Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 31
S A M VIN NAN
109
ið því, að þeir hafa ekki getað myndað traustan félags-
skap. Innflytjendur héldu þjóðemi sínu, og kærðu sig
ekki um að ganga í félagsskap við hina innfæddu verka-
menn. Það var því ekki fyrsta kynslóðin, sem varð ensk,
en sú næsta lærði bæði málið, og fór að taka þátt í opin-
berum málum Bandaríkjanna. I öllum flokkum hafa
vanalega menn af alenskum ættum gengið í broddi. Enski
kynstofninn er ennþá drotnandi í ríkjunum. Verkamanna-
hreyfingin er ekki mjög öflug ennþá, en hún hefir feng-
io stuðning úr óvæntri átt. Bændurnir í vesturríkjunum
og í Missisippidalnum eru nú að hefjast handa, og vilja
losa sig við yfirráð fjármálamannanna í stórborgunum
og þeir hafa getað átt samleið með verkamönnunum í
ýmsum málum. Báðir flokkarnir heimta stórfeldar um-
bætur á þjóðfjelagslöggjöfinni og miklar breytingar á
tolllögum o. s. frv. Ótal tillögur um breytingar á stjórn
og stjórnarhögun Bandaríkjanna hafa komið fram, og
sjáanlegt er, að hið núverandi ástand fær ekki staðist til
lengdar.
Þó að Bandríkin hafi ekki innleitt þingræði eftir vor-
um skilningi, hafa þau þó samt auðgað heim stjórnmál-
anna með því að framkvæma hugmyndina um ríkjasam-
samband (confederation), sem hefir haft mikil áhrif á
stjómarskipun margra hinna yngri ríkja, og með því að
þroska beina þjóðstjóm með alþýðuatkvæðagreiðslu
(Referendum) í hinum einstöku ríkjum. Sagt verður
nánar frá þessu hvomtveggja síðar. En hér skal þess
að eins getið, að undir hinni einkennilegu bráðabyrgðar-
stjómarskrá frá 1787, hafa Bandaríkin aukist og auðgast
meir en dæmi eru til í sögunni. Sjálfsagt má þakka þetta
að einhverju leyti stjómarskránni. Höfundar hennar,
Hamilton og félagar hans, höfðu gengið svo frá henni, að
hin stjómarfarslega þróun gat farið fram, án þess að stór-
feldar breytingar ættu sér stað. En auðvitað eru framfar-
imar að miklu leyti að þakka gæðum landsins, og dugn-
aði og gáfum hins engilsaxneska þjóðflokks, sem fyrst
bygði landið og síðan hefir ávalt stjórnað því.