Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 1. mynd. „Pétursbuddur eðn pétursskip kallast hin alkunnu skötuegg (Ova Rajae) eða Pulvinar marin- um." segir í Ferðabók Egg- erts og Bjarna, þaðan sem þessi mynd er tekin. ir, kristalla, málma og steingervinga, og raunar eru fáein dæmi um hluti sem alls ekki teljast til steinaríkisins, svo sem pétursskip og vestur-indísk „baun". 11. kafla flokkar Jón steina fyrst í almenna og óalmenna, hinir al- mennu skiptast svo í náttúrugjörða og manngjörða en hinir óalmennu í eðalsteina og náttúrusteina, nefni- lega steina „sem haldið er geymi í sér einhvern leyndan kraft til lækn- inga, eður annarra meir frábrugð- inna og furðanlegra verkana" (1. mynd). Jón segist aðeins fjalla um steina sem hann hafi sjálfur séð eða hafi undir höndum, en um aðra sem hann hafi ekki séð (og óefað séu margir) setji hann það sem hann hafi eftir trúverðugra manna sögnum. Um framandi steina geti hann hins vegar ekki. 12. og 3. kafla telur Jón upp og lýsir 19 „almennum steinum", flestum frá eigin brjósti. Þar eru efst á blaði Grá- steinar eða grágrýti, Blágrýti, Holta- steinar, Fjörusteinar, Hraungrjót, Vik- ur og Sandsteinar, sem sennilega vísar til móbergs. Sem dæmi um lýs- ingu Jóns á slíku grjóti er þessi: „Hraungrjót eður hraunsteinar eru oftast nokkuð dökkir ... en sumir sótrauðir. Margir og stórir klettar samfelldir af slíkum steinum kallast hraun. Samfellt hraun er holótt og hrjóstrugt, sumstaðar tindótt, en sum- staðar hrukkótt ofan á sem grautar- skán. Lausir hraunsteinar eru oftlega gegngrafnir af vindholum svo aðeins hanga saman, og svo léttir að þeir hafa minna en þriðjungs þyngd móti hinum gagnþéttu (solidis) af sömu stærð. En sandinn í kringum kalla sumir með kemískri nafiigift, Caput mortuum [hrat, það sem eftir verður þegar allt nýtilegt hefur verið úr því tekiðj. Slíkir vindholu-steinar og sandur eru annað hvort grábleikir eður grásvartir. Oefað er að eldur hef- ur einhvern tíma yfir leikið allt slíkt grjót, og hafa þá hrukkurnar og hol- urnar orðið af vindi er steinninn storknaði" (2. mynd). Fyrri hluti þessarar lýsingar gæti allt eins verið fornlega orðaður kafli úr jarðfræðibók: svart og rautt gjall, apalhraun og helluhraun. En síðasta setningin - að eldur hafi óefað einhvern tíma yfir leikið allt slíkt grjót, og hafi þá hrukkurnar og holurnar orðið af vindi er steinninn storknaði - verður að telj- ast undarlega skrifuð af Islendingi, en hvort tveggja er, að Jón ólst upp vestur á fjörðum og í Húnavatns- sýslu, fjarri virkum gosstöðvum, og eyddi svo mestum hluta ævinnar á bókasöfnum og flórhellum Kaup- mannahafnar. Hann hefur því aldrei séð eldgos með eigin augum, fremur en Þorvaldur Thoroddsen, enda urðu engin gos á árunum 1743-1751, meðan hann var á ís- landi. - Á 18. öld urðu tvö allmikil öskugos í Kötlu (1721 og 1755) og eitt hraungos í Heklu (1766), að ógleymdum Mývatnseldum 1724- 1727, sem enduðu með miklu hraunflóði. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.