Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 75

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags JARÐSAGA Útbreiðsla jökultoddu í jarðlögum sýnir að á jökulskeiðum hefur kaldur heimskautasjór náð um það bil 2.000 km suður fyrir núverandi suður- mörk tegundarinnar. Elstu jarðlög sem hafa fundist með jökultoddu eru við Kaupmannahafnarhöfða (Kap Kobenhavn) á Pearylandi á Norður- Grænlandi, en þau eru talin 2,45 milljón ára gömul (Leifur A. Símon- arson o. fl. 1998, Funder o.fl. 2001). Þá hefur hún allvíða fundist í yngri jarðlögum á norðurslóð, einkum frá lokum jökulskeiða ísaldar (síðjökul- tímum) og raunar hefur hún á stund- um náð suður á bóginn alla leið til Danmerkur, Þýskalands og Hollands. Þegar hlýnaði á hlýskeið- um ísaldar dró hún sig hins vegar norður á bóginn í átt að núverandi útbreiðslusvæði. Jökultodda hefur því breytt útbreiðslusvæði sínu mjög svo reglulega á ísöld, haldið til suð- urs á jökulskeiðunum, en dregið sig norður á bóginn í byrjun hlýskeiða. Frá fyrri hluta ísaldar er jökul- todda þekkt úr jarðlögum við Kaup- mannahafnarhöfða á Norður-Græn- landi (Leifur A. Símonarson o.fl. 1998) og jarðlögum við Lodin Elv í Scoresbysundi á Austur-Grænlandi (Feyling-Hanssen o.fl. 1983), í jarð- myndunum sem kenndar eru við Hörga og Þrengingar í Breiðuvík á Tjörnesi (Jóhannes Áskelsson 1935, Jón Eiríksson 1981), í Icenian-lögun- um og Serripes groenlandicus-Yoidia lanceolata lífbeltinu í Hollandi (Heer- ing 1950, Spaink 1975) og Yakataga- mynduninni á Middletoneyju við Alaska (Allison 1978). Frá miðhluta ísaldar er hún þekkt í jarðlögum í Búlandshöfða á Snæfellsnesi (Helgi Pjetursson 1904, Ólöf E. Leifsdóttir 1999) , í jarðlögum kenndum við Karagin, Pinakul, Kolvin, og Pady- meiskii í Síberíu (Merklin o.fl. 1962, 1979, Petrov 1982) og í svonefndum Anvilian, Kotzebuan og Pre-Cape Christian-lögum í Alaska (Hopkins o.fl. 1972,1974, Andrews o.fl. 1981). Frá síðari hluta ísaldar er jökultodda þekkt úr jarðlögum umhverfis Is- hafið og Norður-Atlantshaf frá Ellesmereeyju, Svalbarða, Græn- landi, Islandi, Norður-Rússlandi og Síberíu í norðri (Mossewitsch 1928, Moller & Funder 1991, Funder 1992, Guðmundur G. Bárðarson 1921) til Danmerkur og Þýskalands í suðri (Jessen o.fl. 1910). í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er hún einkennis- dýr Yo/dw-Iaganna frá lokum síð- asta jökulskeiðs, en þau eru raunar kennd við eldra ættkvíslarheiti teg- undarinnar. I Norður-Ameríku hef- ur hún fundist í jarðlögum frá síðari hluta ísaldar suður á bóginn til Maine og Vermont (Richard 1962, Wagner 1970) og suðurstrandar Alaska við Kvichakflóa (Hopkins 1973). 3. mynd. Dreifing jökultoddu (Portland- ia arctica) í jarðlögum á Íslandi.-The distribution of fossil Portlandia arctica in Iceland. The species has not beenfound living at present in lceland. JÖKULTODDA í ÍSLENSKUM (ARÐLÖGUM Hér á landi hefur jökultodda fundist á sjö stöðum í jarðlögum; í Breiðuvík á Tjörnesi og einnig sunnar á nesinu ofarlega í Tungukambi við Hall- bjarnarstaðaá, í Búlandshöfða á Snæfellsnesi, Saurbæ við Gilsfjörð, við mynni Geiradalsár í Króksfirði, við mynni Súluár í Melasveit og á Heynesi austan Akraness (3. mynd). Elstu eintökin eru í setlögum vestast í Breiðuvík á milli Beitarhúsastapa og Rakkadalsbjargs, en þar hefur sjór gengið inn á milli malarkeila í lok jökulskeiðs fyrir að því er virðist 2,15 milljón árurn, þegar Hörga- myndun hlóðst upp (Jón Eiríksson 1981, Jón Eiríksson o.fl. 1990). Þá hef- ur hún fundist í nokkru yngri setlög- um í Breiðuvík, sem mynduðust bæði þegar Fossgilssyrpa settist til fyrir 2,05 milljón árum og Svartham- arssyrpa fyrir 1,5 milljón árum, en báðar þessar syrpur teljast til Þreng- ingarmyndunar (Jón Eiríksson 1981). Loks hefur hún fundist sunn- ar á Tjömesi í svonefndri Húsavík- urmyndun, ofarlega í Tungukambi við Hallbjarnarstaðaá (Gladenkov o.fl. 1980, Jón Eiríksson 1981). Síðast- nefndu jarðlögin hafa líklega sest til í lok síðasta jökulskeiðs, en þau em óhörðnuð og laus í sér (Jón Eiríksson 1981). Flest eintökin sem við höfum séð frá Tjömesi virðast tilheyra af- brigðinu portlandica (P. arctica var. portlandica), en einnig em nokkur sem líkjast mjög aðaltegundinni (Portlandia arctica arctica). í Búlandshöfða á Snæfellsnesi hefur jökultodda fundist í sjávarseti sem hvílir á jökulrispuðu tertíem blágrýti ofarlega í höfðanum (Helgi Pjetursson 1904, Ólöf E. Leifsdóttir 1999). Á setlögunum liggur hraun- lag sem hefur verið aldursákvarðað með kalíum-argon aðferð, en það er I, 1 ± 0,12 milljón ára gamalt (Krist- inn J. Albertsson 1976). Setið er því litlu eldra en hraunlagið sem hvílir á því og að öllum líkindum myndað á sama hlýskeiði (4. mynd). Öll eintökin sem við höfum skoðað úr Búlandshöfða virðast tilheyra undir- tegundinni siliqua (Portlandia arctica siliaua). I Saurbæ í Gilsfirði hefur jökul- todda fundist í sjávarsetlögum frá lokum síðasta jökulskeiðs (Guð- rnundur G. Bárðarson 1921, Lovísa Ásbjörnsdóttir og Hreggviður Norð- dahl 1995). Skeldýr úr þessum lög- um hafa verið aldursákvörðuð með geislakolsaðferð og er aldur þeirra II, 255±240 BP (Guðmundur Kjart- ansson 1966, Lovísa Ásbjömsdóttir og Hreggviður Norðdahl 1995). Skeljarnar við Súluá og á Heynesi virðast af nær sama aldri og þær í Saurbæ (Ólafur Ingólfsson 1987). Flestar jökultoddur í Saurbænum virðast tilheyra undirtegundinni sil- iqua (Portlandia arctica siliqua) eins og áðumefnd eintök úr Búlandshöfða, en fáein líkjast meira dæmigerðri jök- ultoddu (P. arctica arctica). í safni Náttúrufræðistofnunar Is- lands em tvær skeljar (aðfærslu- 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.