Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1993, Blaðsíða 82

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1993, Blaðsíða 82
bergtegundanna, uppruna kvikunnar og þau ferli sem hafa áhrif á efna- samsetningu kvikunnar. Þá er öllu kristölluðu bergi með sömu efnasam- setningu skipt niður eftir kornastærð, yfirleitt í þrjá flokka, í dulkornótt, smákornótt og stórkornótt berg (sjá 2. töflu). Þessi skipting eftir kornastærð er loðin, enda fullkomin skörun milli allra flokkanna. Sé berg dulkornótt er ekki gerlegt að greina sundur steindir með berum augum eða stækkunargleri. f smákornóttu bergi má sjá aðgreind korn en þau eru ekki nógu stór til þess að þekkjast með stækkunargleri. I grófkornóttu bergi má þekkja einstakar steindir með berum augum. Storkuberg getur verið ókristallað með öllu. Slíkt berg kallast glerkennt. Þegar um stórkornótt og smákornótt berg er að ræða er flokkun yfirleitt byggð á steindum en á efnagreiningum við flokkun á dulkornóttu og gler- kenndu bergi. Hér er þó alls ekki um aðskilin flokkunarkerfi að ræða. Efna- greiningar á dulkornóttu og glerkenndu bergi eru notaðar til þess að reikna út hvaða steindir hefðu myndast ef kvikan hefði storknað nægilega hægt til að mynda stóra kristalla. Korn þau sem steindir mynda við kristöllun berg- kviku verða því stærri sem storknunin er hægari og seigja kvikunnar minni. Hvaða steindir myndasl, innbyrðis hlutfall þeirra og efnasamsetning ræðst af efnasamsetningu kvikunnar. Storkni bergkvika með ákveðna efnasamsetningu mjög hægt myndast alltaf sömu steindirnar og þær hafa líka sömu efnasamsetningu. Það sem hér er átt við með „mjög hægri" storknun er í raun og veru að tími sé nægur til að viðhalda efnajafnvægi milli steinda og kviku gegnum allt storknunarferlið. Þessu er ekki þannig varið þegar storknun er tiltölulega hröð, eins og hún er t.d. á yfirborði jarðar. Þó myndast yfirleitt sömu steindirnar og við hæga storknun en samsetning þeirra er breytileg. Yfirleitt breytist samsetning einstakra korna reglulega frá miðju og út til jaðranna. Sá hluti hvers korns sem liggur í miðju þess hefur myndast við upphaf kristöllunar en ystu jaðrar við lok kristöllunar. Af þessu sést að erfitt getur reynst að byggja flokkun á steindum í dulkorn- óttu bergi, jafnvel smákornóttu, þótt gerlegt sé að greina steindirnar með smásjárathugun. Þess vegna er flokkun byggð á efnagreiningu markvissari. Ekki er mögulegt að fella flokkun á öllu storkubergi inn í eina mynd eða töflu. Til þess er breytileiki í efna- og steindasamsetningu of mikill. Af þessum sökum hefur storkubergi gjarn- an verið skipt niður í nokkra hópa þar sem ákveðið flokkunarkerfi er notað innan hvers hóps. Því miður hefur engin ákveðin skipting í hópa enn hlotið almenna viðurkenningu. Á 7. mynd er sýnt hvernig storkuberg, þar sem kísill er yfir markmettun (critical silica saturation), er flokkað í samræmi við steindir í berginu og efnasam- setningu þessara steinda og gildir þá einu hvort um raunverulegar steindir er að ræða eða steindir reiknaðar út frá efnagreiningum. Mettunarástand storkubergs með tilliti til kísils ræðst af magni þessa efnis miðað við ýmis önnur, eins og natríum og kalí. Ef berg er yfirmettað cr meira en nægur kísill lil þess að binda allt natríum og kalí í alkalífeld- spötum, sem hafa formúluna NaAlSi308 og KAlSi^O^, og afgangskísillinn myndar kvars. I bergi sem er undir kísilmarkmettun myndast kísilsnauðar natríum- og kalísteindir, svonefndir feldspatíðar, en nefelín, sem hefur formúluna NaAlSi04, er þeirra algeng- astur. Með því að bera saman formúlu nefelíns og Na-feldspats sést að í 194
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.