Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 79

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 79
um kornastærð bergs sem verður til úr undirkældri kviku. Samspil þessara tveggja þálta er háð því hversu mikil undirkælingin verður (6. mynd). Mis- munandi steindir mynda ekki jafnauð- veldlega kristalkím. Auðveld myndun kristalkíma leiðir til þess að mörg og smá korn verða til við kristöllun en treg myndun leiðir lil færri og stærri korna. í grágrýti eru algengustu steindirnar tvær, plagíóklas og pýroxen, oft mjög misstórar. Plagíóklas myndar litla stafi eða ílanga kubba en pýrox- enið stórar klessur. Þessu veldur auðveld myndun kristalkíma hjá plagíóklasi en treg hjá pýroxeni. Að öðru jöfnu kristallast seigfjótandi kvika hægar en sú sem er þunn- fljótandi. Það er ástæða þess að hraun úr súru bergi eru oft að miklu leyti glerkennd en basísk hraun oft alkrist- ölluð. Súr kvika er seig en basísk þunnfljótandi. Það sem gerist þegar kvika kristallast er að efnisagnir (aðallega jónir) flytjast til í kvikunni að yfirborði kristalla og hlaðasl utan á þá og þannig vaxa þeir. Aukin seigja hægir á þessum flutningi en flutningur verður eðlilega því meiri og kornin því stærri sem kvikan er lengur að storkna. FLOKKUNSTORKUBERGS Ýmsar forsendur hafa verið lagðar til grundvallar við nafngiftir og flokkun á storkubergi, eins og korna- slærð bergsins eða hvar það hefur myndast. Gosberg myndast í eldgosum en innskotsberg við það að kvika treðst inn í önnur jarðlög og storknar þar. Rökrétt er að byggja nafngiftir á því hvað storkubergið er en ekki hvernig eða hvar það myndaðist. I sumum tilvikum getur nefnilega verið álitamál hvernig jarðmyndun af tileknu slorkubergi hefur myndast og því ekki einhlítt hvað bergið skuli heita; einn telur bergið gosberg en annar inn- skotsberg. Kvika sem storknar og myndar innskot getur orðið að bergi sem lítur nákvæmlega eins út og hefur sömu efnasamsetningu og berg sem myndast hefur á yfirborði jarðar, og engin leið er að greina í sundur svona berg með rannsóknum eins og smásjár- athugun eða efnagreiningum. Það er ekki rétt að gefa bergi mismunandi nöfn ef það er eins að öllu leyti, þótt myndunaraðstæður hafi ekki verið þær sömu. Tilgangur með nafngiftum og flokkun er mismunandi. Flest flokkunarkerfi byggjast þó annaðhvort á þeim ein- kennum bergs sem greina má úti við eða í handsýni (flokkun byggð á berg- greiningu = petrography) eða á þáttum sem varða uppruna og skyldleika storkubergs (flokkun byggð á bergfræði = petrology), eða öllu heldur þeirrar bergkviku sem það er myndað úr. Hlutfallslegt magn kísils hefur mikið verið notað við flokkun storkubergs í súrt berg, ísúrt, basískt og útbasískt, eins og sýnt er í 2. töflu. Innan hvers flokks hefur berginu svo aftur verið skipt niður í stórkornótt, smákornótt og dulkornótt. Þessi grófa skipting er vissulega gagnleg þótt hún sé í raun byggð á gömlum misskilningi. Á sokkabandsárum bergfræðinnar litu menn á silíköt (en þau eru aðal- uppistaðan í tlestöllu storkubergi) sem sölt af kísilsýru. Því var kísilríkt berg talið súrt en kísilsnautt basískt, jafnvel útbasískt. Súrt berg og basískt eða útbasískt hefur hins vegar ekkert með sýrustig að gera. Breskir jarðfræð- ingar hafa leyst vandann, án þess þó að hal'na hinni gömlu venju, með því að rita súrt berg og basískt berg með stórum staf til að gefa til kynna að hér sé um sérnöfn að ræða, og þar með að þau hafi ekkerl að gera með hinn efnafræðilega skilning á sýrustigi. 189
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.