Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 79
um kornastærð bergs sem verður til úr
undirkældri kviku. Samspil þessara
tveggja þálta er háð því hversu mikil
undirkælingin verður (6. mynd). Mis-
munandi steindir mynda ekki jafnauð-
veldlega kristalkím. Auðveld myndun
kristalkíma leiðir til þess að mörg og
smá korn verða til við kristöllun en
treg myndun leiðir lil færri og stærri
korna. í grágrýti eru algengustu
steindirnar tvær, plagíóklas og pýroxen,
oft mjög misstórar. Plagíóklas myndar
litla stafi eða ílanga kubba en pýrox-
enið stórar klessur. Þessu veldur
auðveld myndun kristalkíma hjá
plagíóklasi en treg hjá pýroxeni.
Að öðru jöfnu kristallast seigfjótandi
kvika hægar en sú sem er þunn-
fljótandi. Það er ástæða þess að hraun
úr súru bergi eru oft að miklu leyti
glerkennd en basísk hraun oft alkrist-
ölluð. Súr kvika er seig en basísk
þunnfljótandi.
Það sem gerist þegar kvika kristallast
er að efnisagnir (aðallega jónir)
flytjast til í kvikunni að yfirborði
kristalla og hlaðasl utan á þá og þannig
vaxa þeir. Aukin seigja hægir á þessum
flutningi en flutningur verður eðlilega
því meiri og kornin því stærri sem
kvikan er lengur að storkna.
FLOKKUNSTORKUBERGS
Ýmsar forsendur hafa verið lagðar
til grundvallar við nafngiftir og
flokkun á storkubergi, eins og korna-
slærð bergsins eða hvar það hefur
myndast. Gosberg myndast í eldgosum
en innskotsberg við það að kvika
treðst inn í önnur jarðlög og storknar
þar. Rökrétt er að byggja nafngiftir á
því hvað storkubergið er en ekki
hvernig eða hvar það myndaðist. I
sumum tilvikum getur nefnilega verið
álitamál hvernig jarðmyndun af tileknu
slorkubergi hefur myndast og því ekki
einhlítt hvað bergið skuli heita; einn
telur bergið gosberg en annar inn-
skotsberg. Kvika sem storknar og
myndar innskot getur orðið að bergi
sem lítur nákvæmlega eins út og hefur
sömu efnasamsetningu og berg sem
myndast hefur á yfirborði jarðar, og
engin leið er að greina í sundur svona
berg með rannsóknum eins og smásjár-
athugun eða efnagreiningum. Það er
ekki rétt að gefa bergi mismunandi
nöfn ef það er eins að öllu leyti, þótt
myndunaraðstæður hafi ekki verið
þær sömu.
Tilgangur með nafngiftum og flokkun
er mismunandi. Flest flokkunarkerfi
byggjast þó annaðhvort á þeim ein-
kennum bergs sem greina má úti við
eða í handsýni (flokkun byggð á berg-
greiningu = petrography) eða á þáttum
sem varða uppruna og skyldleika
storkubergs (flokkun byggð á bergfræði
= petrology), eða öllu heldur þeirrar
bergkviku sem það er myndað úr.
Hlutfallslegt magn kísils hefur mikið
verið notað við flokkun storkubergs í
súrt berg, ísúrt, basískt og útbasískt,
eins og sýnt er í 2. töflu. Innan hvers
flokks hefur berginu svo aftur verið
skipt niður í stórkornótt, smákornótt og
dulkornótt. Þessi grófa skipting er
vissulega gagnleg þótt hún sé í raun
byggð á gömlum misskilningi. Á
sokkabandsárum bergfræðinnar litu
menn á silíköt (en þau eru aðal-
uppistaðan í tlestöllu storkubergi) sem
sölt af kísilsýru. Því var kísilríkt berg
talið súrt en kísilsnautt basískt, jafnvel
útbasískt. Súrt berg og basískt eða
útbasískt hefur hins vegar ekkert með
sýrustig að gera. Breskir jarðfræð-
ingar hafa leyst vandann, án þess þó
að hal'na hinni gömlu venju, með því
að rita súrt berg og basískt berg með
stórum staf til að gefa til kynna að hér
sé um sérnöfn að ræða, og þar með
að þau hafi ekkerl að gera með hinn
efnafræðilega skilning á sýrustigi.
189