Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 75

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags JARÐSAGA Útbreiðsla jökultoddu í jarðlögum sýnir að á jökulskeiðum hefur kaldur heimskautasjór náð um það bil 2.000 km suður fyrir núverandi suður- mörk tegundarinnar. Elstu jarðlög sem hafa fundist með jökultoddu eru við Kaupmannahafnarhöfða (Kap Kobenhavn) á Pearylandi á Norður- Grænlandi, en þau eru talin 2,45 milljón ára gömul (Leifur A. Símon- arson o. fl. 1998, Funder o.fl. 2001). Þá hefur hún allvíða fundist í yngri jarðlögum á norðurslóð, einkum frá lokum jökulskeiða ísaldar (síðjökul- tímum) og raunar hefur hún á stund- um náð suður á bóginn alla leið til Danmerkur, Þýskalands og Hollands. Þegar hlýnaði á hlýskeið- um ísaldar dró hún sig hins vegar norður á bóginn í átt að núverandi útbreiðslusvæði. Jökultodda hefur því breytt útbreiðslusvæði sínu mjög svo reglulega á ísöld, haldið til suð- urs á jökulskeiðunum, en dregið sig norður á bóginn í byrjun hlýskeiða. Frá fyrri hluta ísaldar er jökul- todda þekkt úr jarðlögum við Kaup- mannahafnarhöfða á Norður-Græn- landi (Leifur A. Símonarson o.fl. 1998) og jarðlögum við Lodin Elv í Scoresbysundi á Austur-Grænlandi (Feyling-Hanssen o.fl. 1983), í jarð- myndunum sem kenndar eru við Hörga og Þrengingar í Breiðuvík á Tjörnesi (Jóhannes Áskelsson 1935, Jón Eiríksson 1981), í Icenian-lögun- um og Serripes groenlandicus-Yoidia lanceolata lífbeltinu í Hollandi (Heer- ing 1950, Spaink 1975) og Yakataga- mynduninni á Middletoneyju við Alaska (Allison 1978). Frá miðhluta ísaldar er hún þekkt í jarðlögum í Búlandshöfða á Snæfellsnesi (Helgi Pjetursson 1904, Ólöf E. Leifsdóttir 1999) , í jarðlögum kenndum við Karagin, Pinakul, Kolvin, og Pady- meiskii í Síberíu (Merklin o.fl. 1962, 1979, Petrov 1982) og í svonefndum Anvilian, Kotzebuan og Pre-Cape Christian-lögum í Alaska (Hopkins o.fl. 1972,1974, Andrews o.fl. 1981). Frá síðari hluta ísaldar er jökultodda þekkt úr jarðlögum umhverfis Is- hafið og Norður-Atlantshaf frá Ellesmereeyju, Svalbarða, Græn- landi, Islandi, Norður-Rússlandi og Síberíu í norðri (Mossewitsch 1928, Moller & Funder 1991, Funder 1992, Guðmundur G. Bárðarson 1921) til Danmerkur og Þýskalands í suðri (Jessen o.fl. 1910). í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er hún einkennis- dýr Yo/dw-Iaganna frá lokum síð- asta jökulskeiðs, en þau eru raunar kennd við eldra ættkvíslarheiti teg- undarinnar. I Norður-Ameríku hef- ur hún fundist í jarðlögum frá síðari hluta ísaldar suður á bóginn til Maine og Vermont (Richard 1962, Wagner 1970) og suðurstrandar Alaska við Kvichakflóa (Hopkins 1973). 3. mynd. Dreifing jökultoddu (Portland- ia arctica) í jarðlögum á Íslandi.-The distribution of fossil Portlandia arctica in Iceland. The species has not beenfound living at present in lceland. JÖKULTODDA í ÍSLENSKUM (ARÐLÖGUM Hér á landi hefur jökultodda fundist á sjö stöðum í jarðlögum; í Breiðuvík á Tjörnesi og einnig sunnar á nesinu ofarlega í Tungukambi við Hall- bjarnarstaðaá, í Búlandshöfða á Snæfellsnesi, Saurbæ við Gilsfjörð, við mynni Geiradalsár í Króksfirði, við mynni Súluár í Melasveit og á Heynesi austan Akraness (3. mynd). Elstu eintökin eru í setlögum vestast í Breiðuvík á milli Beitarhúsastapa og Rakkadalsbjargs, en þar hefur sjór gengið inn á milli malarkeila í lok jökulskeiðs fyrir að því er virðist 2,15 milljón árurn, þegar Hörga- myndun hlóðst upp (Jón Eiríksson 1981, Jón Eiríksson o.fl. 1990). Þá hef- ur hún fundist í nokkru yngri setlög- um í Breiðuvík, sem mynduðust bæði þegar Fossgilssyrpa settist til fyrir 2,05 milljón árum og Svartham- arssyrpa fyrir 1,5 milljón árum, en báðar þessar syrpur teljast til Þreng- ingarmyndunar (Jón Eiríksson 1981). Loks hefur hún fundist sunn- ar á Tjömesi í svonefndri Húsavík- urmyndun, ofarlega í Tungukambi við Hallbjarnarstaðaá (Gladenkov o.fl. 1980, Jón Eiríksson 1981). Síðast- nefndu jarðlögin hafa líklega sest til í lok síðasta jökulskeiðs, en þau em óhörðnuð og laus í sér (Jón Eiríksson 1981). Flest eintökin sem við höfum séð frá Tjömesi virðast tilheyra af- brigðinu portlandica (P. arctica var. portlandica), en einnig em nokkur sem líkjast mjög aðaltegundinni (Portlandia arctica arctica). í Búlandshöfða á Snæfellsnesi hefur jökultodda fundist í sjávarseti sem hvílir á jökulrispuðu tertíem blágrýti ofarlega í höfðanum (Helgi Pjetursson 1904, Ólöf E. Leifsdóttir 1999). Á setlögunum liggur hraun- lag sem hefur verið aldursákvarðað með kalíum-argon aðferð, en það er I, 1 ± 0,12 milljón ára gamalt (Krist- inn J. Albertsson 1976). Setið er því litlu eldra en hraunlagið sem hvílir á því og að öllum líkindum myndað á sama hlýskeiði (4. mynd). Öll eintökin sem við höfum skoðað úr Búlandshöfða virðast tilheyra undir- tegundinni siliqua (Portlandia arctica siliaua). I Saurbæ í Gilsfirði hefur jökul- todda fundist í sjávarsetlögum frá lokum síðasta jökulskeiðs (Guð- rnundur G. Bárðarson 1921, Lovísa Ásbjörnsdóttir og Hreggviður Norð- dahl 1995). Skeldýr úr þessum lög- um hafa verið aldursákvörðuð með geislakolsaðferð og er aldur þeirra II, 255±240 BP (Guðmundur Kjart- ansson 1966, Lovísa Ásbjömsdóttir og Hreggviður Norðdahl 1995). Skeljarnar við Súluá og á Heynesi virðast af nær sama aldri og þær í Saurbæ (Ólafur Ingólfsson 1987). Flestar jökultoddur í Saurbænum virðast tilheyra undirtegundinni sil- iqua (Portlandia arctica siliqua) eins og áðumefnd eintök úr Búlandshöfða, en fáein líkjast meira dæmigerðri jök- ultoddu (P. arctica arctica). í safni Náttúrufræðistofnunar Is- lands em tvær skeljar (aðfærslu- 75

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.