Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 68

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 68
Náttúrufræðingurinn 9. mynd. Verið getur að halastjörnur hafi snemma í sögu jarðar borið með sér utan úr geimnum ýmis hráefni lífsins. efni prótína - amínósýrumar - og fosfatuppistöður kjamsýrusameind- anna, í geimryki, loftsteinum og halastjömum. Hugsanlega hafa þessi efni upphaflega borist til jarðar utan úr geimnum (9. mynd). Við einhverj- ar aðstæður, þar sem lífefni söfnuð- ust fyrir, rákust sameindir þeirra saman svo smám saman urðu til sí- fellt flóknari efni, og vísindamenn telja að sumar þessara sameinda hafi dregið til sín hráefni úr umhverfinu og myndað úr þeim eftirmyndir sjálfra sín; hafi sem sagt verið gædd- ar hæfni til sjálfseftirmyndunar, sem er eitt af einkennum lífsins. En í hvaða röð birtust þessi efni (eða urðu að lífefnum)? DNA getur flutt upplýsingar á milli kynslóða frumna og einstaklinga, en er við það háð RNA og prótínum. DNA getur til dæmis ekki tengt sam- eindir saman eða klofið þær, eins og ensím gera. Hið gagnstæða á við um prótínin: Þau stýra þeirri vinnu sem nauðsynleg er til þess að frumurnar haldi lífi en eru ekki fallin til að flytja boð á milli kyn- slóða. Aðeins RNA ræður við bæði þessi hlutverk - að flytja erfðaupp- lýsingar og framkvæma vinnu í frumunum. RNA-líf? Auk þess sem RNA flytur erfðaupp- lýsingar frá efni genanna, DNA, hef- ur komið í ljós að þessi kjarnsýra er við ákveðnar aðstæður ensím, getur sem sagt hraðað ákveðnum efna- hvörfum í frumu án þess að eyðast við það. Með tilraunum hefur tekist að þróa hjá ákveðnum gerðum af RNA hæfileika til að stýra efnahvörf- um, meðal annars til að raða saman amínósýrum, eins og í prótínum, og hráefnum í kjarnsýrur - niturbösum og fosfati. Þessar RNA-gerðir, sem framleiddar hafa verið með skipu- legu vali á tilraunastofum, gegna ýmsum hlutverkum sem DNA gegn- ir í eðlilegum frumum. Það er skoðun margra að áður en til varð líf eins og við nú þekkjum það, með samspili DNA, RNA og prótína, hafi þróast frumstæðar líf- verur, þar sem RNA gegndi hlutverki allra þessara efna. Þessar lífverur hafi verið óstöðugar, og smám sam- an hafi í þeim þróast ensímakerfi úr prótínum og varanlegra erfðaefni úr DNA. Þessu til stuðnings benda menn á að í ákveðnum gerðum af veirum er ekkert DNA; í þeim gegnir RNA hlut- verki erfðaefnis. HEIMILDIR Gould, Stephen Jay (1989). Wonderful life: the Burgess Shale and the Nature of Hi- story. W.W. Norton, New York. Zimmer, Carl (2002). Evolution: the tri- umph of an idea. William Heinemann, London. (Allar myndir í greininni eru úr þessari bók.) Um höfundinn Ornólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.- prófi í líffræði og efn- fræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1958. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykja- vík 1960-1967, Mennta- skólann við Hamra- hlíð 1967-1980 og rekt- or þess skóla 1980- 1995. Samhliða kennslu- störfum hefur Örnólfur samið kennslu- bækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið ritstjóri Nátt- úrufræðingsins. PÓSTFANG HÖFUN DAR Ömólfur Thorlacius Bjarmalandi 7 108 Reykjavík 68 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.