Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 30
Náttúrufræðingurinn Jóhann Pálsson HjARTAPUNTUR Briza media L. (Poaceae) NÝ TEGUND í FLÓRU ÍSLANDS Síðari hluta ágústmánaðar sumarið 2000 varð mér gengið upp með Grafar- læknum í Reykjavík, nokkuð ofan við þann stað þar sem hann rennur út í Grafarvoginn. Veitti ég því þá athygli að allmikið óx þarna af grastegund sem ég hafði ekki séð áður hér á landi. Þetta var tegundin Briza media L., sem nefnd hefur verið hjartapuntur á íslensku1. Hjartapunts var fyrst getið upp með Grafarlæk árið 1997 (Kristbjörn Egilsson o.fl. 1997) en þar er hann talin vera slæðingur á þessum stað. Eg tel hins vegar augsýnilega um að ræða áður óþekkta tegund í flóru Islands og hef ég því athugað betur nánasta urn- hverfi hennar, útbreiðslu og kjörlendi. Ættkvíslin Briza L. skiptist í um það bil þrjátíu tegund- ir (Gould og Shaw 1983). Fjórar þeirra eiga heimkynni sín í Evrópu (Tutin 1980), ein í Mexíkó og Mið-Ameríku en allar hinar í Suður-Ameríku. Þrjár evrópsku tegundanna eru einærar og vaxa þær um sunnanverða álfuna allt norður og vestur til Englands. Ein þeirra, Briza maxima L., sem er með sérstaklega stór og skrautleg smá- öx, er oft ræktuð í görðum, m.a. hér á landi, og þurrkuð stráin notuð til skreytinga. Sjálfur hjartapunturinn, Briza media, er hinsvegar fjölær. Vex hann nánast um alla álfuna að und- anskildum eyjum eins og Baleareyj- um, Asoreyjum, Færeyjum og Sval- barða (Tutin 1980, Hultén og Fries 1986) og nær útbreiðsla hans allt austur til Kákasus og fjalla í norð- austanverðu Tyrklandi (Tsvelev 1983). í Bandaríkjum Norður-Am- eríku er hann sjaldgæfur slæðingur í graslendi og á óræktar- svæðum (Hitchcock 1950). UMHVERFI OG ÚTBREIÐSLA Vaxtarstaður hjartapunts- ins er fyrir botni Grafarvogs, á um 160 metra löngu belti upp með Grafarlæk og á rúm- lega 110 metra belti upp með litl- um mýrarlæk sem nefndur hefur verið Alalækur. Kemur hann undan vesturenda Keldnaholts og úr Kot- mýri og rennur út í Grafarlækinn nokkuð ofan við ósa hans (2. mynd). Hjartapunturinn vex nær ein- göngu norðan Grafarlækjar en sunnan lækjarins ganga brattar brekkur og háir rofbakkar niður að læknum að undanskildum tveimur smáflatlendisblettum, en á þeim fundust nokkrar plöntur af hjarta- punti (3. mynd). Norðan Grafarlækj- ar og austan Alalækjar var land ræst 1. mynd. Hjartapuntur Briza media L. (2L). a = smáax (4/i). Teikning: Miranda Badtker (Nordhagen 1970). - Figure 1. Common Quaking-grass Briza media L. (2/s). a = spikelet (4/i). Drawing: Miranda Bodtker (Nordhagen 1970). 1 Nafnið hjartapuntur kemur fyrst fyrir í riti Ingólfs Davíðssonar og Ingimars Óskarssonar, Garöagróður (Ingólfur Davíðsson og Ingimar Óskarsson 1950), sem nafn á ættkvíslinni Briza. I því riti gefa þeir tveimur einærum tegundum ættkvíslarinnar, sem ræktaðar eru í görðum, nöfnin hjartaax (B. maxima L.) og sumarax (B. minor L.). Ingimar Óskarsson notar síðar nafnið hjartapuntur á tegundina B. media í bókinni „Villiblóm í litum" (Ingimar Óskarsson og Henn- ing Anthon 1963). Fer vel á því að bæði ættkvíslin og eina villta tegundin á ís- landi beri nafnið hjartapuntur, enda dæmi þess hér á landi að ættkvísl beri sama nafn og þekktasta tegund hennar, sbr. nöfnin hrafnaklukka og maríu- vöndur. 30 Náttúrufræðingurinn 71 (1-2), bls. 30-33, 2002

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.