Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 23
SAMVINNAN
101
lágu verði. Niðurstaðan er sú, að samkepnin lækkar ekki
vöruverðið. Því merr sem smákaupmönnunum fjölgar, því
meiri byrði verður stéttin fyrir neytendur í landinu. Allir
verða smákaupmennirnir að lifa, og því meir sem þeim
fjölgar, því minni verður velta hvers þeirra. Og að sama
skapi verður meiri þörf fyrir hvem einstakan að hækka
milliliðsálagninguna.
Á þessum fundi komu fram merkilegar
Kostnaður við skýrslur um kostnað við tóbakssölu. í
tóbakssölu. Svíþjóð er einkasala á tóbaki en í Dan-
mörku kaupmannaverslun. í Svíþjóð fá
smákaupmenn fyrir að selja tóbak 15% af verði þess, en í
Danmörku 25%. í Svíþjóð eru tóbakssalarnir mun færri
en í Danmörku. f Svíþjóð eru 313 menn um hverja smá-
sölubúð, en í Danmörku 130. Hin mikla smásalaálagning
liefir orðið til þess að tóbakssölum hefir fjölgað mjög
mikið í Danmörku. f Khöfn einni eru yfir 600. En sam-
kvæmt skattaskrám eru tekjur þeirra lægri en annara
smákaupmanna, til jafnaðar liðug 4 þús. kr. ái'lega, en
sumir hafa miklu minna.
Samkvæmt opinberum skýrslum hefir
Bóksalaálagning komið í ljós, að bóksalar í Danmörku
í Danmörku. hafa um 11 þús. kr. í meðalárstekjur.
Hafa engir smákaupmenn meiri tekjur að
frátöldum vínkaupmönnum og lyfsölum, enda fá danskir
bókakaupmenn um 33—40% af andvirði bókanna. Má því
segja, að á fáum sviðum sé meiri þörf að kaupfélögin
grípi inn í, til að lækka verðið, heldur en einmitt í verslun
með bækur.
Þing Bandaríkjanna hefir ákveðið að land-
Bandaríkin og búnaðai'ráðuneytið í Washington skuli
samvinnan. stofna sérstaka deild til að safna fræðslu
um samvinnumál og veita leiðbeiningar.
Skrifstofa þessi fær til umráða hér um bil eina miljón
króna árlega. Danskur maður, Christensen að nafni, var
gerður að forstöðumanni þessarar skrifstofu.