Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 74

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 74
Náttúrufræðingurinn var. nux) en því var upphaflega lýst af W.C. Bragger 1900-1901 úr jarð- lögum frá lokum síðasta jökulskeiðs í Oslóarfirði í Noregi. Því svipar all- mikið til ósatoddu en er mun kúpt- ara, með hlutfall breiddar /lengdar á bilinu 0,53-0,63. ÚTBREIÐSLA OG VISTFRÆÐI Jökultodda lifir í dag umhverfis Norðurheimskautið, einkum á há- arktíska fánusvæðinu, en teygir sig suður í lágarktíska fánusvæðið við Labrador, Novaja Zemlja og í Hvíta- hafi (2. mynd). Hún hefur fundist við Austur-Grænland suður að 68°10'N og Vestur-Grænland suður að 77°N, einnig við Svalbarða og Novaja Zemlja, í Barentshafi, Hvíta- hafi, Karahafi, Laptevhafi, Austur- Síberíuhafi og Tsjúkothafi (Mosse- witsch 1928, Jensen 1942, Ockel- mann 1958, Scarlato 1981). Við Norð- ur-Ameríku hefur hún fundist frá Beringssundi í norðri og suður að mynni Yukonfljóts (Hopkins o.fl. 1974) og austur á bóginn um Beau- fortshaf, Ellesmereeyju, Hudsonflóa og Baffinsflóa til suðurhluta Labra- dors (Bemard 1979, Lubinsky 1980). Island er því sunnan við núverandi útbreiðslusvæði tegundarinnar, en á kuldatímum tengdum jökulskeiðum ísaldar hefur hún alloft náð suður á bóginn hingað til lands. Við Austur-Grænland er jökul- todda algeng inni í fjörðum frá Jorgen Branlundsfirði í norðri til Mikisfjarðar í suðri, einkum á dýpi milli 10 og 50 m þar sem sjávarhiti er frá 0°C til -1,7°C (Ockelmann 1958). Þar virðist hún þrífast best á leir og eðjubotni framan við árósa og jökul- sporða þar sem mikið framboð er á fersku vatni frá bráðnandi jöklum og mikið af jökulleir og eðju í vatn- inu. Á slíkum svæðum verður seltu- magn sjávar oft frekar lágt, 25- 34,5 %o. Flest eintökin frá Austur- Grænlandi tilheyra Portlandia arctica var. portlandica, fáein tilheyra und- irtegundinni P. arctica siliqua og að- eins örfá P. arctica var. nux (Ockelmann 1958). Svipaða sögu er að segja frá Norður-Kanada þar sem afbrigðið portlandica heldur sig nær eingöngu á litlu dýpi við árósa og framan við jökla (Lubinsky 1980). Stofninn í Hvítahafi er einangraður frá aðalútbreiðslusvæði tegundar- innar og telja margir að hann hafi orðið þar eftir þegar jökultoddan dró sig norður á bóginn undan hækkandi sjávarhita í lok síðasta jökulskeiðs (Brogger 1900-1901, Ockelmann 1958). í Hvítahafi lifir hún víðast á meira dýpi en 33 m þar sem sjávarhiti er 0,5°C til -1,4°C (Jensen 1942). Á einum stað vestar- lega í Hvítahafi hefur tegundin hins vegar fundist á um 23 m dýpi þar sem sjávarhiti í júlí nær 3,6°C (Jen- sen 1942). Eintökin úr Hvítahafi til- heyra flest dæmigerðri jökultoddu (Portlandia arctica artica), en allmörg eintök hafa einnig fundist sem líkj- ast mjög P. arctica var. portlandica (Mossewitsch 1928). Jökultoddan er setæta og til- heyrir fánusamfélagi sem grefur sig grunnt niður í eðjukenndan botninn (ífánu). Kjördýpi teg- undarinnar er 10-50 m, en hún hefur fundist frá 2 m dýpi niður á 339 m dýpi við Austur-Grænlandi (Ockelmann 1958). Bernard (1979, 1983) nefndi nokkur eintök af jök- ultoddu af 2.560 m dýpi úr Beaufortshafi, en benti á að þau væru svolítið frábrugðin dæmi- gerðri jökultoddu, sem héldi sig að mestu á grunnsævi, og tilheyrðu því ef til vill annarri tegund. Jökul- toddan virðist kunna best við sig í ísöltum sjó inni í fjörðum þar sem hröð setmyndun á sér stað að vor- og sumarlagi og hitastig sjávar er undir 4°C. Kjörhitastig hennar er frá 0°C til -1,7°C og sjaldgæft er að finna hana í sjó með hærra hitastigi en 2,5°C (Jensen 1942, Bernard 1983). Hins vegar hefur Jensen (1942) bent á að þar sem sjávarhiti við botn er um 4°C er botneðjan sem dýrin hafast við í mun kaldari, t.d. við Austur-Grænland næstum því 0°C. Jökultoddan gýtur stórum eggjum með mikilli forðanæringu, en sviflirfustigið er stutt. Tegundin er einkennisdýr Portlandia-samfé- lagsins, en lifir einnig á mörkum Macoma- og Portiandia-samfélag- anna (Ockelmann 1958). 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.