Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 15
Helgi Hallgrímsson
Nýjar þelsveppategundir
Þelsveppir (Teliomycetes) er nú oft
notað sem sameiginlegt heiti yfir tvo
hópa sníkjusveppa af flokki kólfsveppa,
þ.e. ryðsveppi (Uredinales) og sót-
sveppi (Ustilaginales). Árið 1988 tók
ég saman „Þelsveppaskrá" (Helgi
Hallgrímsson 1988), þ.e. skrá yl'ir ryð-
og sótsveppi sem getið hefur verið frá
íslandi, með ýmsum upplýsingum um
tegundirnar. Skráin hefur aðeins verið
Ijósrituð og dreift í fáum eintökum.
Líklega eru þelsveppir betur þekktir
en allir aðrir sveppaflokkar hérlendis;
svo er norska sveppafræðingnum Ivar
Jörstad fyrir að þakka. Hann ferðaðist
um landið árin 1937-1939 og safnaði
sveppum af þessum flokki sérstaklega,
alls um 2000 sýnum. Síðan ritaði hann
um þá mjög ítarlegar greinar (Jörstad
1951, 1962). Safn hans er geymt í
Botanisk museum í Osló og er lang-
stærsta safn íslenskra þelsveppa sem til
er.
1 plöntusafni Náttúrufræðistofnunar
Islands í Reykjavík eru um 100 sýni af
þelsveppum, sem tilheyra 43 teg-
undum. Flestum þeirra hefur Ólal'ur
Davíðsson safnað í Eyjafirði en Emil
Rostrup sveppafræðingur í Kaup-
mannahöfn hefur nafngreint þau.
Tvítök af þeim flestum munu vera
geymd í Botanisk museum í Kaup-
mannahöfn. í plöntusafni Náttúru-
fræðistofnunar Norðurlands á Akur-
eyri eru geymd 132 sýni af þel-
sveppum, er skiptast á 50 tegundir.
Helgi Hallgrímsson og Hörður Krist-
insson hafa aðallega safnað þeim og
nafngreint sýnin. Þau eru einnig flest
af Mið-Norðurlandi. í sambandi við
ofangreinda skráningu voru þelsveppa-
söfnin á Akureyri og í Reykjavík
yfirfarin. I Akureyrarsafninu komu í
ljós nokkrar tegundir sem ekki hefur
áður verið getið héðan á prenti.
Verður vikið nánar að þeim hér á
eftir.
I. Sótsveppir
Anthracoidea fischeri (Karst.) Kukk.
Þrjú sýni í grasasafni Náttúrufræði-
stofnunar Norðurlands voru nafngreind
þannig. Þau eru frá Kroppsstöðum í
Skálavík, N.-ís.. 15. júlí 1980; Brjáns-
læk, A.-Barð., 7. ágúst 1959, og
Tungunúpi á Tjörnesi, S.-Þing., 16.
ágúst 1974. Öll eru þau í aldinum
blátoppastarar (Carex canescens).
Samkvæmt Nannfeldt (1979) koma
aðeins til greina tvær sótsveppateg-
undir á þessari stör, þ.e. sú sent hér var
nefnd og A. karii (Liro) Nannf., sem
hann telur hal’a fundisi hér á bastarði
af C. canescens og C. lachenalii en
ekki á aðaltegundinni. Aðrar heimildir
geta ekki um sótsvepp á blátoppastör
hérlendis.
Ofannefnd sýni hafa öll nokkuð gról'-
vörtótt gró, er koma betur heim við A.
Náttúrufræðingurinn 62 (3-4), bls. 125-128, 1993. 125