Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 35
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags allar álíka stórar, á að giska 10-12 cm í þvermál, og mynduðu stóran flekk á botninum (1. og 3. mynd). Utan flekksins tók við leðjubotn þar sem enginn gróður var sjáanlegur. Fleiri slíkir flekkir fundust í þessum leið- angri og öðrum leiðöngrum næstu árin. Það plöntusamfélag sem þarna gat að líta kom mjög á óvart. Ekkert fannst í vísindaritum sem gaf til kynna að kúluskítur myndaði sam- félög með þessum hætti og yfirhöf- uð var lítið bitastætt að hafa um kúluskít í þeim prentuðu heimildum sem tiltækar voru. Kúluskíturinn vekur ATHYGLl Kúluskíturinn vakti hvarvetna at- hygli þar sem hann var hafður til sýnis. Arið 1994 setti Náttúruvernd- arráð (nú Náttúruvernd ríkisins) upp gestastofu fyrir ferðamenn í Mývatnssveit. Kúluskíturinn var þar settur í öndvegi. Útbúin var kúlu- skítspersóna í formi teiknimynda- 2. mynd. Myndatökumenn að störfum við kúluskítsbúrið í gestastofu Náttúru- verndar ríkisins við Mývatn. - Filming marimo in an aquarium at the Myvatn Vistor Centre. Ljósm./photo Hrafnhildur Hannesdóttir. fígúru, sem þjónaði því hlutverki að gera sýningarefnið lifandi í augum gesta. Sett var upp búr þar sem gest- ir gátu handleikið lifandi kúluskít, og kviknuðu ævinlega spurningar í tengslum við það (2. mynd). Algeng- ast var að spurt væri hve gamlar plönturnar yrðu, hvað væri innan í þeim, hvernig stæði á því að þær gætu verið grænar allan hringinn o.s.frv. Fátt varð um svör, því að 3. mynd. Kúluskítsbreiða í Mývatni sumarið 2000. Slikja af grænþörungnum C. glomerata liggur milli kúlnanna. - A colony of lake balls in Lake Mývatn in 2000. Fila- ments of C. glomerata fill the spaces between the balls. Ljósm./photo Isamu Wakana. rannsóknir höfðu ekki verið gerðar á nema fáum þessara atriða svo kunn- ugt væri. Við þetta sat til ársins 1999. Þáttur isamu wakana Þá gerðist nokkuð óvænt sem ger- breytti stöðu mála. Boð komu frá japönskum plöntulífeðlisfræðingi, Isamu Wakana að nafni. Hann hafði rekist á mynd af kúluskíts- breiðu á vefsíðu Náttúrurann- sóknastöðvarinnar við Mývatn og sýndi því nú áhuga að koma og kafa í vatnið til rannsókna. Það fylgdi sögunni að Isamu hefði stundað rannsóknir á kúluskít um árabil í heimalandi sínu. Isamu greindi ennfremur frá því að í Akanvatni á eynni Hokkaido væri breiða af kúluskít sem væri ekki ósvipuð þörungabreiðunum í Mý- vatni. Þessar breiður væru hinar einu sem vitað væri um í veröld- inni. Kúluskíturinn, eða marimo á máli þarlendra, væri stranglega friðaður í Japan, hefði verið út- nefndur árið 1952 sem sérstök nátt- úrugersemi og mikið starf væri unnið til að stuðla að vernd hans. Fjöldi ferðamanna kæmi gagngert til þess að skoða plönturnar, sem væru víðfrægar í Japan. Þriggja daga marimo-hátíð væri haldin ár- lega á bökkum Akanvatns þar sem allt snerist um þessar grænu, loðnu þörungakúlur. Isamu Wakana stendur fyrir út- gáfu vísindarits, Marimo Research, þar sem kynntar eru niðurstöður rannsókna á kúluskít í Japan. Þar er greint frá rannsóknum á útbreiðslu þörungsins í Akanvatni og skyld- leika við aðra þörunga en einkum þó rannsóknum á lífeðlisfræði hans. Talsvert af því sem hér fer á eftir um lifnaðarhætti kúluskíts er byggt á rannsóknum Isamu Wak- ana og samstarfsmanna hans. Svo fór að Isamu Wakana kom alls fjórum sinnum til Islands og kafaði í Mývatn til rannsókna á kúluskítnum. VATNASKÚFUR og KÚ LUSKÍTU R Kúluskítur er nafn sem hér er notað um sérstakt vaxtarform tegundar- innar Aegagropila linnaei, þar sem hver planta vex upp í stóra kúlu er liggur laus á botninum. Grænþör- ungur þessi þekkist úr mörgum vötnum víða um heim en hann hef- ur þrjú vaxtarform og vex oftast annaðhvort botnfastur á hörðu und- irlagi, líkt og mosi á steinum, eða sem laus ló á mjúkum leðjubotni og 35

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.