Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 122
tal, dreifingu Náttúrufræðingsins og inn-
heimtu félagsgjalda o.fl. Haldnir voru 6
stjórnarfundir á árinu og gefin voru út 7
félagsbréf. Ritari HÍN, Gyða Helgadóttir, sá
um ritstjóm og útgáfu þriggja fyrstu félags-
bréfanna en síðan tók framkvæmdastjórinn
við þeim starfa.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur HÍN fyrir árið 1991 var
haldinn laugardaginn 29. febrúar 1992 í
stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans
og hófst kl. 14. Fundarstjóri var Leifur A.
Símonarson en fundarritari var Kristinn
Einarsson. Fundinn sóttu 13 félagar. Dag-
skrá fundarins var með hefðbundnum hætti.
Formaður félagsins, Freysteinn Sigurðsson,
flutti skýrslu stjórnar um starfið 1991 en
gjaldkeri HIN, Ingólfur Einarsson, gerði
grein fyrir reikningum félagsins fyrir það
ár. Fram kom að niður hefði verið lagður
Minningarsjóður Eggerts Ólafssonar og
Minningargjöf Helga Jónssonar að tillögu
dómsmálaráðuneytisins. Akveðið var að
verja innstæðum sjóðanna til þess að gjöra
minningarskildi um þá Eggert og Helga, og
sjóði þessa, sem festa mætti á vegg. Reikn-
ingar félagsins voru samþykktir athuga-
semdalaust.
Flutt var skýrsla Agnars Ingólfssonar um
störf í Fuglafriðunarnefnd. Sigurður H.
Richter flutti ítarlega skýrslu um störf í
Dýraverndunarnefnd og starfssvið hennar,
auk þess sem hann fjallaði urn frumvarp til
laga um dýravernd og veiðar villtra spen-
dýra og fugla. Urðu nokkrar umræður um
efni frumvarpsins.
Tillaga stjórnar um hækkun árgjalda í
2900 kr. var samþykkt samhljóða. Úr
aðalstjórn áttu að ganga formaður, Frey-
steinn Sigurðsson, og stjórnarmennirnir
Gyða Helgadóttir og Ingólfur Einarsson.
Gáfu þau öll kost á sér til endurkjörs. Ekki
komu aðrar tillögur fram og voru þau endur-
kjörin einróma. Sömuleiðis voru varamenn
í stjórn, endurskoðendur og varaendur-
skoðandi endurkjörin einróma án mótfram-
boðs.
Formaður félagsins minntist þess að
heiðursfélagi HÍN, Einar B. Pálsson, ætti
áttræðisafmæli þennan dag, hlaupársdag, en
væri ekki nema tvítugur í anda þrátt fyrir
árafjöldann. Samfögnuðu fundarmenn Einari
með allsherjar lófataki.
Formaður félagsins reifaði tillögu stjórnar
til aðalfundarályktunar vegna frestunar fjár-
veitingar til Náttúruhúss í Reykjavík. Var
tillagan samþykkt samhljóða, en luin hljóðar
svo:
„Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði-
félags, haldinn 29. febrúar 1992 í Odda,
Hugvísindahúsi Háskólans, harntar að niður
skuli hafa verið felld fjárveiting til undir-
búnings byggingar Náttúrufræðihúss í
Reykjavík. Fundurinn hvetur stjórnvöld til
að láta þetta mál ekki niður falla, heldur
vinda bráðan bug að nauðsynlegum undir-
búningi að byggingu Náttúrufræðihúss og
að standa að því myndarlega."
Nokkrar umræður urðu síðan um náttúru-
vernd en fundi var slitið kl 16.
FRÆÐSLUFUNDIR
Félagið gekkst fyrir 7 fræðslufundum á
árinu, að meðtöldu erindi því sent Páll
Imsland hélt á ársfundinum, sjá skýrslu HIN
fyrir árið 1990. Voru þeir allir haldnir í stofu
101 í Odda. Fyrirlesarar og fræðsluefni voru
sem hér segir:
25. febrúar: Hreggviður Norðdahl: Fornir
jöklar og fjörumörk á Norðausturlandi.
Fundinn sóttu 36 manns.
25. mars: Fjögur stutt erindi undir yfir-
skriftinni „Uppgræðsla á Blöndusvæðinu."
Erindin voru eftirfarandi:
Ingvi Þorsteinsson: Inngangur og yfirlit
um árangur uppgræðslunnar.
Halldór Þorgeirsson: Rótarkerfi gróðurs í
uppgræðslunni.
Hólmfríður Sigurðardóttir: Smádýralíf í
jarðvegi.
Kolbeinn Arnason: Gróðrarmat nteð lit-
rófsmælingu í lágflugi. Fundinn sóttu nær
100 manns.
29. apríl: Jóhann Sigurjónsson: Hvalir við
ísland. Lifnaðarhættir, stofnstærðir og
nýting. Fundinn sóttu 45 ntanns.
19. september: Ingibjörg Svala Jónsdóttir:
Náttúrufar og mannlíf á Suður-Georgíu.
Fundinn sóttu 33 manns.
28. október: Haukur Tóntasson: Hamfara-
hlaup í Hvítá og jökulhlaup af Kili. Fundinn
sóttu 83 manns.
25. nóvember: Árni Björn Stefánsson: Þri-
232