Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3. mynd. Fjallagórillur lifa í hópum og er algengt að í hverjum hópi séu 10-20 dýr. Hér láta prjú dýr úr hópnum sólina haka sig í rjóðri fjallaregnskógarins. 1 slíkunt skógum er yfirleitt péttur botngróður par sem góriiiurnar sækja sérfæðu. Ljósm. Tómas G. Gíslason. 4. mynd. Þessi ungi górillukarl sat rólegur og fylgdist með pví sem fram fór. Um pað leyti sein karlarnir verða kyitproska yfirgefa peir hópinn og taka til við að stofna nýjan. Ljósm. Guðjón Ingi Eggertsson. 5. mynd. Marcel, stærsta karldýr górilluhópsins, kippti sér ekki upp við pað þótt hópur ferðatnanna umkringdi hann. Hann lá kyrr á maganum og nartaði í laufblöð meðan við stóðum í um tveggja metra fjarlægð frá honutn. Yngsta afkvæmið, nokkurra mánaða ungi, hjúfrar sig upp að honum. Ljósm. Jón Geir Pétursson. hönd en karlarnir reyna að finna kvendýr til að stofna nýjan hóp. Því er skyldleiki lítill innan hvers hóps og sakir þess hve górillurnar eru friðsamar gerast þessir flutningar rnilli hópa og hópmyndanir yfirleitt án mikilla átaka. Górilluhóparnir halda sig á tiltölulega afmörkuðum svæðum og er algengt að umráða- svæði þeirra sé á bilinu 10-30 knr. Eftir að leiðsögumennirnir höfðu höggvið dágóða stund í gegnum þéttan og blautan skóginn hægðu þeir skyndilega á sér og skipuðu okkur að fara hljóðlega. Ekki var laust við að hjörtun í okkur færu að slá hraðar þegar þeir sögðu að lík- lega væri silfurbakurinn Marcel í næsta nágrenni. Fikruðum við okk- ur hljóðlega áfram í dimmum skóg- inum á eftir þeim og vissum ekki á hverju við áttum von; hvort górill- urnar kæmu stökkvandi út úr skóg- inum, berjandi á brjóst sér, eða hyrfu á brott þegar við nálguðumst. Skyndilega sáum við risastóran, svartan og loðinn búk liggja fyrir framan okkur á skógarbotninum. „Marcel," hvísluðu fylgdarmennirn- ir. Hvflíkt ferlíki! Þótt Marcel sjálfur hafi aldrei stigið á vigt er vitað að fullvaxin karlgórilla vegur 150-200 kg. Við nálguðumst hann hljóðlega þar sem hann lá og virtist standa ná- kvæmlega á sama um nærveru okk- ar (5. mynd). Hann lá bara makinda- lega á maganum með annan hramm- inn yfir höfði sér, en leit síðan laumulega til okkar í gegnum fingur sér, líklega til að athuga hvort ferða- menn dagsins væru eitthvað frá- brugðnir öðrum. Ekki virtist honum finnast við neitt spennandi því hann lokaði augunum fljótlega aftur og hélt áfram að blunda. Þessu var hins vegar öfugt farið með okkur túristana, frændur hans, því við höfðurn ekki átt von á að komast í seilingarfjarlægð frá fullvaxinni gór- illu. Marcel sér ferðamenn nánast daglega, en flestir ferðamennirnir sjá fjallagórillur aðeins einu sinni á æv- inni. Hjá Marcel var lítill ungi, einung- is um 6 mánaða gamall, og hjúfraði hann sig upp að bakinu á pabba sín- um. Viðkoma górilla er frekar hæg 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.