Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 104

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 104
6. mynd. Hugmynd dr. Helga Pjeturss. 1) Jökul- bergslög. 2) Sjávarset. 3) Grágrýti. The concept of clr. H. Pjeturss. 1) Till lay- ers. 2) Marine sediments. 3) Olivin basalt. sá Helgi Pjeturss þau. Yfirborð neðra lagsins er rákað af jökli. Skeljabrot finnast í báðum lögunum en eru mun algengari í því efra. Helgi setti fram þá hugmynd að jökulbergslögin sam- svöruðu jökulbergslögunum sem finna má efst og neðst í Fossvogssetinu (6. mynd). Ef svo væri ætti neðra lagið varla að vera minna en eitt þúsund árum eldra en efra lagið. Niðurstaðna aldursgreininganna var því beðið með nokkurri eftirvæntingu. Aldursgrein- ingar á skeljunum gáfu 10.515± 120 og 12.485± 150 C-14 ár á efra laginu og 10.175± 180 C-14 ár á neðra laginu. Mishár aldur og öfug aldursröð skelj- anna í setinu, þar sem skelin úr neðra setlaginu er yngst, sýnir að hér er um upphrært sjávarset að ræða en ekki tvö aðgreind og misgömul jökulbergslög. Hugmynd Helga stenst því ekki fylli- lega. Nánari athugun leiðir í ljós að rákirnar í jökulberginu eru ekki raun- verulegar jökulrákir heldur skriðfletir sem myndast hafa í ruðningnum um leið og jökullinn ýtti honum fram. Ruðningurinn er fremur siltríkur þarna svo skilyrði fyrir myndun slíkra skrið- flata eru góð. Elsta skeljabrotið er frá böllingtíð og gefur hæsta aldur sem mælst hefur í skel frá Reykjavíkursvæðinu. Hún gefur jafnframt fyrstu vísbendinguna um að þar hafi verið orðið íslaust þegar á bölling. Lægsta aldurstalan frá Seltjarnarnesi bendir til þess að jökull hafi á ný farið yfir nesið um 10.200 BP. Fyrri greiningar sýna að jökull var horfinn frá Seltjarnarnesi og Hótel Loftleiðum um 9.900 BP (Andersen o.fl. 1989). Jökullinn hefur því ekki náð að teygja sig út fyrir Seltjarnarnes nema um tiltölulega skamman tíma. Aldursgreiningar á Raa-görðunum í Noregi benda til að mesta framrás jökla á yngra-dryas þar hafi verið fyrir um 10.200 BP. Jökulbergið á Sel- tjarnarnesi hefur orðið til rétt um há- mark yngra-dryas tíðar og er frá sömu jökulframrás og jökulbergið efst í Fossvogssetinu. ÁLFTANESGARÐURINN OG ÁLFTANESSTIG Ysti sjáanlegi og ótvíræði jökul- garðurinn á höfuðborgarsvæðinu er Álftanesgarðurinn (1. mynd). Þorleifur Einarsson (1968, 1991) telur hann vera frá eldra-dryas. Aldur þessa kuldastigs er 11.800-12.000 BP. Hið íslenska heiti þess hel'ur verið dregið af Álftanesgarðinum og nefnt Álfta- nesstig. Garðinn má rekja þvert yfir Álftanes, um Bessastaði og í sjó við Bessastaðanes. Fram undir síðustu ár mátti sjá hvar garðurinn tók land handan Kópavogs, yst á Kársnesi, þar sem bátahöfnin er nú. Aldursgrein- 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.