Samvinnan - 01.06.1927, Page 8

Samvinnan - 01.06.1927, Page 8
86 SAMVINNAN ey fyrir það að deildin í Þykkvabænum hætti að skifta við félagið. j Kaupfélag- Skaftfellinga hefir ekki haft Húsakaup í mikinn húsakost nema sláturhús það hið Vík. mikla og góða, er það hefir bygt. En nú í vor vildi svo til, að smákaupmaður einn í Vík, Þorsteinn Þorsteinsson, vildi hætta verslun og flytja burtu úr þorpinu. Átti hann mikil hús og allgóð. Voni sum þeirra gamall ai’fur frá dögum hinnar erlendu sel- stöðuverslunar. Urðu það nú málaíokin að kaupfélagið keypti húsin að Þorsteini og fékk þau með sæmilegu verði. Hefir félagið nú að öllu leyti góðan og mikinn húsa- kost, svo að litlu eða engu mun þurfa við að bæta um langa framtíð. Liggur nú það verkefni fyrir bændum í Skaftafellssýslu að efla sem best samtök sín, styðja kaup- félagið og Sláturfélagið, sem hafa unnið sýslunni svo mik- ið gagn og láta ekki menn, sem hafa hagnað af að auka sundrung og fátækt bændanna, spilla framtíð héraðsins. Heldur er nú orðið skarð fyrir skildi um Hekla, Ingólfur kaupfélögin gömlu á Suðurláglendinu. og Stokks- hafa þau nú dáið öll þrjú gömlu, stóru eyrarfélagið. félögin, sem staríað höfðu lengi á Eyrar- bakka og Stokkseyri. Og að dómi kunn- ugra manna eru ekki líkur til að nýtt kaupfélag rísi upp í bráð á rústum þeirra, hvorki fyrir Ámessýslu austan Hvítár og Ölfusár né fyrir Rangái*vallasýslu vestanverða. Enginn vafi er á því, að bændum á Suðurláglendinu þótti langvænst um Stokkseyrarfélagið. Það var elst, og því var framan af vel stjómað. Blómaöld þess mun hafa verið, meðan Páll heitinn Briem var sýslumaður eystra. Enginn vafi er á því, að það félag gerði stórgagn. Ingólf- ur og Hekla náðu aldrei slíkum vinsældum, síst Ingólfur, enda var hann aldrei eiginlegt samvinnufélag, og allur rekstur hans á kaupmannavísu. Sama var reynslan með Heklu hin síðari ár. Forstjóri hennar átti um alla hluti meira samneyti við andstæðinga samvinnunnar, heldur en við þá, sem, ef Hekla hefði verið það sem hún þóttist

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.