Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 78
156
SAMVINNAN
Faðir samvinnunnar, Robert Owen, hafði
Framleiðsla ráðlagt neytendum að verða sínir eigin
kaupfélaganna. kaupmerin og verksmiðjueigendur. Roch-
dale-vefaramir höfðu þegar í upphafi gert
ráð fyrir, að félögin yrðu sjálfstæðir framleiðendur. Sú
hefir líka orðið rauin á.
Kaupfélögin byrja með því að gera félagsmönnum
unt að spara. Þau hlífa þeim við álagningu smákaup-
mannsins. Síðar mynda hin einstöku kaupfélög samband,
er annast um heildsöluna. Það kemur í stað stórkaup-
mannsins og sparar gróða hans. Næsta sporið fyrir sam-
vinnumennina er að eignast sínar eigin verksmiðjur, til
að komast hjá að borga iðjuhöldunum ranglátlega mikið
fyrir iðnaðarvöruna. Þá ná kaupfélögin lokatakmarki í
baráttunni fyrir sannvirðinu, þá hafa þau fengið vöruna á
fyrsta stigi verðmyndunarinnar.
Það er tæplega hugsanlegt fyrir mannfá
Iðnaður kaupfélög, að koma af stað iðnaðarfyrir-
kaupfélaganna. tækjum. Ekki eingöngu af því að þau
vantar venjulega fjármagn til þess, held-
ur fyrst og fremst af því þau hafa ekki nógu tryggan
markað. Venjulega hefja samvinnufélögin fyrst iðnað svo
að um munar, þegar þau hafa komið á sambandi og heild-
sölu. Mjög stór félög, sem hafa mörg þúsund félagsmenn
geta haft sjálfstæðan iðnað, eins og síðar mun sagt frá.
Enska samvinnuheildsalan í Manchester rekur nú iðn-
að og framleiðslu á fjölmörgum sviðum. Það eru allskonar
matvæli, skófatnaður, hverskonar dúkar og tilbúin föt.
Um 1920 hafði enska heildsalan um 40 þús. manna í vinnu,
bæði við verslunina og framleiðsluna. Fyrir utan verk-
smiðjur heima í Englandi hefir heildsalan útibú í öðrum
löndum, Danmörku, Spáni, Ástralíu, Ceylon o. s. frv.
Heildsala Skota í Glasgow er að vísu miklu minni, en hef-
ir tiltölulega jafnmikla þýðingu fyrir sitt land, og rekur
líka iðnað og framleiðslu í mörgum greinum. Þá eru Dan-
ir ekki eftirbátar frænda sinna í Bretlandi. Samvinnu-
heildsalan í Khöfn rekur margbreyttan iðnað, og hefir