Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 74

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 74
Náttúrufræðingurinn var. nux) en því var upphaflega lýst af W.C. Bragger 1900-1901 úr jarð- lögum frá lokum síðasta jökulskeiðs í Oslóarfirði í Noregi. Því svipar all- mikið til ósatoddu en er mun kúpt- ara, með hlutfall breiddar /lengdar á bilinu 0,53-0,63. ÚTBREIÐSLA OG VISTFRÆÐI Jökultodda lifir í dag umhverfis Norðurheimskautið, einkum á há- arktíska fánusvæðinu, en teygir sig suður í lágarktíska fánusvæðið við Labrador, Novaja Zemlja og í Hvíta- hafi (2. mynd). Hún hefur fundist við Austur-Grænland suður að 68°10'N og Vestur-Grænland suður að 77°N, einnig við Svalbarða og Novaja Zemlja, í Barentshafi, Hvíta- hafi, Karahafi, Laptevhafi, Austur- Síberíuhafi og Tsjúkothafi (Mosse- witsch 1928, Jensen 1942, Ockel- mann 1958, Scarlato 1981). Við Norð- ur-Ameríku hefur hún fundist frá Beringssundi í norðri og suður að mynni Yukonfljóts (Hopkins o.fl. 1974) og austur á bóginn um Beau- fortshaf, Ellesmereeyju, Hudsonflóa og Baffinsflóa til suðurhluta Labra- dors (Bemard 1979, Lubinsky 1980). Island er því sunnan við núverandi útbreiðslusvæði tegundarinnar, en á kuldatímum tengdum jökulskeiðum ísaldar hefur hún alloft náð suður á bóginn hingað til lands. Við Austur-Grænland er jökul- todda algeng inni í fjörðum frá Jorgen Branlundsfirði í norðri til Mikisfjarðar í suðri, einkum á dýpi milli 10 og 50 m þar sem sjávarhiti er frá 0°C til -1,7°C (Ockelmann 1958). Þar virðist hún þrífast best á leir og eðjubotni framan við árósa og jökul- sporða þar sem mikið framboð er á fersku vatni frá bráðnandi jöklum og mikið af jökulleir og eðju í vatn- inu. Á slíkum svæðum verður seltu- magn sjávar oft frekar lágt, 25- 34,5 %o. Flest eintökin frá Austur- Grænlandi tilheyra Portlandia arctica var. portlandica, fáein tilheyra und- irtegundinni P. arctica siliqua og að- eins örfá P. arctica var. nux (Ockelmann 1958). Svipaða sögu er að segja frá Norður-Kanada þar sem afbrigðið portlandica heldur sig nær eingöngu á litlu dýpi við árósa og framan við jökla (Lubinsky 1980). Stofninn í Hvítahafi er einangraður frá aðalútbreiðslusvæði tegundar- innar og telja margir að hann hafi orðið þar eftir þegar jökultoddan dró sig norður á bóginn undan hækkandi sjávarhita í lok síðasta jökulskeiðs (Brogger 1900-1901, Ockelmann 1958). í Hvítahafi lifir hún víðast á meira dýpi en 33 m þar sem sjávarhiti er 0,5°C til -1,4°C (Jensen 1942). Á einum stað vestar- lega í Hvítahafi hefur tegundin hins vegar fundist á um 23 m dýpi þar sem sjávarhiti í júlí nær 3,6°C (Jen- sen 1942). Eintökin úr Hvítahafi til- heyra flest dæmigerðri jökultoddu (Portlandia arctica artica), en allmörg eintök hafa einnig fundist sem líkj- ast mjög P. arctica var. portlandica (Mossewitsch 1928). Jökultoddan er setæta og til- heyrir fánusamfélagi sem grefur sig grunnt niður í eðjukenndan botninn (ífánu). Kjördýpi teg- undarinnar er 10-50 m, en hún hefur fundist frá 2 m dýpi niður á 339 m dýpi við Austur-Grænlandi (Ockelmann 1958). Bernard (1979, 1983) nefndi nokkur eintök af jök- ultoddu af 2.560 m dýpi úr Beaufortshafi, en benti á að þau væru svolítið frábrugðin dæmi- gerðri jökultoddu, sem héldi sig að mestu á grunnsævi, og tilheyrðu því ef til vill annarri tegund. Jökul- toddan virðist kunna best við sig í ísöltum sjó inni í fjörðum þar sem hröð setmyndun á sér stað að vor- og sumarlagi og hitastig sjávar er undir 4°C. Kjörhitastig hennar er frá 0°C til -1,7°C og sjaldgæft er að finna hana í sjó með hærra hitastigi en 2,5°C (Jensen 1942, Bernard 1983). Hins vegar hefur Jensen (1942) bent á að þar sem sjávarhiti við botn er um 4°C er botneðjan sem dýrin hafast við í mun kaldari, t.d. við Austur-Grænland næstum því 0°C. Jökultoddan gýtur stórum eggjum með mikilli forðanæringu, en sviflirfustigið er stutt. Tegundin er einkennisdýr Portlandia-samfé- lagsins, en lifir einnig á mörkum Macoma- og Portiandia-samfélag- anna (Ockelmann 1958). 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.