Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 35
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags allar álíka stórar, á að giska 10-12 cm í þvermál, og mynduðu stóran flekk á botninum (1. og 3. mynd). Utan flekksins tók við leðjubotn þar sem enginn gróður var sjáanlegur. Fleiri slíkir flekkir fundust í þessum leið- angri og öðrum leiðöngrum næstu árin. Það plöntusamfélag sem þarna gat að líta kom mjög á óvart. Ekkert fannst í vísindaritum sem gaf til kynna að kúluskítur myndaði sam- félög með þessum hætti og yfirhöf- uð var lítið bitastætt að hafa um kúluskít í þeim prentuðu heimildum sem tiltækar voru. Kúluskíturinn vekur ATHYGLl Kúluskíturinn vakti hvarvetna at- hygli þar sem hann var hafður til sýnis. Arið 1994 setti Náttúruvernd- arráð (nú Náttúruvernd ríkisins) upp gestastofu fyrir ferðamenn í Mývatnssveit. Kúluskíturinn var þar settur í öndvegi. Útbúin var kúlu- skítspersóna í formi teiknimynda- 2. mynd. Myndatökumenn að störfum við kúluskítsbúrið í gestastofu Náttúru- verndar ríkisins við Mývatn. - Filming marimo in an aquarium at the Myvatn Vistor Centre. Ljósm./photo Hrafnhildur Hannesdóttir. fígúru, sem þjónaði því hlutverki að gera sýningarefnið lifandi í augum gesta. Sett var upp búr þar sem gest- ir gátu handleikið lifandi kúluskít, og kviknuðu ævinlega spurningar í tengslum við það (2. mynd). Algeng- ast var að spurt væri hve gamlar plönturnar yrðu, hvað væri innan í þeim, hvernig stæði á því að þær gætu verið grænar allan hringinn o.s.frv. Fátt varð um svör, því að 3. mynd. Kúluskítsbreiða í Mývatni sumarið 2000. Slikja af grænþörungnum C. glomerata liggur milli kúlnanna. - A colony of lake balls in Lake Mývatn in 2000. Fila- ments of C. glomerata fill the spaces between the balls. Ljósm./photo Isamu Wakana. rannsóknir höfðu ekki verið gerðar á nema fáum þessara atriða svo kunn- ugt væri. Við þetta sat til ársins 1999. Þáttur isamu wakana Þá gerðist nokkuð óvænt sem ger- breytti stöðu mála. Boð komu frá japönskum plöntulífeðlisfræðingi, Isamu Wakana að nafni. Hann hafði rekist á mynd af kúluskíts- breiðu á vefsíðu Náttúrurann- sóknastöðvarinnar við Mývatn og sýndi því nú áhuga að koma og kafa í vatnið til rannsókna. Það fylgdi sögunni að Isamu hefði stundað rannsóknir á kúluskít um árabil í heimalandi sínu. Isamu greindi ennfremur frá því að í Akanvatni á eynni Hokkaido væri breiða af kúluskít sem væri ekki ósvipuð þörungabreiðunum í Mý- vatni. Þessar breiður væru hinar einu sem vitað væri um í veröld- inni. Kúluskíturinn, eða marimo á máli þarlendra, væri stranglega friðaður í Japan, hefði verið út- nefndur árið 1952 sem sérstök nátt- úrugersemi og mikið starf væri unnið til að stuðla að vernd hans. Fjöldi ferðamanna kæmi gagngert til þess að skoða plönturnar, sem væru víðfrægar í Japan. Þriggja daga marimo-hátíð væri haldin ár- lega á bökkum Akanvatns þar sem allt snerist um þessar grænu, loðnu þörungakúlur. Isamu Wakana stendur fyrir út- gáfu vísindarits, Marimo Research, þar sem kynntar eru niðurstöður rannsókna á kúluskít í Japan. Þar er greint frá rannsóknum á útbreiðslu þörungsins í Akanvatni og skyld- leika við aðra þörunga en einkum þó rannsóknum á lífeðlisfræði hans. Talsvert af því sem hér fer á eftir um lifnaðarhætti kúluskíts er byggt á rannsóknum Isamu Wak- ana og samstarfsmanna hans. Svo fór að Isamu Wakana kom alls fjórum sinnum til Islands og kafaði í Mývatn til rannsókna á kúluskítnum. VATNASKÚFUR og KÚ LUSKÍTU R Kúluskítur er nafn sem hér er notað um sérstakt vaxtarform tegundar- innar Aegagropila linnaei, þar sem hver planta vex upp í stóra kúlu er liggur laus á botninum. Grænþör- ungur þessi þekkist úr mörgum vötnum víða um heim en hann hef- ur þrjú vaxtarform og vex oftast annaðhvort botnfastur á hörðu und- irlagi, líkt og mosi á steinum, eða sem laus ló á mjúkum leðjubotni og 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.