Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 46
DRANGASKÖRÐ Drangaskörð í Arneshreppi á Ströndum er ein sérstæðasta og hrikalegasta náttúrusmíð í landinu. Roföflin hafa sorfið jarðlagastaflann þannig að eftir stendur skörðóttur fjallsröðull. Drangaskörð ganga frant úr svonefndu Skarðafjalli milli Dranga og Drangavíkur. Af bæjarnöfnunum beggja vegna er Ijóst að upphaflega hafa Drangaskörð heitið Drangar en það nafn er aldrei notað nú. Flestir þekkja þetta fyrirbrigði aðeins undir nafninu Drangaskörð en fáir vita að nöfn eru á öllum skörðunum og öllum dröngunum nema einum. Fremst á tanganum frani af Skörðunum heitir Göltur og upp af honum er Litlitindur. Þá tekur við Signýjargötuskarð. Um það lá þjóðleiðin meðan búið var á þessum slóðum og um það liggur Signýjargata. Ofan við skarðið tekur við Kálfskarðstindur og er hann tvískiptur en ofan hans er Kálfskarð. Kálfskarð var sjaldfarið og þá einkum á vetrum er svell voru í Signýjargötunni. Þá tekur við Stóritindur og er hann tvískiptur en ofan hans er Mjóaskarð. Þá er Stóraskarðstindur og Stóraskarð. Næst Skarða- fjallinu er nafnlaus tindur og efst er Efstaskarð. Vafalítið hefur verið nafn á efsta tindinum en það er að líkindum glatað. Oft er um það deilt hvort drangarnir séu fimm eða sjö. Af örnefnum þeim sem heimamenn hafa notað er Ijóst að þar í sveit hafa þeir verið taldir fimm. En dæmi hver fyrir sig. Þegar farið er fyrir Skörð sunnan frá er gengin malarfjara út með Drangavfk að norðan, eins og hún leyfir. Er fjörunni sleppir laka við klettar í sjó fram. Fyrst kemur Forvaði, klettabrík sem gengur fram úr hlíðinni, og verður að sæta sjávarföllum til að komast fyrir hana. Skammt þar út með tekur við Ófæra, klettaflái sem klifra verður upp á. Farið er upp frá Ófæru og um Signýjargötu í Signýjargötuskarð. Úr skarðinu er víðsýnt og þaðan blasir við Drangahlíðin sem gengið er undir að Drangabænum. Norðan í Drangaskörðum er mikið af fugli. Þar verpa ókjör af hvítmáfi og lyl en selur liggur á skerjum og flúrum við ströndina. Ilaukur Júhannesson Náttúrufræðingurinn 62 (3-4), bls. 156, 1993. 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.