Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 25
SAMVINNAN
103
Gyðingar eru nú á dögum kunnir í flest-
Samvinnan í um löndum fyrir ágenga gróðafýkn og
Gyðingalandi. óbilgimi í fjárskiftum. I flestum hinum
ríku menningarlöndum eru Gyðingar for-
kólfar í kaupmensku og gróðabralli. En þegar Gyðingar
byrja að endurbyggja sitt eigið land, >á fara þeir gagn-
stæða braut, samvinnuleiðina. Á hverju ári, síðan stríð-
inu lauk, flytja 10—12 þúsund Gyðingar heim til lands-
ins helga. Mestur hluti þessara landnema byrja á ræktun,
þó að þeir hafi verið bæjamenn áður. Og nálega ætíð
grípa landnemarnir til samvinnunnar, bæði í verslun og
íramleiðslu. Meginþorrinn af þessum nýju bændum kaupa
ekki jarðir sínar, heldur fá þær á erfðafestu hjá land-
námsfélaginu. Og það félag fylgir forskrift Móse (Móse-
bók III — 25. „Og landið skal ekki selt fyrir fult og alt,
því að landið er mín eign; því að þér eruð dvalarmenn
og hjábýlingar hjá mér“). Þessi skilaboð flutti Móse lýðn-
um frá guði sjálfum, og hinir nýju íbúar landsins vilja
vera hlýðnir þeim, sem gaf þeim hið fyrírheitna land.
Þess vegna verða bændurnir í Gyðingalandi ekki fyrir
barðinu á verðhækkun eða braski með jarðirnar, en hafa
hinsvegar afnota- og erfðarétt og fá borgaðar umbætur
á jörðinni við ábúandaskifti. Verður fróðlegt að sjá
hversu mestu kaupmannsþjóð heimsins farnast er hún
vill endurreisa sitt eigið land með samvinnu.
Steinlímsverksmiðjurnar dönsku höfðu
Steinlíms- gert hring til að halda uppi verði á vöru
verksmiðjan sinni. Varð það til þess, að danskir sam-
danska. vinnumenn tóku sér fyrir hendur að
verða sjálfbjarga í þessu efni og reistu
verksmiðju norðarlega á Jótlandi. Marga erfiðleika þurfti
að yfirstíga, enda létu liðsmenn hringsins ekki sitt eftir
liggja að auka mótstöðuna. Nú er samt svo komið að verk-
smiðjan framleiðir um 700 þús. tunnur af steinlími árlega.
Rúmlega 700 af dönsku kaupfélögunum eiga verksmiðju
þessa, en formenn hennar vildu að fleiri félög yrðu eig-
endur. Hallgrími Kristinssyni kom til hugar að Sambanö-