Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1993, Blaðsíða 81

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1993, Blaðsíða 81
myndast þá meðal annarra veðrunar- steinda ýmis járnoxíð, sem þekja sprungufleti og yfirborð korna í berginu og gefa því dökka ásýnd. Þess vegna hefur gamalt basalt, sérstaklega ef það inniheldur ólivín, tilhneigingu til að vera dökkt á litinn. Georg P. L. Walker, breskur jarð- fræðingur sem vann við jarðfræði- kortlagningu á Austurlandi á sjötta og sjöunda áratugnum, skipti basalti í þrjá hópa eftir útliti, í ólivín-basalt, díla- basalt og þóleít. Tvö fyrstu nöfnin eru berggreiningarheiti en hið síðast- nefnda bergfræðiheiti. Dílabasaltið þekktist á feldspatdílum en óiivín- basaltið fyrst og fremst á veðrun þess sem gerir þetta berg mjög dökkt og oft morkið. Stundum má sjá díia af ólivíni í þessu bergi. Morkið verður ólivín- basaltið vegna þess að ummyndunar- steindir, sem myndast úr ólivíninu, eru rúmmálsfrekari en það og því smá- springur allt bergið líkt og steypa sem skemmist af alkalívirkni. Það berg sem Walker nefndi þóleít er grátt og myndar gjarnan heillegri lög en ólivín- basaltið. Skipting Walkers grund- vallaðist á því að hver þessara gerða basalts myndar oft syrpur með mörgum hraunlögum sem rekja má milli fjarða austanlands og því var þessi flokkun basalts lykill að kortlagningu jarð- lagastaflans. Því miður eru nafngiftir Walkers óheppilegar, sérstaklega notkun orðsins þóleít. Hér er þetta orð notað í annarri merkingu en í berg- fræði og það hefur þannig fengið tvöfalda merkingu. Margt ef ekki mestallt það basalt sem Walker flokkar sem ólivín-basalt og dílabasalt mundi teljast þóleít samkvæmt bergfræðilegri skilgreiningu. Þess ber þó að geta að til er tvenns konar þóleít, annars vegar kvars-þóleít og hins vegar ólivín-þóleít. Það berg sem Walker nefnir þóleít mun oftast svara til kvars-þóleíts samkvæmt bergfræðilegri skilgreiningu og ólivín- basalt Walkers mun oftast svara til ólivín-þóleíts. Þrátt fyrir þetta er tæplega fært að ryðja úr vegi orðinu þóleít sem ásýndarheiti vegna mikillar og almennrar notkunar. Skárri kostur virðist vera að nota orðið í tvenns konar merkingu en þá er líka nauð- synlegt að gera sér ætíð fulla grein fyrir því í hvaða merkingu orðið þóleít er notað hverju sinni. Bergfræðileg heiti eru oft notuð yfir berg sem skoðað er úti við, eins og ríólít eða dasít, svo dæmi séu nefnd. Samt er það svo að ekki er mögulegt að sjá nein afgerandi einkenni sem gera berggreiningu örugga, heldur þurfa efnagreiningar að koma til. Það sem hér er um að ræða er ágiskun byggð á reynslu, þar sem reynslan hefur gert það kleift að tengja saman útlit bergs og efnainnihald. Við athuganir úti við má oft sjá ákveðin einkenni á jarð- myndunum, eins og straumflögun, sem henta til að aðskilja þær frá öðrum jarðmyndunum við kortlagningu á útbreiðslu þeirra. Útlit bergsins gæti gefið vísbendingu um að það sé súrt, annaðhvort dasít eða ríólít. Með því að safna einu sýni úr jarðmynduninni og efnagreina það fæst úr því skorið hver bergtegundin er. Jarðfræðingur sem síðan útskýrir fyrir nemum svæði sem hann hefur kortlagt getur bent á jarðmyndunina og sagt: „Þetta er dasít." Það er mikilvægt að átta sig á því hvernig hann komst að þessari niðurstöðu. Bergfrœðileg flokkun Þessi flokkun storkubergs byggist á tveim þáttum. Annars vegar á steinda- samsetningu bergsins, bæði hverjar steindirnar eru og innbyrðis hlutföllum þeirra, hins vegar á efnagreiningum. Tilgangur þessarar flokkunar er fyrst og fremst sá að greina skyldleika 193
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.