Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 68
Hitastigsháð samsætuhvörf milli um-
myndunarsteinda (kvars, kalsíts, feld-
spata) og vökva eru hér notuð til að
meta hitastig í jarðhitakerfunum í
Kröflu og á Reykjanesi. Bæði kerfin
eru svonefnd háhitakerfi og sömu
tegundir ummyndunarsteinda finnast í
þeim báðum, þótt jarðhitavökvi
Reykjaneskerfisins sé sjór að uppruna
en staðarúrkoma leiki urn Kröflukerfið
(Árný E. Sveinbjörnsdóttir 1992).
Birtar eru niðurstöður mælinga á
súrefnishlutfalli í yfirborðsbergi,
borholusvarfi og ummyndunarsteindum
á mismunandi dýpi, auk mælinga á
borholuvökva Kröflukerfisins. Út frá
þessum mælingum eru dregnar álykt-
anir um jafnvægisástand kerfanna og
breytingar á því með tíma og einnig
hlutfall milli bergs og vökva í jarð-
hitakerfunum.
I Kröflukerfinu má segja að jafnvægi
ríki milli súrefnissamsæta kvars, kalsíts
og jarðhitavökva. Á u.þ.b. 900 m dýpi
koma þó fram vísbendingar um ójafn-
vægi, sem sennilegast tengjast skilum á
milli efri og neðri hluta kerfisins í
Leirbotnum. Hlutfall milli bergs og
vökva í jarðhitakerfi er mjög háð mati
á upphafssamsætugildi vökvans. í
Kröflukerfinu reiknast hlutfallið allt
frá 100 og niður í 20. Þetta sýnir að
einungis er hægt að nýta samsætu-
mælingar til mjög grófs mats á þessu
hlutfalli.
Á Reykjanesi virðist kalsít vera í
jafnvægi sem stendur, en kvars í
ójafnvægi. Kvars er þekkt fyrir að
svara ekki breytingum við T<600°C
heldur geyma í sér upplýsingar um
myndunaraðstæður. í greininni eru
leiddar líkur að því að þetta ójafnvægi
stafi af því að þegar kvarsið mynd-
aðist hafi jarðhitavökvinn verið
snauðari en nú af þungum samsætum.
Samsætustyrkur ummyndaðs bergs á
Reykjanesi er í samræmi við þessa
niðurstöðu. Ofangreind túlkun á
samsætuslyrk kvars og ummyndaðs
bergs á Reykjanesi, þ.e. að mis-
munandi vatn hafi leikið um kerfið á
mismunandi tímum veldur því að
ómögulegt er að meta hlutfallið milli
bergs og vökva í kerfinu með sam-
sætumælingum.
HEIMILDIR
Aston, F.W. 1919. A positive ray spectro-
graph. Philosophical Magazine 38. 709-
^ 715.
Árný Erla Sveinbjörnsdóttir 1983. Hydro-
thermal metamorphism and rock water
interactions in the Krafla and Reykjanes
geothermal fields, Iceland. Ph.D,-
ritgerð, University of East Anglia, Nor-
wich, England. 282 bls.
Árný Erla Sveinbjörnsdóttir 1988a. Sam-
sætumælingar á jarðhitavatni úr Mos-
fellssveit. RH-10-88, 20 bls.
Árný Erla Sveinbjörnsdóttir 1988b. Sam-
sætumælingar á jarðhitavatni úr bor-
holum á Nesjavöllum og Kolviðarhóli.
RH-16-88, 28 bls.
Árný Erla Sveinbjörnsdóttir 1992. Com-
position of geothermal minerals from
saline and dilute fluids - Krafla and
Reykjanes, Iceland. Lithos 27. 301-315.
Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, M.L. Cole-
man & B.W.D. Yardley 1986. Origin and
history of hydrothermal fluids of the
Reykjanes and Krafla geothermal fields,
Iceland. A stable isotope study. Contrib.
Mineral. Petrol. 94. 99-109.
Blattner, P. 1975. Oxygen isotope compo-
sition of fissure grown quartz, adularia
and calcite from Broadlands geothermal
field, New Zealand. Am. J. Sci. 275.
785-800.
Bragi Árnason 1976. Groundwater systems
in lceland traced by deuterium. Vísinda-
félag íslendinga, Rit 42. 236 bls.
Bragi Árnason 1977. Hydrothermal sys-
tems in Iceland traced by deuterium.
Geothermics 5. 125-151.
Bragi Árnason & Jens Tómasson 1970.
Deuterium and chloride in geothermal
studies in lceland. Geothermics, special
issue 2. 1405-1415.
Clayton, R.N., L.J.P. Muffler & D.E.
178