Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 87

Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 87
SAMVINNAN 165 Kaupangshúsið er að mörgu leyti fyrirmynd. Það er vandað, myndarlegt tilsýndar, og þægilegt til íbúðar. Það ætti að geta staðið nokkrar aldir, og fullnægt þörfum stór- bónda á miklu höfuðbóli. Samt má nú þegar, eftir svo fá ár, sjá einn galla á þessum dýra og góða bæ, auk þess sem áður er nefnt um viðhorf til sólar. í Kaupangi hefði hús í sveitabæjastíl notið sín prýðilega. Ein hæð með þrem bustum móti suðri eða suðvestri, og grænt torfþak á, myndi hafa átt framúrskarandi vel við sveitina. Fjalla- hlíðarnar báðum megin við Eyjafjörð minna mjög á bæj- arþil með háum bustum. Til að fá samræmi milli bæjanna og náttúrunnar, verður að beygja sig fyrir byggingarstíl iiéraðsins. Bæjastíllinn hefir auk þess þann höfuðkost, fyrir efnalitla menn, að þá bæi má reisa á löngum tíma, taka einn stafn fyrir í einu. Mjög efnaðir bændur geta staðið við að gefa jörð sinni í einu bæ sem kostar 40 þús. Ef hann er svo vandaður, að geta staðið nokkrar aldir, er ekki hægt að segja, að slíkur bær sé dýr, þegar til lengd- ar lætur. En þó verður hver sem byggir slíkan bæ, að geía eftirkomendum sínum meginið af andvirði þvílíks bæjar, því að óhugsandi er að búskapurinn borgi vexti og afborg- anir af tugum þúsunda í andvirði sveitabæjar. Ósanngjamt væri að neita því, að mikið hefir verið reynt, á síðasta mannsaldri, að gera til að bæta og fegra sveitabæi, þó að mikið sé þar enn ógert.'En umhverfi bæj- anna hefir lítið breyst til batnaðar, nema á fáum stöðum. 1 rigningahéruðum er oft forblautt svað kringum bæinn, bæði ljótt og óholt. Á einstaka stað hafa smekkmenn gert skrúðgarða við bæi sína með skrautjurtum, grasblettum og trjám. Þetta er allrar virðingar vert. En í þessu efni, eins og með byggingarstílinn vantar ennþá festu, og að taka svo sem vera ber tillit til náttúru landsins. Yfirleitt má segja að menn hafi um of líkt eftir skrúðgörðum við kaupstaðarhús. Hér á landi er ekki hægt að hafa skrautjurtir í görð- um nema með mjög mikilli elju og vinnu. Á flestum sveitaheimilum er ekki vinnuafl afgangs til slíkra hluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.