Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 43
SAMVINNAN
121
Hlutverk sambandsráðsins var að undirbúa laga-
frumvörp þau, sem leggjast skyldu fyrir þingið, og ekk-
ert frumvai'p varð að lögum nema með samþykki þess.
Ennfremur gátu 14 meðlimir synjað staðfestingar á laga-
i'rumvörpum, sem höfðu í för með sér breytingar á eldri
lögum. Þó alt þingið (Reichstag) og meiri hluti sambands-
ráðsins hefðu samþykt einhverja lagabreytingu, gátu 14
atkvæði í ráðinu
hindrað það, að hún
næði fram að ganga.
Þingmenn voru
ólaunaðir þangað til
1906 og kjördæma-
skiftingin forn og
næsta óréttlát. Aust-
urhluti Þýskalands,
einkum Pommern og
Brandenburg, hafði
miklu fleiii. þingsæti,
að tiltölu við fólks-
fjölda, en suður- og
vesturhluti ríkisins.
Bismarck hugsaði
sér að skapa þrjá
valdhafa, keisarann
og ráðuneyti hans,
sambandsráðið, og
fulltrúaþingið, sem
hvert gæti vegið salt
á móti öðru, svo að
ríkið fengi ekki ein-
valdsstjórn, og því síður fullkomið þingræði. Þetta -gat
gengið meðan Bismarck sjálfur stjórnaði, en eftir hans
daga fór alt á ringulreið. Undir heimsstyrjöldinni voru
öll völdin í höndum herstjómarinnar. Þingið var aðeins
kvatt saman til þess að samþykkja fjárveitingar og ann-
að, er stjómin þurfti á að halda. En þegar kom fram und-
Otto v. Bismarck,
r. 1815 d. 1898.
Forsætisráöherra Prússlands 1862—1871.
Rikiskanslari Þýskalands 1871 —1890.
Saineinaði Þýskaland og stofnaði keis-
aradæmið. Talinn einhver mesti stjórn-
vitringur 19. aldarinnar.