Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn 2. mynd. Fálkinn Friðrik, Skagaströnd, 3. mars 1999. - Adult female Gyrfalcon. Ljósm./Photo: Jóhatin Óli Hilmarsson. árabil. Ég ræddi við Sigurfinn um fálkana 6. janúar 1998. Hann sagði mér að upphaflega hefði þetta byrj- að með því að hann sá fálka drepa önd á Skógtjörn og þótti miður. Hann var með hænsnabú og fékk þá hugmynd í kjölfarið að mögu- lega gæti hann haldið fálkanum frá andadrápum með því að leggja út dauðar hænur Gallus domesticus sem æti. Fálkar byrjuðu strax að sækja í hræin og þetta stóð yfir í um 20 ár, eða uns Sigurfinnur hætti með hænsnabúskap um 1996. Fálkar komu til Sigurfinns í nóv- ember eða desember og voru við fram í mars eða apríl hvern vetur. Sigurfinnur lagði út eina dauða hænu á dag svo lengi sem fálkamir tóku við. Oft komu fleiri en einn fálki til að éta, mest fjórir eða fimm. Aðeins fékk þó einn fálki að éta af hænunni í einu, hinir sátu álengdar og vældu stundum ámátlega. Stund- um slógust fálkarnir og eins réðust þeir á hrafna Coruus corax sem einnig létu freistast af hræjunum. Ég kom einu sinni á vettvang á níunda áratugnum til að virða þetta fyrir mér. Þá var nýétin hæna á bakka Skógtjarnar og tveir fálkar við, annar fullorðinn og hinn ungi á fyrsta vetri. FÁLKINN FRIÐRIK Hjónin Birgir Árnason og Inga Þor- valdsdóttir á Skagaströnd eru fuglavinir. I samtali sem ég átti við Birgi 6. janúar 1998 sagði hann mér að þau hjón hefðu haft þann sið að fóðra hrafna á veturna á lóðinni við hús sitt. Veturinn 1990 til 1991 bar svo við að tveir fálkar komu í ætið, annar var fullorðinn og hinn var ungfugl á fyrsta vetri. Samkomu- lagið var ekki gott milli fálkanna og ungi fálkinn var fljótlega hrakinn í burtu. Alla vetur síðan hefur full- orðinn fálki, líklega sá sami, verið á fóðrum hjá þeim hjónum og kalla þau hann Friðrik (1. mynd). Hann kemur í október og fer í apríl. Hann hefur ætíð sama háttinn á: sest á staur skammt frá húsinu og bíður þolinmóður. Verði hann var manna- ferða inni eða sé kallað á hann kem- ur hann nær. Þegar ætinu er kastað út um eldhúsgluggann rennir hann sér niður á grasflötina og grípur ætið tvo til þrjá metra frá húsgaflin- um. Hann étur ekki á staðnum heldur ber fóðrið í burtu og étur einhvers staðar fyrir utan þorpið. Fái hann mikið að éta fer hann nokkrar ferðir fram og til baka. Þannig sagði Birgir mér að hann hefði eitt sinn snarað út fjórum rjúpum og fálkinn fór þá fjórar ferðir uns síðasta rjúpan var í burtu. Fjórar rjúpur eru miklu stærri skammtur en einn fálki getur torgað á degi og því greinilegt að hann hefur þá geymt hluta af ætinu til seinni tíma. Ef tíð er slæm kem- ur fálkinn flesta daga, en heim- sóknirnar eru strjálli ef tíð er góð. Eins lætur hann ekki sjá sig í nokkra daga ef skammturinn er stór, líkt og daginn þegar hann fékk fjórar rjúpur. Hann er mestmegnis alinn á sláturafurðum, t.d. folalda- kjöti og kálfalifur. Jóhann Oli Hilmarsson ljós- myndaði þennan fálka 3. mars 1999 og myndir frá honum prýða þessa grein. Jóhann komst að því, og myndir hans staðfesta það, að fálk- inn Friðrik er kvenfugl en ekki karl- fugl eins og nafnið gefur til kynna. Nýjustu fréttir af fálkanum Friðriki eru þær að í október 2002 var kost- gangarinn mættur þrettánda vetur- inn í röð! Niðurlag Þetta eru ekki einu upplýsingarnar sem ég hef af fálkum sem koma í út- burð. Ingi Yngvason á Skútustöð- um í Mývatnssveit hefur tjáð mér að fálkar hafi í fleiri en einn vetur legið í æti sem hann hefur lagt út fyrir hrafna. Ingi hefur borið út bæði svartfugla og endur. Annar veiðimaður, Kjartan Lorange í Reykjavík, hefur svipaða sögu að segja, en veturinn 2000 til 2001 bar hann út æti fyrir tófur Alopex lagop- us á Mosfellsheiði og að minnsta kosti tveir fálkar sóttu í ætið hjá honum. I bréfi frá 2. mars 2001 seg- ir Kjartan: „II gær voru við ætið] tveir fálkar að gæða sér á hrossakjöti, einn aldinn höfðingi sem að passaði vel upp á jaðl ungfuglinn kæmist ekki á ætið á meðan að hann kýldi vömbina, og mátti sá ungi helst ekki hreyfa sig þá var sá gamli búinn að gera árás undireins." 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.