndast. Þessum erfðaboðum kemur RNA til skila og stýrir röð amínósýmeininga í þeim prótínum sem í fmmunni myndast. Loks stjórna prótínin efna- skiptunum og þar með lífsstarfsem- inni. En lífið spratt ekki upp fullskapað. Þegar þróun lífsins hófst hefur verið að baki löng próun efnisins. Fyrsti áfangi þessarar þróunar hefur vænt- anlega verið að tilskilin lífefnihrá- efni, nauðsynleg lifandi verum - hafa komið saman. Stjarnfræðingar hafa greint ýmis lífefni, svo sem hrá- 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.