Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 68

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 68
Náttúrufræðingurinn 9. mynd. Verið getur að halastjörnur hafi snemma í sögu jarðar borið með sér utan úr geimnum ýmis hráefni lífsins. efni prótína - amínósýrumar - og fosfatuppistöður kjamsýrusameind- anna, í geimryki, loftsteinum og halastjömum. Hugsanlega hafa þessi efni upphaflega borist til jarðar utan úr geimnum (9. mynd). Við einhverj- ar aðstæður, þar sem lífefni söfnuð- ust fyrir, rákust sameindir þeirra saman svo smám saman urðu til sí- fellt flóknari efni, og vísindamenn telja að sumar þessara sameinda hafi dregið til sín hráefni úr umhverfinu og myndað úr þeim eftirmyndir sjálfra sín; hafi sem sagt verið gædd- ar hæfni til sjálfseftirmyndunar, sem er eitt af einkennum lífsins. En í hvaða röð birtust þessi efni (eða urðu að lífefnum)? DNA getur flutt upplýsingar á milli kynslóða frumna og einstaklinga, en er við það háð RNA og prótínum. DNA getur til dæmis ekki tengt sam- eindir saman eða klofið þær, eins og ensím gera. Hið gagnstæða á við um prótínin: Þau stýra þeirri vinnu sem nauðsynleg er til þess að frumurnar haldi lífi en eru ekki fallin til að flytja boð á milli kyn- slóða. Aðeins RNA ræður við bæði þessi hlutverk - að flytja erfðaupp- lýsingar og framkvæma vinnu í frumunum. RNA-líf? Auk þess sem RNA flytur erfðaupp- lýsingar frá efni genanna, DNA, hef- ur komið í ljós að þessi kjarnsýra er við ákveðnar aðstæður ensím, getur sem sagt hraðað ákveðnum efna- hvörfum í frumu án þess að eyðast við það. Með tilraunum hefur tekist að þróa hjá ákveðnum gerðum af RNA hæfileika til að stýra efnahvörf- um, meðal annars til að raða saman amínósýrum, eins og í prótínum, og hráefnum í kjarnsýrur - niturbösum og fosfati. Þessar RNA-gerðir, sem framleiddar hafa verið með skipu- legu vali á tilraunastofum, gegna ýmsum hlutverkum sem DNA gegn- ir í eðlilegum frumum. Það er skoðun margra að áður en til varð líf eins og við nú þekkjum það, með samspili DNA, RNA og prótína, hafi þróast frumstæðar líf- verur, þar sem RNA gegndi hlutverki allra þessara efna. Þessar lífverur hafi verið óstöðugar, og smám sam- an hafi í þeim þróast ensímakerfi úr prótínum og varanlegra erfðaefni úr DNA. Þessu til stuðnings benda menn á að í ákveðnum gerðum af veirum er ekkert DNA; í þeim gegnir RNA hlut- verki erfðaefnis. HEIMILDIR Gould, Stephen Jay (1989). Wonderful life: the Burgess Shale and the Nature of Hi- story. W.W. Norton, New York. Zimmer, Carl (2002). Evolution: the tri- umph of an idea. William Heinemann, London. (Allar myndir í greininni eru úr þessari bók.) Um höfundinn Ornólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.- prófi í líffræði og efn- fræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1958. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykja- vík 1960-1967, Mennta- skólann við Hamra- hlíð 1967-1980 og rekt- or þess skóla 1980- 1995. Samhliða kennslu- störfum hefur Örnólfur samið kennslu- bækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið ritstjóri Nátt- úrufræðingsins. PÓSTFANG HÖFUN DAR Ömólfur Thorlacius Bjarmalandi 7 108 Reykjavík 68 J

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.