Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 11
SAMVINNAN
89
Allir landsmenn muna hvílíkan gauragang
Rauðasandsfé- Morgunblaðið gerði út af Rauðasandsfé-
lagið og laginu þegar það lenti í vandræðum og
Morgunblaðið. leystist upp í fyrri kreppunni. Það var
ekki sambandsfélag en Sambandið hafði
annast ýms viðskifti fyrir það og lánað því nokkurt fé.
Þegar Sambandið hvorki gat eða vildi gefa þessa skuld
eftir, létu kaupmannablöðin eins og hér væri um einhvern
höfuðglæp að ræða. Hver greinin var birt af annari um
vonsku Sambandsins og um hættuna sem stafaði af kaup-
félögunum. Á einum fjölfömum stað, ekkj langt frá
Reykj avík, var Mbl. með grófustu ádeilugreinunum, fest
upp í gestastofu hjá þektum samkepnismanni.
En hvernig fór á Rauðasandi? Bændur sömdu um
skuld sína við Sambandið. Verslunarhús félagsins tók
Sambandið upp í skuld sína fyrir sanngjamt verð. Svo
leið eitt ár. Rauðsendingar prófuðu kaupmannaverslunina
og féll hún ekki vel í geð. Eftir eitt ár byrja þeir kaup-
félag að nýju. Sambandið lét þá hafa hús sitt aftur með
sama verði og það hafði tekið það. Félagið byrjaði að
versla, og skiftir við Sambandið eins og fyr. Slík varð
reynslan á Rauðasandi. Dugandi bændur, sem hafa haft
myndarlega stjórn á kaupfélagi geta ekki hætt við sam-
starfið, þó að eitthvað gangi á móti.
En ekki ber alt upp á sama daginn. Fá ár eru liðin
síðan eigendur Mbl. höfðu bændur á Rauðasandi á orði
sökum fátæktar þeirra. En nú í haust varð eitt af þeim
kaupmannafinnum, sem mest lagði í Mbl., gjaldþrota.
Bankar og viðskiftamenn tapa á þessari verslun svo að
nemur mörgum hundraðum þúsunda, ef ekki miljónum
króna. Ef samvinnubændur væru jafn grimmlyndir í bar-
áttunni eins og andstæðingamir, þá mundi í málgögnum
samvinnumanna ekki ganga á öðru en sigurhrósi yfir
vandræðum þessara kaupmanna. Tilefnið var því auð-
fengnara þar sem einmitt þetta firma, sem nú er í marg-
falt meiri vandræðum, hafði beint lagt fé í blað það sem
ofsótti bænduma í Rauðasandsfélaginu. Vitaskuld gera