Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 12
N áttúrufræðingurinn 5. mynd. Túnamttill, Penthaleus major, á grasblaði. Einkennandi er að endaparmur er á baki dýrsins og þar safnast oft fyrir úrgangsdropi. Dýrið er um 1 mm á lengd. - Wint- er grain mite, Penthaleus major, on grass leaf. The mite is approxitnately 1 mm long with a characteristic anus on the dorsal side, often collecting a drop of excrements. Ljósm./Photo. University of Nebraska, Department of Entomology. dýrum, þar á meðal túnamítli, og at- hugað hvort þessi tilgáta stæðist. Verkefnið nefndist „Lifir sortulóin fErigone atraj á túnamttli (Tent- haleus major) í íslenskum túnum?" Undirbúningur rannsóknarinnar hófst síðari hluta maí árið 2000, en þá voru lagðar út sex fallgildrur í tvær túnspildur á Möðruvöllum, Efstumýri og Miðmýri, og voru þær tæmdar 6. júní. Var það gert til að safna sortulóm, mordýrum og svarðmýi. Köngulær voru kyn- greindar undir víðsjá en túnamítlar voru ekki flokkaðir í mismunandi þroskastig. Mordýr voru ekki greind til flokka eða tegundar. Pör af sortuló (karl og kerla) voru sett saman í glær 200 ml lokuð plast- glös með rökum vikursteini og þerriblaði. Glösin voru sett í kæli- borð við 20°C og 16 tíma á dag á svonefndri kalstofu. I sumum glös- um voru einungis karlar (enda veiddist langmest af þeim). Síðan voru köngulærnar fóðraðar annan hvern dag á túnamítlum eða mor- dýrum sem sótt voru í fallgildr- urnar. Einnig voru pör svelt og fylgst með viðgangi þeirra. Niður- staðan varð þessi: 1. Köngulærnar þrifust ágætlega í glösunum í að minnsta kosti 3 vikur. 2. Þær lifðu góðu lífi á mordýrum og hurfu þau jafnóðum og fóðrað var með þeim. 3. Köngulærnar litu ekki við túnamítlunum og átu fremur makana. 4. Þær gátu lifað allt að 2 vikur án fóðrunar en hætti þá til að éta aðrar köngulær. Þar sem um pör var að ræða voru það yfirleitt kerlurnar sem átu karlana. Meginspurningu verkefnisins, um það hvort sortulóin lifi á túnamítli í íslenskum túnum, svaraði athug- unin því neitandi, og skýrir það meðal annars hvers vegna túnamít- ill nær sér svo vel á strik í túnum. Vitað er að túnamítillinn lifir aðal- lega á ákveðnum túngrösum, svo sem vallarfoxgrasi og háliðagrasi, en ekki er vitað á hverju sortulóin lifir aðallega í vistkerfi íslenskra túna. I þessu forverkefni dafnaði sortulóin vel á mordýrum, en verð- ugt viðfangsefni er að kanna nánar fæðu sortulóarinnar. Sótt var um fjármagn til Rannís til rannsóknar á því, en það fékkst ekki. Var hug- myndin að kanna hver væri aðal- fæða sortulóarinnar, hvernig hún dafnaði á mismunandi fæðu, hvaða fæða hvetur helst til varps og hve margar kynslóðir eru á ári í íslensk- um túnum. LlFIR SORTULÓIN Á MOR- DÝRUM? — LÍKINDI I fyrrgreindum fylgnireikningum á gögnum frá Möðruvöllum voru gögnin ekki flokkuð í tún og út- haga. Þegar búið er að útiloka að sortulóin lifi á túnamítli væri fróð- legt að kanna hvort gögnin gefi ein- hverjar vísbendingar um aðalfæðu sortulóarinnar í þessum tveimur vistkerfum, túni og úthaga. Var því athugað nánar hvaða mítla- og mordýraflokkar fylgdu helst sortu- lónni gegnum árið ef gögnin voru flokkuð í tún og úthaga. I túnum fylgir sortulóafjöldinn kengmori (r = 0,18”) og veikt neikvætt samband var á milli sortulóar og knattmors (r = -0,15"). Verður því að teljast lík- legt að sortulóin lifi á kengmori í túnum. í úthaganum, þar sem sortuló var fremur fátíð, virtist helst að hún komi fram samhliða ránmítlum (r = 0,31 "*) og blámori (r = 0,20‘"). Gæti það bent til þess að þessir dýrahópar væru aðalfæða sortulóar í úthaga, og verður blámorið að teljast líklegra en ránmítlarnir sem eru með harða skel. Má fremur hugsa sér að sortu- ló og ránmítlar lifi báðir á sömu mordýrunum og að þau séu keppi- nautar. I heild benda niðurstöðurn- ar því til þess að kengmor kunni að vera aðalfæða sortulóarinnar í tún- um en blámor í úthaga. ÁLYKTAN I R Umfjöllunin er byggð á erlendum og innlendum heimildum auk hrygg- leysingjasöfnunar í fallgildrur á Möðruvöllum í Hörgárdal 1996- 1997. Sortuló er langalgengasta teg- und köngulóa í eyfirskum túnum og er þar allt að 80% af köngulóarstofn- inum en einungis um 10% í sambæri- legum grasivöxnum beitilöndum. I túnunum söfnuðust nær 4 einstak- lingar af sortuló á dag þegar mest var að vorinu en einungis um 0,8 einstak- lingar á dag í úthaganum. Bæði í tún- um og úthaga má greina tvö hámörk í virkni sortulóar snemmsumars, annað í lok maí og hitt í lok júní, og svo minna hámark í lok júlí. Virðast þessi hámörk helst tengjast hitatopp- um. Haustkynslóðin er lítil, kemur fram í lok september og er meira áberandi í túnunum. Sortulóastofn- inn fylgir fjölda túnamítils, sem er 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.